Íslendingaþættir Tímans - 30.12.1971, Blaðsíða 25

Íslendingaþættir Tímans - 30.12.1971, Blaðsíða 25
GÍSLI TRYGGVASON FRÁ HRÍSEY Fæddur 25. janúar 1909. Dáinn 30. maí 1971. Gott mannorð er dýrmætara en mikill auður, vinsæld er betri en silfur og gull. (Orðskv. 22? Gísli fæddist að Arnarnesi við Eyjafjörð, sonur þeirra mætu hjóna Margrétar Gísladóttur og Tryggva Jóhannssonar, fiskimats- manns, sem lengi bjuggu í Hrísey. Gísli var næstelztur sex syst- kina, sem öll lifa hann ásamt móð urinni, en hún er háöldruð og nú til heimilis að elliheimilinu Skjald arvík við Eyjaf jörð. Árið 1926 fluttist hann til Hrís eyjar ásamt foreldrum sínum og systkinum, en þar átti hann heima til æviloka. Gísli var greindur og athugull maður. Hann hlaut að vísu skamma barnaskólagöngu, en kunni þó góð skil á mörgu, sem aðrir voru fáfróðir um. Hann skaut því mörgum ref fyrir rass í létt um samræðum. Hann var lágvaxinn maði”-, snöggur í snúningum, kýttur mj ; í herðum og hallaði nokkuð é i hægri hlið. Augun voru snarleg < g sékennilega tindrandi og kvik, þegar hann bjó yfir einhverju fyndnu og sbemmtilegu. Svipur inn var hreinn, en þó á stundum nokkuð dulur. Hann var skapmað ur,en beitti því með yfirvegaðri gætni. Hann mátti aldrei vamm sitt vita, var traustur og trúr og ávann sér vinsemd allra, sem hann átti samleið með. Gísli eignaðist snemma bát. Hann nefndi þessa trillu sína „Kóp“. Hann var að vísu endur nýjaður, þegar þeir eldri heltust úr lestinni. Gísli var sérstakt þrifa- og snyrti- menni, bæði hvað hann sjálfan sner'i og báta hans. — „Kópar“ han: voru ávallt sem sandþvegin stofi jlf í hvaða aflahrotu sem var, ' í hirðing véla fór eftir því. Ha í var sjómaður góður, hlekkt jt aldrei á. Lúsfiskinn var hann, en handfæraveiðar stundaði hann aðallega síðustu árin. — Ef aðrir komu með mikinn afla, kom Gísli o't með meiri. Mirn ng mín um þennan látna vin er mvafin sólskini og sumar blíðu. rísli vakti gleði og gáska svo mai J-i með sínum hnyttnu svör <m o ;> látbragði öllu. Ei stóð í seglin, þá reitti liani ' : sér brandarana, hló á sinn sérstr’ < hátt og lék við hvem sinn f n ur. F iv ýmsum sólarmerkjum að da i hefði hann átt að vera inn hv ur og þögull, því að hann bar hu! > n innri harm. — Hann var ba ’ ’aður frá barnæsku. i'arn að aldri féll hann í sjóinn við svonefndar Hagaklappir, var nærri drukknaður, en móðir hans bjargaði honum á síðustu stundu fyrir tilviljun eina. Lengi var hann að ná sér eftir volk þetta. Hann þjáðist og af heiftarlegri béin kröm, sem hnýtti hann og skekkti svo bagi var að. Gísli var, þrátt fyrir allt, glaður alvörumaður og kurteis. Hann var alls staðar aufúsugestur, vakti gáska og kátínu á öllum vinnu stöðum. Gleði og fyndni stóðu svo djúp- um rótum í hugartúnum hans, að heill hreppur gat hlegið með hon um. — Hann var „humoristi" af guðs náð. Sigurður Guðmundsson, skóla meistari sagði einu sinni: „Ég hef hvergi fundið í íslenzku orð, er teljast megi viðunandi þýð ing á þessu orði eða eigi við um þetta merkilega hugtak. Einhver hefur sagt, að „humor“ væri „bros í tárum“ eða þar færi saman bros og tár“. Skýring þessi getur vel minnt á „humor“ Gísla. Hann duldi svo vel sín hugarmein, að einungis hans nánustu gátu merkt þær sáru r kenndir, sem með honum bærðust. Til hvers hlaut hann þessa náð- argjöf glaðværðar og gáska? Ég get ekki svarað því, en þannig var hann. — Er forsjónin kannski svona miskunnsöm, að veita þeim nokkra umbun, sem bera þyngstu byrðar hér í jarðvist? „Verið ávallt glaðir“, sagði post ulinn. Margir eru þeir, sem aldrei eru hjartanlega glaðir, þótt lífið virðist við þeim hlægja. Þá er það kannski nauðsynleg tilraun að senda mann líkan Gísla, til þess að opna augu fýlupokanna, ef auðið væri að ger a þeim ljóst þeirra vanþakklæti, sem’ eru líkamlega heilbrigður og gri’.l- ur einar þjá. Gísli var oft einn á sjó síðus 'i árin. Faðir hans var þá kominn á ÍSLfiNDlNGAÞÆTTIR 25

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.