Íslendingaþættir Tímans - 30.12.1971, Blaðsíða 10

Íslendingaþættir Tímans - 30.12.1971, Blaðsíða 10
MINNING Sigtryggur Jónsson frá Hrappsstöðum áttumenn samvinnuhreyfingar innar. Jón Guð'mundsson var meðal þeirra hugsjónamanna, sem vildu verða virkir þátttak- -endur í nýjungum aldarinnar. Hann var afbragðsvel gefinn mað ur, fljótur að setja sig inn í vandamál og verkefni. Hann gerð ist kennari við Samvinnuskólann, en meginhluta ævistarfsins vann hann sem endurskoðandi og um- sjónarmaður með bókhaldi kaup- félaganna, sem starfsmaður Sam- bands íslenzkra samvinnufélaga, og síðar skrifstofustjóri Fjár- málaráðuneytisins og loks Við- skiptamálaráðuneytisins við stofn un þess. Það má með sanni segja, að hann hafi unnið brautryðj- endastarf á tveim sviöum, vegna þeirrar endurnýjunar, sem átti sér stað í íslenzku þjóðfélagi um hans daga. Störfum sínum gegndi hann með árvekni og dugnaði, og naut hins fyllsta trausts samver'kamanna sinna og samborgara yfirleitt. Þá varð hann fyrir þeim dapurlegu örlög um, að á hann sótti tilfinnanlegt heilsutjón, sem hafði í för með sér margra ára sjúkrahúsvist. Sá iíkami. sem að eðlilegum hætti er íbúð og starfstæki andans hér í heimi, varð nú fjötur og fangelsi andans. Og loks kom sú hrörnun, sem aldrinum fylgir, unz hann hiaut frelsi sitt frá ánauð hins ytra manns. Þaö var forn trú, að þegar maðurinn . svæfi, færi andi lians á vit guös, og hlyti hjá honum endurnýjun og endurnæringu. Og á líkan hátt trúði postulinn því, að í hjúpi sjúks líkama gæti hinn innri maður haldið áfram að endurnýjast og jn’oskast til hins eilífa og ævarandi lífs. Á grundvelli þeirrar trúar eig- um vér enn í dag þá fullvissu, að þegar sjúkur líkami leggst til síns hinzta svefns, sé líf fram- indan — líí í sambandi við hinn upprisna drottinn, sem eftir dauða sinn mætti poslulanum við borgarhliðin i Damaskus. Það er þessi trú á endurnýjun og áfram- hald hins innra manns, sem veit- ir oss hugrekki gagnvart hrörn- un og dauða, og gerir oss bjwt- sýn og vonglöð, einnig við daaða mannsins, sem vér erum að kveðja í dag. Árið 1934 gekk Jón GuðmundB- „Allir dagar eiga kvöld“. í ljósa- skiptum hins svala nóvemberdags sveipast suðurloftið rósrauðum bjarma. Þessi bjarmi bregður skærri birtu yfir vítt svið og sýnir breytilegar hreyfimyndir um leið og hugurinn hvarflar að Ijósi þeirr ar staðreyndar, að einn góðvinur minn er genginn. „Kynslóðir koma, kynslóðir fara . . .“ Á tímabilinu 1886—1910 bjó á Hömrum i Laxárdal í Dalasýslu Jón hreppstjóri Jónasson. Kona hans var Ástríður Árnadóttir. Þau áltu 4 börn, 3 dætur og 1 son. Býl- ið, Hamar, stóð norðan megin í son að eiga Ásgerði Guðmunds- dóttur frá Lundum í Stafholts- tungum. Hún átti með honum gæfu hans, og.hún stóð við hlið hans í hinni löngu raun sjúk- dómsins. Sjálf hefir hún kvatt þennan heim fyrir nokkrum ár- um. Vér minnumst einnig með þakklæti þeirra vina, lækna og hjúkrunarfólks, sem veittu hon- um hjálp sína og aðstoð. Og vér hugsum með samúð til barna hans og systkina og náinna ætt- ingja, — og vér færum fram þakklæti margra vina og fyrri starfsmanna frá þeim árum, er hann lagði fram sinn skerf til uppbyggingar því þjóðfélagi, sem hann þjónaði með gáfum sínum og starfskröftum. Nú er hin stundlega þjáning afstaðin, og í staðin komin end- urnýjun hins innra manns, hið ósýnilega líf, sem postulanum var gefið að sjá. Dauðinn og gröf- in taka við því, sem er stund- legt, hinum ytra manni — sem var sjúkdómi og dauða undirorp- inn. En hvað er dauðinn? Hvað er hel? Þannig spurði séra Matt- hfas í sálminum, sem vér vorum að enda við að syngja, skáldið, nefndum dal, eigi langt frá dal- botni. Aðeins 3 býli voru framar í dalnum. Bæjar- og peningshús stóðu á holóttu túni undir hömr- um og bröttum brekkum, þar sem útsýni í sólarátt blasti við af bæj- arhlaði niður eftir löngum, byggð- um dal allt að sjávarströnd. Norð- an hinna skjólsælu harmabelta taka við víðáttumikil slægju- og beitilönd með kjarnaþrungnum fjallagróðri. Þetta býli hefur nú verið í eyði í fullan aldarfjórðung, en er notað sem afréttur frá býli við fjölfarinn þjóðveg. Á þeim ár- um, sem Jón .Tónasson bjó á Hömr- sem Jón heitinn Guðmundsson hafðí mestar mætur á. — Hvað er hel? Öllum líkn, sem lifa vel, engill, sem til lífsins leiðir, ljósmóðir, sem hvílu breiðir. Sólarbros, er birta él, heitir hel. Ég trúi því, að þessi verði reynsla hans, sem vér erum að minnast í dag. Engill, ljósmóðir, sólarbros. Ég veit ekki hvort séra Matthías hefir þarna orðið fyrir áhrifum frá öðru trúar- skáldi, séra Hallgrími, sem á dán arbeði sínum bað Krist sjálfan að vera sína ljósmóður, og að sál sín mætti fæðast í hans hendur við uppliaf hins nýja lífs. Þessar- ar sömu bænar biðjum vér í dag hinum látna vini vorum til handa, — að dauðinn skili hon- um í ijósmóðurhendur drottins sjálfs. Að hann megi undir hans vernd finna magn þeirrar eilífu „dýrðar", sem ritpingin talar um. Dýrð merkir fyrst og frernst ljós guðs sjálfs, — birlu himinsins — kærleikann, sem aldrei deyr né dvínar. Amen. Dr. Jakob Jónsson. ÍA- ÍSLENDINGAÞÆITSR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.