Íslendingaþættir Tímans - 30.12.1971, Blaðsíða 19

Íslendingaþættir Tímans - 30.12.1971, Blaðsíða 19
vél. Stýrði Gísli honum fram yfir 1930. Þeir bræður byggðu 13 kw. heimilisrafstöð 1929. Er hún enn í góðu gildi og hefur hin síðari ár séð Brek'kuþorpinu (sjö heim ili) fyrir rafmagni til ljósa og heimilistækja, þótt eklki sé hún fullnægjandi til suðu og hitunar. Árið 1931 reisti Gísli íbúðarhús í túninu á Brekku og nefndi Brún. Það stendur nokkuð hátt og not aði hann Valinn til að draga bygg ingarefnið upp frá sjónum að byggingarstað. Blökk var komið fyrir við húsgrunninn og dreginn í kaðall, sem náði á sjó fram, og flot á báðum endum. Sleði var festur við kaðalinn en báturinn lát inn kippa í endana á víxl. Gengu þessir flutningar eins og í sögu. Þetta sama ár kvæntist Gísli Sveinbjörgu Guðmundsdóttur frá Seyðisfirði. Þau bjuggu á Brún i 23 ár eða fram til 1954 er þau fluttust til Neskaupstaðar. Á Brún hafði Gísli nokkurn búskap og stundaði jafnframt sjó á opnum báti. Gott þótti að koma skóla börnum úr sveitinni til vetrardval ar á Brún, því Gísli var laginn að létta þeim skólalærdóminn og við urgerningur rausnarlegur hjá Sveinbjörgu. í Neskaupstað vann hann við fiskverkun meðan kraft ar entust, en Sveinbjörg var um skeið ráðskona við elliheimili kaup staðarins, sem þá var á Bjargi, jafnframt því sem hún annaðist heimili þeirra. Börn þeirra Gísla og Sveinbjarg ar eru tvö, Vilhjálmur, starfsmað ur á Keflavíkurflutvelli, og Svan björg, frú í Neskaupstað. Unnur, dóttir Sveinbjargar af fyrra hjóna bandi, var ung þegar móðir henn ar giftist öðru sinni og gekk Gísli henni í föðurstað. Hún reyndist honum og góð dóttir, en þau hjón in bjuggu í lítilli íbúð í húsi henn ar og Einars, manns hennar, síð ustu árin. Gisli andaðist á Fjórðungssjúkra húsinu í Neskaupstað 23. apríl síð ast liðinn. Að eigin ósk voru jarð neskar leyfar hans fluttar til Mjóa fjarðar og jarðsettar við hlið dóttur dóttur hans, sem lézt ung og ver- ið hafði sérstakur augasteinn afa síns. Að minni hyggju var Gísli, frændi minn, á margan hátt óvenjulega heilsteyptur maður. Strangheiðarlegur var hann í öll um viðskiptum og rækti störf sín Stefán Jónsson skrifstofustjóri Fæddur 31. desember 1920. Dáinn 23. ágúst 1971. „Skjótt hefur sól brugðið sumri“ Hann fæddist í Keflavíik þar sem faðir hans þá var aðstoðarlæknir hjá tengdaföður sínum, Þorgrími lækni Þórðarsyni. Foreldrar hans voru Jón Bjarnason, læknir, Páls- sonar, prófasts að Steinnesi í Húna vatnssýslu og Anna Þorgrímsdótt- ir, Þórðarsonar, læknis í Keflavík- urlæknishéraði. Á fyrsta ári 1921 fluttist hann með foreldrum sínum að Stafholts- ey í Borgarfirði. Hafði faðir hans þá fengið veitingu fyrir því héraði. í Stafholtsey og síðar að Klepp- járnsreykjum ólst hann upp með foreldrum og systkinum. Alls eign uðust þau hjón 7 mannvænleg börn, sem öll lifa nema yngsta dóttirin, sem dó í frumbernsku og nú Stefán, sem kveður langt um aldur fram. Stefán og systkinin voru æsku- glöð og tápmikil. Faðirinn sam- vizkusamur og mikilsvirtur, bæði sem læknir og maður. Framtíðin brosti við hinni samhentu fjöl- skyldu og framtíðardraumarnir voru glæsilegir. En snögglega og óvænt syrtir að, er fjölskyldufaðir- inn andaðist árið 1929 aðeins 37 ára gamall. — Fluttist þá ekkjan með barnahópinn sinn til Reykja- víkur, þar sem hún áframhaldandi bjó þeim gott heimili og hélt þeim til mennta. Stefán var snemma áhugasamur og tápmikill. Dýravinur mikill og hafði ánægju af að umgangast þau bæði til gagns og gamans. Þegar hann hafði aldur til stundaði hann nám í Verzlunarskóla íslands og lauk þaðan prófi. Hann hóf störf hjá togarafélaginu Alliance, sem á af nákvæmni og samvizkusemi, jafnt skipstjórn sem algenga verka mannavinnu. Og í mörg ár beitti hann sig hörðu og gekk til starfa sárþjáður, af því hann taldi það blátt áfram skyldu sína að starfa á meðan dagur entist. Umhyggja hans fyrir fjölskyldunni var mikil og einlæg. Gísli var fjarskalega barngóður. Og hann var líka afbragðs kennari. Kom þar til allt í senn, skýr hugs un, glögg framsetning og jákvæð viðhorf til þeirra, sem yngri voru. Þessi einkenni koniu raunar einnig fram í samskiptum við þá, sem komnir voru af barnsaldri, því að Gísli þótti skemmtilegur félagi og naut vinsælda hjá undir mönnum sínum jafnt og vinnufé lögum. Elskusemi hans í minn garð, þegar ég var barn og æ síð an, er mér ógleymanleg og verð ur aldrei fullþökkuð. En persónu legar minningar um þennan föður bróður minn rek ég ekki að þessu sinni. Vilhjálmur Hjálmarsson. ÍSLENDINGAÞÆTTIR 19

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.