Íslendingaþættir Tímans - 30.12.1971, Blaðsíða 23

Íslendingaþættir Tímans - 30.12.1971, Blaðsíða 23
Krlstjáns, en uppeldis- og kjörson- ur allt frá barnæsku. Volli heitinn ólst upp hjá foreldrum sínum í Sandvík ásamt þrem yngri systkin- um, og hefur hiS góða og heilsu- samlega uppeldi, sem hann hlaut, eflaust átt sinn þátt í að gera hann að þeim afbragðsmanni, sem hann var. Mér er ljúft að minnast þeirra möngu samverustunda, sem við Volli heitinn áttum saman. Frænd- systkinahópurinn á Leirhafnarbæj- unum var stór, þegar við vorum að alast upp, og þá leið varla svo dagur, að við krakkarnir værum ekki einhvers staðar saman, annað hvort að leik eða stöi'fum. Býst ég við, að hvert okkar urn sig eigi sínar sérstöku minningar frá þeim dögum. En einkum treystust nú vináttuböndin á milli okkar Volla heitins nú á síðustu árum, því á undanförnum sumrum höfum við oftast unnið saman, hvort held- ur hefur verið á sjó eða landi. Hugur Volla heitins hneigðist mjög að sjónum, og þangað sótti hann atvinnu sina að mestu leyti, eftir að hann fór að vinna utan heimilis- ins. Þó var hann alls ekki frábit- inn landbúnaðarstörfum, allra sízt þeim, sem sauðfénu tilheyrðu. Sléttan var honum ákaflega kær, og þar hefði hann sennilega fest rætur, hefði honum enzt aldur til. Volli heitinn var liæglátur og fremur seintekinn, en mjög trygg- Jensína Fanney Karlsdóttir Fædd 23. október 1931. Dáin 23. október 1971. Sunnudaginn 24. október s.l. bár ust mér þau válegu tíðindi að vin- kona mín Daisy, á Njálsgötu 52 b, hefði dáið af slysförum í Svíþjóð á afmælisdaginn sinn, þegar hún var 40 ára gömul, daginn áður, 23. október. Jensína Fanney eins og hún hét fullu nafni fæddist í Reykjavík 23. október 1931. Foreldrar hennar voru Karl 0. Jónsson sem lengi var forstjóri Garðs h.f. í Sandgerði ög kona hans Hulda Pálsdóttir. Jensína fluttist frá Reykjavík þriggja ára gömul ineð afa sínum og ömmu, þeim Jensínu Teitsdótt- ur og Jóni Erlendssyni, en þau tóku þá ábúð á jörð- inni Sandgerði i Miðneshreppi ásamt foreldrum liennar. Nokkr- um árum síðar fluttust þau að jörð sinni Klöpp í sömu sveit. Jensína ólst upp hjá afa sín- um og ömmu við mikið ástríki og var það gagnkvæmt. Með afa og ömmu fluttist luin til Keflavíkur þegar hún var 12 ára gömul og var þar samvistum við þau, þar til hún varð 23 ára. í æsku hlut hún nokkra menntun meðal annars í Samvinnuskólanum í Reykjavík og Húsmæðraskóla Suðurlands. A æskuárum sínum vann hún á sím- stöðinni í Keflavík um nokkurt bii, en 23 ára gömul giftist hún Giss- ur og einlægur vinum sínum. Hann var glaðvær og fjörugur í vina hópi og átti þá til að glettast við þá, sem liann vissi, að gaman hefðu af. Hann var ákaflega vand- virkur og samvizkusamur í starfi og vel liðinn af yfirboðurum sín- um, væri hann undir annarra stjórn. Það er mikill missir fyrir fá- menna byggð, að sjá á eftir slík- um efnismam*., 3em Volli lieitinn var, og það stóra skarð, sem hann skilur eftir, er vandfyllt. Blessuð sé mi.nning hans. K.L. uri Þorvaldssyni loftskeytamanni. Þau eignuðust tvær dætur Ragn- hildi Jónu 17 ára og Huldu Krist- ínu 13 ára. Áður en Jensína giftist eignaðist hún son. Karl Kristinn Júliusson sem er 19 ára. Jensína og Gissur slitu samvist- um árið 1963. Litlu síðar hóf hún störf á auglýsingaskrifstofu dag- blaðsins Tímans og vannþar t.il árs ins 1968, en þá gerðist hún aug- lýsingastjóri Vikunnar og starfaði þar, þar til hún fluttist með eftir- lifandi eiginmanni sínum Hilmari Sigurðssyni vélstjóra til Gautaborg ar fyrri hluta árs 1970. en á þvi ári giftust þau. Samliliða störfum sínum við dag blaðið Tímann og Vikuna hélt hún heimili fyrir börn sin og hafði þvi oft langan vinnudag, en hún var framúrskarandi dugleg kona og við sem þekktum hana vel urðum þess ekki vör að hún ætti annrikt. Gestrisni hennar var mikil og ein- læg og varð þess ekki vart að hún ynni heimilisverkin eftir venjuleg- an vinnudag á skrifstofu. Daisy var glæsileg kona ásýndum og mjög vel greind og einhvern veg- inn hafði lnin tíma til lesturs góðra ÍSLENDINGAÞÆTTIR 23

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.