Íslendingaþættir Tímans - 30.12.1971, Síða 30

Íslendingaþættir Tímans - 30.12.1971, Síða 30
mönnum landsins og flytja fyrir honum ákveðið mál, þar sem sá háttsetti maður hafði áður sagt þvert nei við bréflegri umleitan. Snæbjörn óskaði svo eftir viðtali við embættismann þennan, og var síðan vísað inn á einkaskrifstofu hans. Snæbjörn bar upp erindið og hóf þegar málflutninginn, og þarf ekki að efast um, að þar hef- ur af hógværð verið af stað farið. En varla hafði Snæbjörn lokið for* málanum, þegar húsbóndinn greip fram í og sagði að þetta mál væri útrætt af sinni hálfu, hann væri búinn að gefa svar. Og að þeim töluðum orðum stóð embættismað urinn á fætur og gekk framfyrir skrifstofuborðið. „Eg skildi þetta svo“, sagði Snæbjörn, „að mér væri þar með vísað á dyr, og ég fór“. Það var á kalli að skilja að svona afgreiðslu hefði hann ekki átt að venjast á sínum starfsferli. Ætla má, að hinn hái herra fyr- ir sunnan, hafi áttað sig á því seinna, að það mundi enginn und- irmálsmaður verið hafa, sem hann rak á dyr. Fáum misserum eftir atburðinn var margnefndur heldri maður á embættisferð um Vest- firði, og sem hann er kominn í nágrenni Kvígindisdals, þá lætur hann þjón sinn tala við Snæbjörn í síma, og tilkynna, að hann ætli Framhald af bls. 32 mig alveg nýlega: „Skólarnir verða að stórauka félagslega fræðslu og þjálfun". Aðalsteinn mótar mjög heima- vistarskólafyrirkomulagið í þá átt, sem enn er þörf fyrir, m.a. með allstórum skólum fleiri en eins sveitarfélags. Fyrir daginn í dag eru og tillög- ur Aðalsteins um verknám. Hann leggur til að stofnað sé til vinnu- skóla að sumrinu fyrir kaupstaða- ' börn. Nú mættu sveitabörn bætast 1 hópinn! Orð Aðalsteins i Skinfaxa eru sígild: „Það þarf að gefa meiri gaum að, hverjar eru þarfir ein- staklinga og þjóðarinnar og sníða fræðsluna eftir því — þroska fé- lagshyggju, starfhæfni og starfs- gleði, fá einstaklingana til að setja metnað sinn f að mynda fyrir- að koma við hjá honum í leiðinni og þiggja kaffi. Snæbjörn svaraði því til, að velkomið væri ferða- mönnum þessum kaffi á heimili sínu, svo sem öðrum er þar bæri að garði. „En ég fór erinda minna út í sveit þennan dag sem embættis- maðurinn kom við hjá mér“, sagði Snæbjörn, „og var því ekki heima til að taka á móti honum. Það fann ég, að Snæbjörn leit niður á þennan oddamann fyrir sunnan, þótt hátt stæði í mannfé- lagsstiganum. Og grunar mig, að milli þessara manna komist ekki á sættir í þessu lífi. Mín var ánægjan að kynnast Snæbirni Thoroddsen í Kvígindis- dal, og megi hann lengi lifa enn og heilsu halda. Broddadalsá á Ströndum, 20. nóv. 1971. Magnús Gestsson. □ myndar heimili og lifa fram- kvæmdasömu athafnalífi". 1934 skrifar Aðalsteinn ágæta grein í Skinfaxa: Framtíð sveit- anna og í sama árgangi er falleg grein hans um skólastarf Luðvígs Guðmundssonar í ísafirði. Hið merka tilraunastarf hans þar mætti andúð margra, en Aðalsteinn sá þarna meið, er síðar reis fyrir at- beina Lúðvígs, Handíða- og mynd- listaskólinn. Aðalsteinn fellir heimilin inn í skólakerfi sitt, um of, mætti ef til vill segja, en nú er mönnum að verða ljósara en áður að heimila- þættinum má ómögulega sleppa. Þarna sér Aðalsteinn því rétt í til- löigum sínum. Heimavistarskólar voru reistir skv. tillögum Aðalsteins t.d. á Strönd á Rangárvöllum, og fræðslu málastjórnin kom beinlínis til móts við Aðalstein og fól honum að koma hugmyndum sínum í framkvæmd í Reykjanesi. Það tökst giftusamlega og héraðsbúar fylktu sér um Aðalstein, þótt skiln ingur stéttarbræðra hans væri stundum takmarkaður. Aðalsteinn var námsstjórl á Vest- urlandi og í Húnavatnssýslum 1941—‘42. Atti sæti i hreppsnefnd Reykjarfjarðarhrepps, N-ís. Skipað ur af ríkisstjórninni í nefnd til að gera tillögur um Reykhóla 1942 —‘43. Árið 1944 fluttist Aðalsteinn til Reykjavíkur og er fulltrúi á Fræðsluskrifstofunni 1944—‘48, aftur skólastjóri Reykjanesskóla 1948—‘49. Námsstjóri héraðs- og gagnfræðastigsskóla 1949 (sérlega falið að athuga fjár- hagslega framkvæmd fræðslu- laga frá 1946 og eftirlit með fjármálum og eignum skól- anna). í nefnd til að athuga náms- efni, námstíma og námsbækur barnafræðslu- og gagnfræðastigs 1953. í námsskrárnefnd. í mats- og samninganefnd um skipti Laugar- vatnseigna milli skóla þar við stofnun menntaskólans. Skipaður formaður nefndar til að undirbúa tillögur um eflingu byggðar á Reykhólum 1964. Var um hríð í skólanefndum Kvennaskólans í Rvk, studdi mjög Húsmæðraskóla þjóðkirkjunnar að Löngumýri, vann mikið verk í þágu bænda- skólanna og ýmissa annarra sér- skóla. Samdi ýmis frumvörp og reglugerðir um skólamál 1953— ‘62. Naut Aðalsteinn óskoraðs trausts ríkisstjórna, fjárveitinga nefndar Alþingis, sveitastjórna, skólanefnda og annarra • skóla- manna. Merkust löggjöf, er Aðalsteinn vann að, voru lög nr. 41 frá 17. maí 1955 um skóla- kostnað. Varð Aðalsteinn for- stöðumaður fjármálaeftirlits skóla árið 1955 og gegndi því embætti til 1. ágúst 1970. Þá urðu þáttaskil um stjórn fræðslu mála, sem enn standa raunar yfir, og taldi Aðalsteinn rétt að láta af starfi, er ný skólanefndarlög frá 1967 kæmu til framkvæmda. Starfs dagurinn er orðinn langur, en þó væri vel ef enn mætti nýta starfs- hæfni og starfsreynslu Aðalsteins. Aðalsteinn var í vor gerður heið- ursfélagi Sambands íslenskra barnakennara. í tilefni afmælisins flutti Aðal- Aðalsteinn Jóhann Eiríksson 30 ÍSLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.