Íslendingaþættir Tímans - 30.12.1971, Blaðsíða 9
Vztafelli var þar efstur, en Jón
Guðmundsson í öðru sæti.
Jón Guðmundsson kvæntist 30.
marz 1934 Ásgerði Guðmunds-
dóttur kennara frá Lundum, vel
greindri og glæsilegri konu. Hún
lézt 30. maí 1966. Börn þeirra
eru Ólafur ritstjóri og Sólveig
blaðamaður við Tímann, bæði vel
gefin og í núklu áliti. Þau hjón
reistu sér brátt veglegt íbúðar-
hús í félagi við Sigurð Jónsson
verkfræðing, frænda Jóns. Heim-
ili þeirra, rúmgóð húsakvnni á
Smáraigötunni voru í röð mynd-
arlegustu íbúðai'húsa Heykjavík-
ur á þeim árum. Átti einkum
venzlafólk Áseerðar þar gott at-
hvarf, er það átti erindi til
Reykiavíkur. Minnist undirritað-
ur margra ánægjulegra dvalar-
stunda á heimili þeirra hjóna.
Það eru nú um sex tugir ára
síðan ég kynntist Jóni Guðmunds-
syni fyrst. Hélzt sá kunningsskap
ur síðan og jókst við tengdir og
náin kynni. Honum voru þá sam-
vinnufélögin og SÍS, sem þá voru
í mótun, mest áhugamál. Fræddi
hann mig þá um ýmislegt í þeirn
efnum, einkum um Kaupfélag
Þingeyinga. Hann var ræðinn og
mjög notalegur í kynningu. Hann
var gæddur ríkri athyglisgáfu og
ræddi um málefni og menn af
hófsemi og dómgreind. Stundum
varpáði hann fram kýmnisögum
um náungann en græskulaust.
Hann hafði enga löngun til að
troða sér fram né vekja á sér
athygli. Hann var frábitinn hvers
konar áróðri og því að láta á sér
bera. Hann tók t.d. nær aldrei
til máls á fundum og færði ekki
heldur orð í letur og var þó til
hvoru tveggja fær. Eins og hann
var gestrisinn var hann mjög
bónþægur og fús til liðsinnis.
Frændfólk hans átti víst oft hauk
i horni þar sem hann var. Em-
bættisstörf hans kann ég ekki að
dæma, en tjáð er mér, að þau
hafi verið unnin af alúð og kost-
gæfni. Maðurinn var svo grand-
var og samvizkusamur, að hann
mátti í engu vamm sitt vita.
Jón Guðmundsson var löngum
heilsuveill, en sinnti þó lengstum
skyldustörfum sínum og var jafn
an glaður í bragði. — Fyrir hálf-
um þriðja áratug fékk hann
heilsubrest, sem ekki varð ráðin
bót á og gerði. hann óvinnufær-
an. Bráði þó af honum annað
veifið, svo hann var stundum við-
ræðufús. Bar hann heilsubrest
sinn með kjarki, tók sífellt dvín-
andi heilsu með karlmennsku. —
Síðari árin var veröldin horfin
honum og hann var horfinn ver-
öldinni.
Ég kveð Jón Guðmundsson „í
kyrrð hins mikla friðar“, sem ég
er fullviss um að hann hafi öðl-
azt við brottförina af þessu til-
verusikeiði.
Kristján Jónsson
frá Garðsstöðum.
i
Útfararræða flutt í Fossvogs-
kapellu.
En fyrir því látum vér ekki
hugfallast, „jafnvel þótt vor ytri
maður hrörni, þá endurnýjast
dag frá degi vor innri maður. Því
þrenging vor, skammvinn og létt
bær, aflar oss mjög yfirgnæfan-
legs, eilífs dýrðarþunga, þar sem
vér horfum ekki á hið sýnilega
heldur hið ósýnilega, því að hið
sýnilega er stundlegt, en hið
ósýnilega er eilíft“ (II. Kor. 4. 16—
18).
Hinn kristni trúarboðskapur
er frá upphafi hvatning til hug-
rekkis og bjartsýni. Hinn rauði
þráður í öllum ritum Nýja testa-
mentisins er endurnýjun dag frá
degi, endurnýjun mannshugans,
endurnýjun sköpunarverksins,
endurnýjun lífsins. Raunar munu
menn hafa litið svo á í tíiennta-
heimi bæði Grikkja, Rómverja
og Gyðinga, að heiminum væri
að fara aftur, en skyggnir and-
ar spámanna og spekinga litu á
afturförina sem aðdraganda að
endurnýjun, endursköpun og
aldaskiptum. Og sama máli
gegndi um afturför í lífi einstakl
ingsins, hrörnun líkamans og
dauða. Páll postuli lokar ekki
augunum fyrir því, að maðurinn
eigi fyrir höndum hrörnun og
afturför. Hann þekkir manna
bezt þjáningu mannsins, meira
að segja veikindi, sem draga úr
starfsmöguleifcum hans sjálfs. Ef
horft er á hið sýnilega, er þessi
hrörnun þunsbær og örðug.
Hann skilur, að það er ekki
nema eðlilegt. að hrörnun og aft-
urför dragi úr mönnum kiark-
inn. Það er ömurlegt að siá og
finna þrekið dvína, kraftinn
þverra, er líkamanum hnignai
dag frá degi. En Páll hefir t-ði-
azt sýn, sem beinist ekki að hití*
stundlega, og ekki að hinu ytra,
heldur hinu innra, sem með
manninum býr, og lifir að eilífu.
Hugtökin innri og ytri maður
voru til í hriiíispeki samtímans
og trúarbrögðum, en postuli
Krists sér þetta allt í nýju ljósi,
eftir reynslu, sem hann sjálfur
hafði öðlazt, og þær vitranir sem
gáfu honum sýn inn úr efnis-
hjúpnum, til hins andlega og ei-
lífa. Þess vegna verður hrörnun-
in og þjáningin, sem henni fylg-'
ir, harla léttbær, vegna þess að
hann horfir vfir torfærurnar,
sem aðeins erd stundlegar. Hon-
um fer eins og sjómanni, sem
horfir í brimólguna við strönd-
ina, veit, að fvrir höndum er bar
átta, en trúir því af heilum huga,
að unnt verði að ná landi, þegar
volkið sé afstaðið. Hann trúir því,
að meira að segja, þegar líkaman
um sé stöðugt að fara aftur, sé
hinn innri maður þrátt fyrir allt
að lifa endurnýjun, unz hann að
lokum lifi í eilífðinni, laus úr fjötr-
um og fangelsi því, sem veikur
líkami hefir verið þroskaðri
mannssál. Það er þessi trú, sem
gerir það að verkum, að hann
skrifar trúbræðrum sínum í Kor-
inþuborg, að þeir skuli ekki láta
hugfallast, hvorki gefa sig von-
leysi, svartsýni né kvíða á vald
þótt hrörnun og dauði séu á
næsta leiti. Horfum ekki á hið
sýnilega, heldur hið ósýnilega.
Mér finnst þessi hughreysting-
arorð postulans eiga erindi til
vor í dag, við jarðarför Jóns Guð-
mundssonar fyrrverandi skrif-
stofustjóra. Jón Guðmundsson
fæddist hér í Reykjavík 20. júlí
1889, elzta barn þeirra hjónanna
séra Guðmundar Guðmundsson
ar og frú Rebekku Jónsdóttur.
Jón mun hafa farið ungur frá
foreldrum sínum og dvaldist þá
langdvölum hjá móðurfólki sínu
að Gautlöndum við Mývatn. Á
uppvaxtar- og æskuárum Jóns
var einmitt tími endurnýjunar í
íslenzku þjóðlífi. Nýjar félagsleg-
ar hreyfingar ruddu sér til rúms.
Og Jón var þannig í sveit settur
frá bernsku, að hann hlaut að
verða snortinn af þessari endur-
nýjun. Foreldrar hans voru méð-
al brautryðjenda jafnaðarstefn-
unnar, og frá Mvvatnssveit og
nærliggjandi héruðum komu bar
fSLENDINGAÞÆTTIR
9