Íslendingaþættir Tímans - 30.12.1971, Blaðsíða 21

Íslendingaþættir Tímans - 30.12.1971, Blaðsíða 21
Una Zóphoníasdóttir í Baugaseli Og málað ýmsar myndir er prýða í>jóðminjasafnið. Stefán fluttist með foreldrum sínum frá Keflavík í hið fagra hér- að Borgarfjarðar, en þar tók faðir hans við embætti héraðslæknis. Stefán bar mikla ást til föður síns og fylgdi honum hvert fótmál. „Björt voru bernskuárin" liefði Stefán sagt um dvöl sína í Borgar- firði hjá ástríkum foreldrum. En svo kvaddi sorgin dyra. Aðeins 8 ára gamall sá hann á bak föður sínum. Það var honum mikið áfall, svo mjög er hann unni honum. Hinn aldni fræðimaður Kristleif ur Þorsteinsson á Stóra-Kroppi, margfróður og lífsreyndur, og kona hans Snjáfríður reyndust Stefáni sem beztu foreldrar er liann tregaði föður sinn. Sumar- dvalirnar milduðu harminn eftir föðurmissinn. Stefán batt ungur tryggð við Borgarfjörðinn. Þar undi liann löngum við atlæti gott. Áfram streymir elfan mikla. — Söknuðurinn víkur fyrir kalli lífs- ins. Anna Þorbjöng Kristjánsdóttir er nú kveður mann sinn Stefán batzt honum ung tryggðaböndum. Mér er í minni haustkvöld fyrir þrem áratugum er litli kvisturinn á Ljósvallagötu 8 ljómaði af æsku- fegurð og hamingju. Ungu skóla- systkinin hétu hvort öðru ævilöng- um tryggðum. Þar var enginn flysj ungsbragur. Saman stóðu þau til hinztu stundar, er hann hné fyrir aldur fram. Synir þeirra Jón, verkfræðingur, Kristján, laganemi, Þorgrímur, tæknifræðingur og Páll nemandi bera þeim báðum gott vitni. Stefán unni náttúrunni og dýrð sköpunarverksins og hafði yndi af því að afla sér fróðleiks um rnarg- breytni tilverunnar. Náttúrufræði var honum hugfólgin fræðigrein. Það var gott að vita Stefán að vini. Hann var hógvær. Karlmenni er kveinkaði sér aldrei og beið þess er verða vildi. Hann, sem fellir mynztrið á væng fuglsins við þang fjörunnar og geymir þyt skógarins í fræ- korni smáu, markar okkur ævi- Skeið. Farðu vel. Pétur Pétursson. f Kveðjuorð frá samstarfsfólki. Hið skyndilega fráfall Stefáns Einn hinna afskekktu dala á Norðurlandi, sem lagzt hafa í eyði við uppgjöf þeirrar kynslóðar, sem nú er að hverfa af sviðinu, er Barkárdalur í Skriðulireppi, há- lendur afdalur Hörgárdals. Hans getur ekki víða vegna byggðasögu, enda hvort tveggja, að bólfesti var hér stopult og býli fá, og íbúarnir löngum meðal hinna hljóðlátu í landinu. Umferð var þó mikil um Jónssonar, skrifstofustjóra, kom okkur, samstarfsfólki hans, ótrú lega á óvart, þar sem við þó viss- um hversu lífshættulegum sjúk- dómi hann var haldinn, en karl- mennska hans og öflugur lífsþrótt ur, sem kom fram í hinum ánægju legu og uppörvandi samtölum við hann nú eftir að hann kom heim úr hvíldarfríi eftir veikindi sín, kom okkur til að hlakka til að fá hann frískari, hressan og glaðan starfa nú næstu daga. Þess vegna er okkur tregt að trúa, að hann sé nú allur. Stefán kom til starfa hjá Sölu- sambandi íslenzkra fiskframleið- enda fyrir rúmum 20 árum og starfaði fyrst sem bókari fyrirtæk- isins en síðar lengst sem skrif- stofustjóri og síðustu níu árirt sem nánasti samstarfsmaður fram- kvæmdastjórans. Það kom strax í ljós, þegar Stef- án hóf störf sín hét, að fyrirtæk- inu hafði bætzt sterkur liðsmaður. Hann gekk að vinnu sinni reifur og starfsglaður, var glöggskyggn, úrræðagóður, öruggur og liraðvirk ur. Hann var viðtalsreifur, hrein- skilinn og opinskár og aflaði sér strax vinsælda og álits samstarfs- manna sinna. Við nánari kynni komu æ fleiri kostir hans fram. Hin nærgætna hjálpfýsi hans, umburðarlyndi og sanngirni, urðu til þess, að auk þess, sem öll ágreiningsatriði og vandamál i hinu daglega starfi, Barkárdal fyrrum. Skemmsta leið milli innanverðra Eyjafjarðar- byggða að Hólum í Hjaltadal ligg- ur um dalinn og Héðinsskörð, en þar er vegur viðsjárverður á sprungnum jökli ogí meira en tólf hundruð metra hæð. — Neðst í dalnum standa Féeggstaðir í bröttu túni. Byggð er þar forn og kemur jörðin við skjöl snemma á öldum. Nafnið er séíkennilegt, aug voru borin undir hans álit og úr- , skurð, urðu okkar persónulegu áhyggjur einnig að hans vandamál um, sem hann gaf sér tíma til að leita úrlausnar á, með hollum ráð- um og vinsamlegri aðstoð. Vinsældir þær, sem hann strax naut meðal okkar, urðu því fljótt að verðskulduðu trausti og ein- lægri vináttu. Það var engin tilviljun, að Stef- án ' gerðist framkvæmdasamur starfsmaður okkar fjölmennu sölu samtaka, heldur en að gerast ötull höldur eigin fyrirtækis og njóta þannig starfshæfni sinnar, afls og áræðni við öflun arðs til eigin hags muna. Hans heilbrigða lífsviðhorf, og jákvæða afstaða til náungans gerði honum það að ómeðvitaðri nautn, að reyna að leysa hvers manns vanda, og vinna sem flest- um gagn, greiða leiðina og létta ganginn fram eftir veginum. Hinn sterki og aðlaðandi per- sónuleiki Sfcefáns Jónssonar aflaði honum trausts og virðingar hinna mörgu aðila sölusamtakanna, sem hann starfaði svo lengi fyrir. og störf hans í þeirra þágu öfluðu hon um óvenjulegra vinsælda þeirra og þakklætis. Þessi fátæklegu flýtisorð flvtja saknaðarkveðjur til hins látna starfsbróður okkar, félaga og vin- ar og við vottum eiginkonu hans, börnum og öðrum bans nánustu okkar innilegustu samúð. ÍSLENDINGAÞÆTTIR 21

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.