Íslendingaþættir Tímans - 30.12.1971, Blaðsíða 24

Íslendingaþættir Tímans - 30.12.1971, Blaðsíða 24
SIGURÐUR BJÖRNSSON frá Grjótnesi Fæddur 29. maí 1909. Dáinn 24. október 1971. Við utanverðan Öxarfjörð á Vest ur-Sléttu stendur Grjótnes, en þar fæddist Sigurður, sonur Björns Sig urðssonar og Vilborgar Guðmunds dóttur, föðursystur minnar, þeirra sæmdarhjóna, sem þar bjuggu um langan aldur. Eignuðust þau 11 börn, sem upp komust og eru þau öll á lífi að Sigurði frátödum. í þann tíð var Grjótnes fjöl- mennt sveitaheimili, oft á milli 20 —30 manns á báðum heimilunum og voru atvinnuhættir þar um margt öðruvísi en í nágrannasveit- um. Þar var stundaður landbúnað- ur með sjávarútvegi. Þar var og iðnaður nokkur, trésmíðaverk- stæði og þar var spunnið og ofið að fornum sið. Björn, faðir Sigurð- ar, var mikill völundarsmiður bæði bóka og átti vel vandað heimilis- bókasafn. Mörg kvöld eru mér minnisstæð frá liðnum árum þeg- ar við sátum saman og hún sagði mér frá nýrri bók, sem hún hafði lesið eða hún benti mér á eitthvað sem hún hafði glöggvað sig á, hjá gömlu góðskáldunum, en við lest- ur ljóða þeirra undi hún sér vel þegar tómstundir gáfust. En eng- an veginn var svo, að hún eyddi öllum tómstundum í lestur held- ur notaði hún einnig meðfædda hæfileika sína til hannyrða og þá sérstaklega mánuðina nóvember og desember til þess að hekla og prjóna flíkur á sitt unga og fjöl- menna frændalið sem nú syrgir hana. Ég veit að ég hefi ekkert ofsagt um kosti bína, góða vinkona mín, en dsku Daisy mín, eins og þú varst köllnð í þfnum vinahóp, nú er runnið bitt æviskeið og kveð ég þig með söknuði og þakka þér allt og allt og bið þér góðrar heim- komu. Ragnheiður Maríasdóttir. á tré og járn, og voru einkum landsþekktir spunarokkarnir hans, sem nú eru aðeins til sem stofu- stáss og minjagripir. Sigurður lézt að heimili sínu hér í Reykjavík eftir nokkra spítala- legu, en virtist á góðum batavegi. Sá sjúkdómur varð honum að bana, sem nú veldur hvað mestum dauðs föllum meðal hins hvíta kynstofns en það er hjartabilun — kransæða- stífla. Barnæska okkar í hinum stóra fjölskylduranni leið við leik og starf, og var sólbjört og skemmti- leg. En brátt fór að tínast að heim- an, og fór Sigurður ungur til náms i vélfræði á Akureyri og gerðist svo vélstjóri á bát, sem gerður var út frá Leirhöfn af þeim bræðrum, sem þá bjuggu þar stórbúi og höfðu mikið umleikis. Síðan fór hann. í Gagnfræðaskólann á Akur- eyri og lauk þar námi með gagn- fræðaprófi 1928. Ég tel víst að hug ur hans hafi þá staðið til áfram- haldandi náms, en hagur bænda stóð þá eigi svo traustum fótum, að slíkt gæti orðið. Hann hélt því heim að sinni og starfaði að búi með foreldrum sínum. Veturinn 1929—1930 dvaldist hann í Reykjavík og var á togara um veturinn, en kom svo heim eft- ir Alþingishátíðina miklu. — Árið 1932 kvæntist hartn eftirlifandi konu sinni, Halldóru Friðriksdótt- ur frá Efri-Hólum í Núpasveit. Hún var kennari og skólastjóri við barna- og unglingaskólann á Kópa- skeri og þar reistu þau bú og kenndu bæði við skólann um mö g ár. Á Sigurð hlóðust nú brátt opin- ber störf fyrir sveit og hérað. Hann var verkstjóri við sláturhús K.N.Þ. frá 1934—1946. Yfirkjötmatsmað- ur fyrir Norður-og Austurland frá 1947—1954, er hann flyzt til Reykjavíkur til þess að geta fylgt börnum sínum eftir í Skóla. Þá sinnti hann einnig hreppsnefndar störfum og var oddviti Presthóla- hrepps frá 1942—1955 o.m.fl. Eftir að Sigurður kom til Reykja víkur vann hann lengst af hjá SÍS við ýms störf og nú síðast við fjármálaeftirlit hjá ýmsum kaup- félögum landsins. Hann var víðför- ull um landið og hafði staðgóða þekkingu á atvinnu og viðskipta- málum þjóðarinnar. Eftirlifandi kona Sigurðar, Hall- dóra Friðriksdóttir, var afburða góður kennari og var dáð af nem- endum sínum öllum. Hún var Sig- urði einnig hin bezta eiginkona og þau höfðu bæði að markmiði fram tíð sinna barna, en þau eru: Guðrún, gift Sigurði Blöndal skógfræðingi á Hallormsstað, Vil- borg, gift Ólafi Jónssyni bók- menntafræðingi, Björn, kvæntur þýzkri konu að nafni Hannelore og Sigurlaug ógift og stundar nám f frönsku og uppeldisvísindum við háskója í Frakklandi. Okkur frændum og jafnöldrum finnst Sigurður hafa farið of snemma úr tölu lifenda. En „en§- inn má sköpum renna“. Við biðj um þér blessunar og eiginkonu og börnum gæfuríkrar framtíðar. Borgþór Björnsson. 24 ÍSLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.