Íslendingaþættir Tímans - 30.12.1971, Blaðsíða 31

Íslendingaþættir Tímans - 30.12.1971, Blaðsíða 31
steinn útvarpserindi: „Um skólaeft irlit, skipulag og framkvæmd fræðslumála“. Þar kemur fram sem fyrr liin mikla yfirsýn Aðalsteins og raun- sæi. Hann vitnar til orða hins nýja grunnskólafrumvarps, sem hann er yfirleitt hlynntur: Stuðla ber að því að tryggja „öllum nemendum rétt og tækifæri til menntunar og þroska eftir getu hvers og eins“. Aðalsteinn segir: „þetta mega um- fram allt ekki verða innantóm orð, þegar til framkvæmda kemur. Hér er um að ræða réttlætismál og þá meginhugsun, sem standa verður heil að baki lögskipuðu skyldu- námi, ef ekki á verr að fara. Þó má það heldur ekki taika of lang- an tíma að koma þessum jöfnuði á, svo sem bezt hæfir umhverfis- aðstæðum í hinum ýmsu byggðum landsins". Aðalsteini hefir verið mikil lífs- gæfa að eiga frábæra eiginkonu, Bjarnveigu Sigríði, f. 31. jan 1902, dóttur Imgimundar Bjarnasonar og konu hans Valgerðar Bjarnadóttur, Patreksfirði. Hún ólst upp hjá Pétri A. Ólafssyni konsúl og útgerð- armanni á Patreksfirði, dnenglynd- um höfðingja. Börn þeirra eru: Auður, f. 16. maí 1927, gift Ásgeiri Valdimars- syni, verkfr. Rvk. Páll Ingimund- ur, f. 21. marz 1930, fyrrv. skóla- stjóri Reykjanesi, nú kennari Brú- arlandi, kvæntur Guðrúnu Haf- steinsdóttur kennara. Þór Aðal- steinn, f. 27. marz 1932, verkfr. kvæntur Önnu Brynjólfsdóttur, Rvk. Halla, f. 25. nóv. 1935, gift Sveini Þórarinssyni bónda Kols- holti Flóa Árn. Helga María, f. 24. maí 1942, gift Magnúsi Ingólfssyni framkvstj. Samvinnutrygginga, Egilsstöðum. Barnabörnin eru 22. Fagur hópur og mannvænlegur, ein órofa heild í umhyggju og 'kær leika. Kynni okkar Aðalsteins hófust vorið 1934 í Austurbæjarbarna- skóla. Við urðum upp úr því ná- grannar og starfsbræður, þótt fjöll og firðir aðgreindi. Síðasta sumarið, sem Aðalsteinn Sigmundsson lifði, tók hann mig með sér inn í Djúp til nafna síns. Með okkur var líka í Djúpbátnum gömul hvalveiðistöð úr Álftafirði, er verða skyldi heimavistarhús 1 Reykjanesi. Áðalsteinn gekk niður bryggju, er hann hafði sjálfur gera látið, til þess að taka á móti farminum. Mér er í minni mynd Aðalsteins þarna, íturvaxinn, festan og prúðmfennsk an, stálvilji í svip og spori, við- mótshlýjan og glettnin, er hann kippti okkur nafna sínum upp á bryggjuna upp úr bátnum og hval veiðistöðvarmáttarviðunum, ofur- stórum, en við gestirnir ekki stór- ir, en nokkuð þungir þó. Aldrei hefi ég upplifað betri móttökur á ævinni, nema aðrar eins, alltaf þegar ég hefi heimsótt þau Aðalstein og Bjamveigu. Vin- átta Aðalsteinanna brá og ljóma upp um himin þessa fagra kvölds á Reykjanesi við Djúp. Aðalsteinn kom nokkuð oft vest- ur til að endurskoða hjá mér. Byrj að var eldsnemma morguns oig miskunnarlaust unnið fram á nótt Ég fann list í vinnubrögðum Aðal- steins og hröð og örugg vinnubrögð hans voru kraftaverk í talnasljóum augum mínum. Þessir dagar voru enginn dans á rósum fyrir mig. Aðalsteinn gat verið nokkuð harður og óvæginn. Það var betra að hafa hann með sér en móti. „Með sér - Hann lét málefni ráða. Ég þóttist eitt sinn hafa smíðað úr ríkissjóði mikla lyftistöng fyrir skólann á Núpi. Hálfpartinn fannst mér Aðalsteinn brjóta fyrir mér þetta fjáraflasnjall ræði. En hann tók málið til með- ferðar með hliðsjón af hinum slcól- unum og málið var leyst í heild á farsælan hátt fyrir ríkissjóð og skólana. Þröng skrifstofusjónarmið höf- uðborgarinnar voru Aðalsteini fjarri í þessu starfi hans. Ileildar- sjónarmið réðu alltaf og skilning- ur á aðstæðum landsbyggðarinn- ar var honum runninn í merg og bein. Aðalsteinn er mikill vinur vina sinna og vinirnir eru margir. Síra Jakob Kristinsson ræddi eitt sinn um við mig, hve Aðalsteinn leystl hvers manns vandræði. Lítill mað- ur fyrir sér og oft í vandræðum hafði eitt sinn unnið hjá Aðal- steini. Ég spurði hann einhverju sinni: „Hvernig ferðu nú að?“ „Ég tala við hann Aðalstein minn, þeg- ar ég kom suður.“ Þegar Aðalsteinn gerir manni greiða, gerir hann það svo ræki- lega og ljúflega, að fágætt er. Aðalsteinn hafði heyrt á ísafirði að byggingarframkvæmdir á Núpi væru mér erfiðar. Þegar í stað lagði hann á Breiða dalsheiði, fótgangandi í vonzku- veðri undir kvöld. Hrakinn og þreyttur kom hann að Núpi. „Nú hvílir þú þig!“ „Nei, við skulum tafarlaust athuga málavexti“. Það leið ótrúlega stuttur tími. Aðal- steinn stóð upp frá skrifborði mínu eins og afþreyttur. Hann hrópaði sigri: „Þetta er allt í bezta lagi“. Það skyldi byggt heimavistarhús við Núpsskóla. Allir velviljaðir en hik. „Ég kem vestur flugleiðis og styð þig í málinu“. „Það er varla lendandi á Dýrafirði í dag“. „Við sjáum n'i til“. Upp úr hádeginu sást depill úti í sortanum í fjarðarmynninu. Fundur hófst. Öllu kippt í lag. „Flugtak útilokað. Fjörðurinn ein „gæra“. Af stað tafarlaust og suður. Ef til vill önnur slík ferð að morgni. Aðalsteinn hafði veikzt a lvarlega á unglingsaldri. Hann geikk sjaldn ast alheill til skógar. En viljastyrk- urinn og þrekið frábært. Hann minnir mig að nokkru, hvað þetta snertir, á velgjörðamann okkar beggja, Ásmund fyrrum prófessor og biskup Guðmundsson. Hann fór með stúdentum austur að Laugar- vatni um vetur. Hrakningar á Hell- isheiði. Allir heim í háttinn við heimkomuna. En Ásmundur fór vestur í Háskóla og ljós logaði í skrifstofu hans fram á nótt. Hann var að undirbúa sig fyrir næsta dag. Hugsjónabirta var um hina nyrztu köldu strönd í uppvexti Að alsteins þar. Á jólum 1914 sendi síra Sigtryggur frændi hans á Núpi honum jólakort. Móður Aðal- steins dreymdi um, að hann fetaði í fótspor frænda hennar og hans, og Aðalstein undir niðri einnig. Ein síðasta myndin af síra Sig- tryggi: Hann stendur og er að vísa litlum dreng til vegar og átta. „Afi, ertu góður við öll börn“, spurði lítill drengur Aðalstein ný- lega. Ég ætla að svara barninu nú á sjötugsafmæli Aðalsteins Eiríks- sonar: „Afi þinn er vinur vorsins og æskunnar, fagurra tóna, dáða og drengskapar. Hann verður allt- af vormaður íslands, þótt hausti“. ÍSLENDINGAÞÆTTIR 31

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.