Íslendingaþættir Tímans - 30.12.1971, Blaðsíða 5

Íslendingaþættir Tímans - 30.12.1971, Blaðsíða 5
Ásmundur Kristjánsson, bóndi, Lindahlíð Fæddur 10. okt. 1899. Dáinn 28. júní 1971. „Milli mín og dauðans er aðeins eitt fótmál“. Þessi orð komu í huga mér, er ég frétti lát vinar míns Ásmundar í Lindahlíð. Fyrir nokkrum dögum hafði ég hitt hann glaðan og starf- andi sem jafnan fyrr. — Svo kom fi'éttin. Ásmundur hafði hnigið nið ur við starfa sinn. Og innan stund- ar var hann allur. Ég var ekki heima og gat ekki fylgt honum til grafar. En ég vil minnast hans hér með fáum orð'- um um leið og ég þakka kynningu alla og samstarf um langt skeið. Ásmundur fæddist að Mýlaugs- stöðum í Aðaldal 10. október 1899. Foreldrar hans voru hjónin Guð- björg Jónsdóttir frá Vaði í Reyk- dælahreppi og Kristján Jónsson frá Mýlaugsstöðum. Var faðir Kristj- áns Jón blindi, sem kunnur var hér víða fyrir óvenju næmi að þekkja liti hesta og segja til um aldur þeirra. þótt blindur væri. Einnig fyrir sérstakan hæfileika að segja frá. Var Blindi-Jón aufúsu- gestur á mörgum heimilum fyrir fróðleik sinn og snilli í frásögn. Minntist Ásmundur oft afa síns góðan dxæng, verða gimsteinar, er alltaf glitra jafnskært í hugum þeirra. Þegar leiðir skilja nú, — um sinn, — finn ég það betur en áð- ur, live mikið ég hef að þakka hin- um látna mági mínum. Fram í hug- ann koma minningar um margar samverustundir, allt frá unglings- érurn okkar. Yfir þeim öllum er skuggalaus heiðríikja, er mun varpa birtu á leið mína til hinzta dags. Kæri vinur. Ég bið þér blessun- ar Guðs. Guðrn. Guðmundsson. af þakklæti. Svo gerðu ýmsir eldri menn, er ég kynntist hér í sveit fyr ir meir en tveimur áratugum. Kristján á Mýlaugsstöðum var líka sérkennilegur persónuleiki er gleymist vart þeim er kynntust honum. Háreistur, tinandi og lá hátt rórnur. Setti skoðanir sínar fram skýrt og skorinort og kom gjarna víða við í málflutningi sín- um. Guðbjörg rnóðir Ásmundur var aftur á móti kona hæglát, ljúf í fasi og viðmóti öllu. Þau Mýlaugsstaðahjón voru öldruð orðin er ég kynntist þeim, en gaman þótti mér að sitja hjá þeim og spjalla við þau. Hjá þeim ólst Ásmundur upp ásamt-systkinum sínum. Mýlaugsstaðir eru ekki nein sér- stök kostajörð. En löngum hefur verið búið þar snotru búi. En þeg- ar vélamenning hófst liér varð erf- iðara um vik á Mýlaugsstöðum. Bærinn stendur í brekku, og vtföa er torvelt og jafnvel hættulegt að korna vélurn við. En þeir Mýlaugs- staðabræður, Ásmundur og Jón létu ekki slíkt aftra sér. Þeir bættu jörðina að ræktun og byggingum. Ásmundur kvæntist 12. júlí 1923 heimasætunni af næsta bæ Helgu Ilernitsdóttur frá Sýrnesi. Þau hófu búskap á Mýlaugsstöð- um, bjuggu þar í sambýli við föð- ur Ásmundar og síðar Jón bróður hans. Jarðnæði var þröngt og húsa- kynnin lágreist. En með .xnikilli iðni og ástundun og þeirri seigíu, sem löngum hefur einkennt ís- lenzka bændur, reistu þau árið 1936 nýbýli i landi Mýlaugsstaða, er þau nefndu Lindahlíð. Það var vissulega mikið átak á þeim árum að ráðast í slíkt. Þá voru minni styrkir og lán en síðar urðu. — En þau hjónin, Ásmund- ur og Helga, voru samtaka þá eins og ætíð síðar í lífinu. Og sameig- inlega lyftu þau því Grettistaki, og von bráðar gátu þau litið til baka í fögnuði yfir unnum sigri. Túnið var stærra en áður. hús risin fyr- ir menn og skennur og skulda- bagginn orðinn léttbær. Þau nutu þess að starfa og gei'ðu allt vel. Snyrtimennskan einkenndi allt utanhúss og innan hjá Ás- mundi og Helgu. En einnig hagsýni í daglegum störfum og hófsemi um kröfur til daglegs lífs og þarfa. Þau hjón eignuðust tvö böi’n, Kristján Blæ, sem nú er bóndi í Lindahlíð og Þóru Kai’itas, sem er gift og búsett í Reykjavík. Börnin uxu upp og fiölskyldan öll var samhent. Þau byggðu upp heimilið af ástúð og skilningi fyr- ir þörfum hvers annars. í Lindahlíð var ætíð gott að 'koma. Þar varð gestum hlýtt í geði. — Margur átti þar leið um hlað og staldraði við, einkum hér áður fyrr, er aðallega var farið fótgang- ÍSLHNDINOAÞÆTTIR 5

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.