Íslendingaþættir Tímans - 30.12.1971, Blaðsíða 26

Íslendingaþættir Tímans - 30.12.1971, Blaðsíða 26
KRISTJÁNSDÓTTIR FRÁ BORGARHOLTI ÞÓRA Fædd 27. febrúar Í900. Dáin 30. september 1971. Ég minnist frá æsku minni, þeg- ar sæmdarhjónin Vigdís Siguröar- dóttir og Kristján Magnússon voru nokkur ár á Stórahrauni ásamt dóttur sinni Þóru. Ki-istján og móð ir mín voru systkinabörn. Ég minn ist frá þessum tíma, þessarar prúðu fallegu frænku okkar syst- kina, er við lékum okkur við. Þá var barnslundin létt og glöð, farið í ýmsa leiki, sem nú eru horfnir æskunni, en svo syrti yfir okkur, því nú fluttust foreldrar hennar til Borgarness, ásamt henni. Það var mikill söknuður fyrir okkur. Við skruppum stundum í Borgar- nes og þá var sjálfsagt að gista, er svo bar undir, hjá Viggu og Stjána frænda, þetta voru gælu- nöfn á þeim hjónum hjá okkur krökkunum. Þá var nú spjallað oig hlegið, og Þóra fræddi okkur um elliheimili, en þeir feðgar sóttu lengi sjóinn saman á meðan kost ur var. Eftir að Gísli var orðinn einn á sjónum, þá hafði hann eitt sinn orð á því við mig, að nú gæfist næði nóg til nýrra hugdettna. „Hugsanir þurfa þögn til að gróa“, stendur einhvers staðar. Á hugann leita nokkur heilræði spakvitrings, er sagði: „í sjálfs sín brjósti verður hver maður og hver kona að gróður- setja heilsujurtir, sem bezt græða hugarmein og sár. Slík blómrækt er fólgin í glæðingu á starfandi áhuga, sem festir á sér hugann, seiðir hann að sér allan og óskipt an, svo að annað kemst ekki að. Þá gleymist allt annað en viðfangs efnið sjálft, bæði harmar og mót læti, áhyggjur og kvíði“. í brjósti Gísla greru vissulega þær heilsujurtir, sem glæddu hjá honum starfandi áhuga, er benti til hafs, — á veiðar. Sá áhugi var milclll og entist ævilangt. Þeir feðgar, Gísli og Tryggvi, urðu nær samferða yfir landamær in miklu. Með fárra daga millibili kvöddu þeir þennan heim. Þann 4. júní 1971, síðla dags, voru þeir báðir lagðir í sömu gröf í Hríseyjahkinkjugarði. Það var mildur dagur, sólfar til kvölds. Hlýr blær strauk vanga ættingja og vina, sem fylgdu þeim síðustu skrefin, — en „Kópur“ hvíldi í nausti í kveðjuskyni. Gísli dó á hvítasunnunni. Það er eflaust gott að deyja inn á lend ur hinnar eilífu hvítu sólar. Hann fór oft til veiða síðla næt ur eða árla morguns og sá því oft sólarupprás daganna, ljósblik morgunsins. Það Ieiftur hreif Gísla. Ég vona, að enn dásamlegra ljósblik hafi birzt honum, er hann lauk upp augum í nýrri veröld. Friður guðs umvefji þá báða á ókunnum ódáinslöndum. Einar M. Þorvaldsson, frá Hrísey. ýmislegt, því nú var hún orðin kaupstaðarstúlka, svo við litum upp til hennar, og þegar við fórum fylgdi hún okkur upp í Skalla- grímsdal og síðan kom kveðju- stundin, loforð um að skrifa fljótt. En svo eftir sex ár flytja þau hjón in vestur að Glaumbæ í Staðar- sveit, þar sem foreldrar Kristjáns höfðu búið í mörg ár, en voru dá- in. Þetta þótti nú ekki álitlegt vegna dóttur þeirra Þóru, er gekk framúrskarandi vel í skólanum, og hefði þvi vérið móttækileg fyrir áframhaldandi menntun, en þ að má nú segja með þessa ákvörðun frænda míns, að römm er sú taug er rekka dregur föður. túna til. Ég fylgdist með uppvexti frænku minnar. Hún þroskaðist bæði til líkama og sálar, hún var elskuleg stúlka, sem öllum þótti vænt um, reglusemi hennar á öllum sviðum var til eftirbreytni. Hún menntað- ist af lífinu sjálfu, enda fátækt það mikil víðast hvar, að erfitt var að láta börn ganga svokallaðan menntaveg, en hún var alltaf hin leitandi manneskja, og valdi hið góða hlutskipti. Á hana hafa ekki sótt slæmr hugsanir það gerði hið lifandi truarlíf hennar. Hún vildi öllum vél bæði mönnum og mál- leysingjum. Síðan giftist Þóra ágætis dugn- aðarmanni, Þórði Þórðarsyni, sem var sonur bóndans í Borgarholti í Miklaholtshreppi. Þau Borgarholts hjón, Þórður og Sesselja kona hans voru annáluð fyrir dugnað, áttu 16 börn og komu þessum stóra barna: hópi upp er öll urðu ágætisþjóðfé- lagsþegnar, enda sagði faðir minn um þessi hjón, að hann héldi að þau hafi aldrei haft tíma til að syndga, vegna umhyggju gagnvart börnum sínum. Þóra og maður hennar, Þórður bjuggu mörg ár í Borgarholti og þar fór saraan búhyggni og rausn og allir, sem þar voru hjá þeim 26 ÍSLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.