Íslendingaþættir Tímans - 30.12.1971, Blaðsíða 2

Íslendingaþættir Tímans - 30.12.1971, Blaðsíða 2
t Enginn dagur lícSur svo, að mað- ur heyri ekki dánarklukku gjalla. Að vísu misjafnlega nálægt' og með mismunandi blæbrigðum. Nú hefur sá ómur borizt að eyra mér, sem bæði er nálægur, saknaðar- fullur og friðandi í senn. Slík voru hughrifin, þegar mér var tjáð lát vinar míns og jafnaldra Magnúsar Böðvarssonar hreppstjóra á Laug- arvatni. Hann lézt á sjúkrahúsinu á Selfossi þann 12. nóv. s.l. eftir langa og þunga sjúkrahúslegu, á sjötugasta aldursári. Magnús var af góðu bergi brot- inn, einkasonur hinna landskunnu hjóna Böðvars Magnússonar og Ing- unnar Eyjólfsdóttur á Laugar- vatni. Hann ólst þar upp ásamt 11 systrum sínum á hinu unaðs- lega heimili, sem rómað var ívrir glaðværð og góðvild til manna og málleysingja. Mörgum civeng í Magnúsar sporum, — einkasyni í hópi 11 systra — myndi iiafa orð- ið nokkur freisting ao líta á sjálf- an sig borinn ti! einhv:rra forrétt- inda við slíkar aðstæður en eðlis- kostir hans og uppeldisáhrií mót- uðu hann á allt annan hátt og öll- um systrum hans b?r saman um, að elskulofTri oe hiálnfúsari bróð- ur gætu þær ekki hugsað sér að nokknr s''stir eæti átt. Magnús var snemma mjög bráð- gjör og þroskavænlegur. Strax á æskusikeiði óvenjulega starfsfús og kappsfullur. Hin sífellda önn var því æskuleikur hans og íþrótt, enda varð hann brátt verkmaður meiri og betri en almennt gerist. Um tvítupsaldur fór hann til náms á bændaskólann á Hvanneyri v;nd- ir handleiðslu Halldórs Vilhjálms- sonar skólastjóra, sem Magnús virti og dáði framar öðrum mönn- r. Næstu árin eftir búfræðinám- vann hann á búi foreldra sinna sem verkstjórnarmaður við öll dag lag störf, og fórst það svo vel úr hendi, að orð var á gert og þótti öllum einsýnt að hann tæki við óð- ali feðra sinna. En atvikin höguðu því á annan veg. Eins og kunnugt er var hér- aðsskólinn reistur á Laugarvatni og fébk til eignar og afnota jörð og bú. Var hlutverki Magnúsar því lokið þar. Árið 1929 kvæntist Magn ús eftirlifandi konu sinni, Aðal- björgu Haraldsdóttur frá Einars- stöðum í Reykjadal í Þingeyjar- sýslu, gáfaðri og góðri konu, sem var honum samboðin og samhent í einu og öllu. Hófu þau hjón bú- skap í Miðdal og bjuggu þar rausn arbúi við miklar vinsældir í þrjá áratugi. Ekki skorti verkefnin, þeg ar að Miðdal var komið. Jörðin var allstór en mjög erfið, túnið lítið og þýft og engjar mjög fjarlægar og torsóttar. Fljótt var hafizt handa um al- hliða umbætur. Stóraukin ræktun og nýjar byggingar bættust við á hverju ári, rafstöð byggð og vegir lagðir. Þótti Magnús vart einham- ur við uppbyggingu jarðarinnar. Magnús var mikill verkstjóri og alveg einstakiega skemmtilegur starfsfélagi. í návist hans hurfu allir erfiðleikar fyrir starfsgleði hans og starfsleikni. Hann var gæddur miklu skopskyni og var tiltakanlega laginn að lífga upp umhverfi sitt með græskulausri glettni. sem engan meiddi né særði, en feykti burt áhyggjum og þreytu eftir langan og strangan vinnudag. Hvar sem Magnús var að starfi með öðrum mönnum, sem eitthvað amaði að, eða áttu óleyst vanda- mál var hann óðar orðinn trúnað- arvinur og ráðgjafi þeirra. Má segja um Magnús eins og Jón frá Liárskógum sagði um Bjarna Jens- son í Ásgarði í fögru minningar- lióði: „Enginn var skjótari á ör- lagastund að aðstoða vin sinn í raunum“. Þau Miðdalshjón eignuðust tvö börn, Böðvar gjaldkera í Búnaðar- bankanum í Reykjavík og Ásrúnu, húsfreyju á Selfossi. Bæði eru þau hinum beztu kostum búin eins og þau eiga kyn til. Eins og getið er um hér áður brugðu þau Magnús og Aðalbjörg búi árið 1959. Reistu þau glæsilegt íbúðarhús á Laugarvatni og hafa búið þar síðan. Enda þótt Magnús hefði með höndum ýmis félags- málastörf meðan hann bjó í Mið- dal, þá hlóðust á hann eftir að hann kom að Laugarvatni, flest þau félagsstörf, sem til falla í einu svéitarfélagi. Auk hreppstjóra- starfsins var hann oddviti og sýslu- nefndarmaður. Einnig veitti hann sjúkrasamlagi hreppsins forstöðu um áratugi. Hafði hann því mörgu að sinna, þó hættur væri búskap. öll þessi störf leysti hann af hendi af mikilli árvekni og trúnaði. Hann var hygginn fjármálamaður fyrir sveit sína, traustur og reglusamur. Hvers konar viðskipti og samninga tókst honum að leysa á hinn far- sælasta hátt. Það kom í hans hlut, meðan hann var oddviti, að koma áfram byggingu barnaskóla og félags- heimilis, sem ættu a ðnægja þörf- um sveitarinnar um nokkra fram- tíð. Öll sú framkvæmd var til fyrir- myndar um alla hagsýni og nota- gildi. Það er mikið og margþætt starf, sem liggur eftir Magnús Böð- varsson. Lengi munu handaverk hans í Miðdal bera vitni um dug hans og dáð, og hygg ég, að óhætt sé að fullyrða, að umbótastörfin hans í Miðdal hafi verið honum kærari og veitt honum meiri full- nægju en öll önnur viðfangsefni á lífsleiðinni. í langri og erfiðri sjúkdómsraun annaðist kona Magnúsar hann af frábæru þreki, til hinztu stundar. Henni og börnunum eru hér færð- ar innilegar samúðarkveðjur. Páll Diðriksson. t Föstudaginn 12. nóvember 8.1. andaðist eftir langa og erfiða sjúk- dómslegu, Magnús Böðvarsson, hreppstjóri, LaugarvatnL Hann fæddist í Útey í Laugardal 18. júní 1902, sonur þeirra landskunnu hjóna Böðvars Magnússonar, hreppstjóra og konu hans Ingunn- ar Eyjólfsdóttur. Árið 1907 flutt- ist hann með foreldrum sinum að Laugarvatni og ólst þar upp á stóru og myndarlegu heimili —■ sonurinn, næstelztur 13 systkina. Böðvar og Ingunn menntuðu böm sín eins og kostur var, höfðu góða heimiliskennara og eftir því sem börnin stækkuðu voru ÞaU send í skóla. Magnús fór að Hvann- eyri og varð búfræðingur þaðan. Á Böðvar, föður Magnúsar, hlóð ust möng félaigsmálastörf og var hann því oft að heiman um lengri tíma. Magnús varð því snemma að liafá verkstjórn á þessu stóra heim ili. Hann vann að byggingu Héraðs skólans, kenndi nemendum stein- steypugerð fyrstu ár skólans, auk þess sem hann stjórnaði margs feonar verkum og framkvæmdum. Ég átti þvi láni að fagna að starfa með Magnúsi á þessum órum og ÍSLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.