Íslendingaþættir Tímans - 30.12.1971, Blaðsíða 3

Íslendingaþættir Tímans - 30.12.1971, Blaðsíða 3
minnist þess elcki a3 hafa unnitJ með manni, sem var jafn kappsam ur og verMaginn sem hann. Vann hann oft lamgan vinnudag og hlífði sér hvergi við erfiðustu verMn. Þegar Héraðsskólinn tók til starfa haustið 1928 réðst þangað sem ráðskona Aðalbjörg Haralds- dóttir frá Einarsstöðum í Reykja- dal, gáfuð kona og myndarleg. Þau felldu hugi saman og giftu sig 9. desember 1929. Ári síðar keyptu þau jörðina og Mrkjustaðinn Mið- dal í Laugardal og byrjuðu þar bú- skap. Þau hófu strax umfangsmikl ar framkvæmdir á jörðinni. Byggð var rafstöð til ljósa og hitunar, sem enn er í gangi. Þau endur- byggðu öll hús jarðarinnar og tún- ið margfaldaðist að stærð og gæð- um. Fór orð af myndarskap þeirra og gestrisni, voru t.d. kirkjugestir jafnan velkomnir til stofu eftir messu og þá bornar fram rausnar- legar veitingar. Á miðjum aldri fór Magnús að fá þrautir í bakið, sem leiddu að lokum til þess, að hann varð að hætta búskap. Vorið 1959 fluttu þau hjónin að Laugarvatni. Þar byggðu þau sér snoturt íbúðarhús og bjuggu síðustu 12 árin. Eftir að Magnús fluttist að Laug- arvatni, sá hann um ýmsar fram- kvæmdir á vegum hreppsins, svo sem byggingu barnaskóla, sem er mjög vandaður að öllum frágangi og húsmunum, en þó mun ódýrari en sambærilegar byggingar á þeim tíma og mátti þakka verkstjórnar- hæfileikum Magnúsar, að svo vel tókst til. Magnúsi voru snemma falin mörg félags- og trúnaðarstörf og skulu hér nokkur nefnd. Hann var for- maður Ungmennafélags Laugdæla frá 1919—‘29. Deildarfulltrúi Laug dæla í Kaupfélagi Árnesinga og Búnaðarsambandi Suðurlands frá 1938. í sóknarnefnd frá 1940. Stefnuvottur frá 1940. Gjaldkeri sjúkrasamlags Laugardals frá 1942. Formaður Búnaðarfélags Laugdæla frá 1942—‘59. í stjórn Ræktunársambandsins Ketilbjarn ar frá 1947—‘59. í hreppsnefnd frá 1954 og oddviti frá 1966—‘70. Hreppstjóri frá 1961. Sýslunefnd- maður frá 1966—‘70 og í skóla- nefnd Héraðsskólans á sama tíma. Að öllum þessum störfum, sem öðrum vann Magnús af stakri trú- mennsku, var hann í senn tillögu- góður og réttsýnn og vildi leysa hvers manns vanda. Magnús Böðvarsson var myndar- legur maður, glaðlyndur í viðmóti og gamanyrtur. Ilann var gæfu- maður, eignaðist mikilhæfa konu, sem var hans tryggi förunautur. Þau eignuðust tvö efnileg börn: Böðvar bankagjaldkera í Reykja- vík, kvæntan Sigrúnu Guðmunds- dóttur myndhöggvara og Ásrúnu, gifta Skúla Guðjónssyni, bifreiðar- stjóra á Selfossi. Frá heimili Magnúsar og Aðal- bjargar á margur góðs að minnast. Leiðir okkar Magnúsar lágu oft saman í þau 40 ár, sem ég bjó á Laugarvatni og tókst fljótlega með okkur góður kunningsskapur, sem varð að einlægri vináttu, sem ég vil þakka með þessum fátæklegu línum. Frú Aðalbjörgu, börnum þeirra hjóna og öðrum vandamönnum, sendum við hjónin innilegar sam- úðarkveðjur. Þórarínn Stefánsson. t Er vinur kveður vakna minningar, sem væru geymdar djúpt í huga manns, og bregða ljósi á veg, sem genginn var, og verða að mynd af ævistarfi hans. Við finnum það að verðug er hans vist að vígjast nú í skaut síns föðurlands. Við fundumst svo ungir að árum í æskunnar paradís. Við útsýn til margra átta óskin í brjósti rís. Löngum er flest svo auðvelt og allt eins og hugurinn kýs. Við sáumst svo margoft síðan og saman hugina bar. Við bundumst vináttuböndum tveir þændur, sem ætlað var. . Nú á ég þann auð í sjóði þær ágætu minningar. Við urðum búendur báðir. Hver bóndi á sínum reit. Þú áttir þér yndislegt heima í þinni fögru sveit. Ég vissi þig glaðastan vera með vinum í hamingjuleit. Dagsverk dugnaðarmannsins i draumi fyrst eru þreytt óræktarlandi í iðavelli atorkan getur breytt. Erfiði vrkjunarhandar í yndisjtundum er greitt Nú kveðja þeir fuglar sem kváðu en komu til okkar í vor. Beztu landar sem löngum áður leysa festar við Skor. Um landið handan við landið okkar nú liggja þín ógengnu spor. 1 Ég finn það að ferðalokum, er för þín er heiman gjörð, að gefur þér guð fyrir handan gæðing og sauðahjörð, og bólstað við á, undir brekku, þar sem bjarkirnar halda vörð. Það er nú mitt að þakka að þekkja svo ágætan mann. Brjóstið var heitt og brosið bjartara hvergi fann. Ég átti mér ágæta vini en engan svo góðan sem hann. Það vaxa blómstur á vegi þeirra sem vandamál gátu leyst. Þeir hafa í ferð sinni og fordæmi sínu framtíðar merkið reist. Ég inni nú þökk mína ágætum vini sem alltaf gátum við treyst. Þorsteinn Guðmundsson, Skálpastöðum. I Hirin 12. nóv. síðast liðinn lézt Magnús Böðvarsson hreppstjóri á Laugarvatni. Hann fæddist að Út- ey í Laugardal 18. júní 1902, son- ur hinna merku hjóna Ingunnar Eyjólfsdóttur og Böðvars Magnús- sonar, síðar hreppstjóra og bónda á Laugarvatni, og var hann einka- sonur þeirra hjóna. Barn að aldri fluttist hann með foreldrum sínum sð Laugarvatni, þar sem hann ólst upp á hinu mikla manndóms- og menningarheimili, ásamt sínum ellefu systrum. Enginn, sem kynntist Magnúsi á hap'" æskuárum, gekk þess dulinn, að i honum bjó ósvikinn efnivið- ur, er æskuheimilið mótaði síðan og felldi við, og af þeim stofni óx sá manndómur og drengskapur, er ÍSLENDINGAÞÆTTIR 3

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.