Íslendingaþættir Tímans - 30.12.1971, Blaðsíða 16

Íslendingaþættir Tímans - 30.12.1971, Blaðsíða 16
MINNING Fjögurra Mjófiröinga minnzt Þórunn Einarsdóttir Svendsen Hún fæddist á Hofi í Mjóafirði 6 október 1894. Jóhanna, móðir hennar, var Sigurðardóttir Stefáns sonar á Hánefsstöðum og Sigríðar Vdhjálmsdóttur frá Brekku í Mjóa firði. Árni, faðir Einars, var bróð- ir Sigríðar, en móðir hans, Þórunn dí'tir Einars Halldórssonar í Firði. Þórunn ólstu pp á Hofi þar sem foreldra hennar bjuggu allan sinn búskap — og eignuðust sex- tán börn. Árið 1920 giftist hún Engelhart Holst Svendsen. Hann var norskur að ætt og uppruna. Ungur fluttist hann til íslands með föður sínum, Carli Svendsen, véla- meistara á hvaiveiðistöðvum Ellef- sens, en gerðist síðar íslenzkur rik isborgari og dvaldist hér á landi til æviloka. Þau Þórunn settust að á Norð- firði þar sem Engelhart rak um skeið eigið vélaverkstæði ásamt bsóður sínum, Karli. Seinna réðist hann vélstjóri við Fóðurmjölsverk smiðju Norðfjarðar og hann var um skeið stöðvarstjóri við rafveitu bæjarins. Árið 1937 fluttust þau hjónin vestur til Hesteyrar þar sem Engelhart var vélameistari við sildarverksmiðju hf. Kveldúlfs, þar til verksmiðjurekstri var hætt 1943. Þegar hér er komið sögu ákveða þau að hverfa aftur heim til Mjóa- fjarðar og reisa nú bú á Hofi, þar sem verið hafði æskuheimili Þór- unnar. Engelhart hafði lifandi áhuga á búskapnum en sagði þó ekki stkilið við vélarnar, vann-sam hliða að vélaviðgerðum og skyld- um störfum alla tíð. Hann andað- ist 7. október 1949. Tvö eru böm þeirra Þórunnar og Engelharst, þau er upp kom- ust: Jóhanna, gift Birni Jónssyni múrarameistara og Engelhart, vél- stjóri, kvæntur Jónínu Valdimars- dóttur. Og fósturdóttir þeirra, Sig- rún, ólst upp með þeim frá fæð- ingu. Þetta fólk er nú búsett í Kópavogi. Þórunn bjó enn á Hofi nokkur ár eftir fráfall manns síns ásamt Árna bróður sínum, sem þar hafði starfað óslitið frá bernsku. En 1953 brá hún búi og fluttist suð- ur til dóttur sinnar og tengdason- ar. Síðustu árin átti hún við van- heilsu að stríða, en kjarkurinn virt ist óbilandi. Og þótt hún öðru hvoru þyrfti á sjúkravist að halda, dvaldist hún lengst af heima, þar til síðustu tvo mánuðina. Styrkur hennar þá vakti aðdáun mína. Á meðan hún enn var málhress spurði hún margs af heimaslóðum, því að átthagatryggð hennar var fjarskalega sterk og einlæg. Og síðast þegar ég sá hana bað hún fyrir góðar kveðjur heim, austur. Þá var skammt til umskipta. Það fann hún áreiðanlega en kveið engu. Þórunn lézt á Landspítalanum 31. janúar 1970, en var jarðsett eystra. Flest þau sumur, sem hún dvaldist syðra, fór hún kynnisferð ir heim í átthagana. Síðasta ferð- in var svo farin um miðvetur. Á blækyrrum degi var flogið austui1 yfir jökla, ekið um Fjarðarheiði á hjarni og siglt fyrir Dalatanga er líða tók að miðnætti. Útförin fór fram í sama, en Þórunn var lögð til hinztu hvíldár við hlið manns síns í Mjóafjarðarkihkjugarði. Þórunn var í hópi hinna sterku einstaklinga, sem upp fóstruðust á íslenzkum alþýðuheimilum og bognuðu trauðla þótt brystu að lokum í „bylnum stóra“. en þótt Þórunn væri svo dugmikil sem raun bar vitni, þá var hún glað- sinna og bjó jafnframt yfir mikilli hlýju. Hin íslenzka gestrisni var henni í blóð borin. En mest yndi held ég þó, að hún hafi haft gt því, þegar börn og unglingar komu í hópum til að gleðjast á afmæl- um barna hennar eða af öðrum ástæðum. Þetta kemur glögglega fram í elskulegri minningargrein Ingibjargar Jónsdóttur í Morgun- blaðinu daginn eftir útför hennar. Oft hef ég heyrt frænda minn einn roskinn segja frá viðtökunum, þeg ar hann var sendur á bæi, ungur sveinn, og Tóta á Ifofi gerði för hans góða. Og sjálfur á ég sviplík- ar minningar ófáar frá okkar sam- skiptum á vel hálfrar aldar skeiði. Þórujjn og maður hennar, Eng- elhart, voru á ungum aldri einkar gjörvuleg og yfir þeim báðum var reisn og myndarskapur til ævi- Ioka. Ætla óg þau gleymist trauðla þeim er þelkktu. Og við vorum orö- in nokkuð mörg, sem áttum þeim gott upp að unna. Vilhjálmur Hjálmarsson. $4 ÍSLENDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.