Íslendingaþættir Tímans - 30.12.1971, Blaðsíða 28

Íslendingaþættir Tímans - 30.12.1971, Blaðsíða 28
etund, meira en hálfa öld, en bú- sýslu hættu þau a'ð mestu fyrir all- mörgum árum, og tók þá Harald- ur sonur þeirra og tengdadóttir við jörð og búi Það fór eigi fram hjá neinum, að bóndinn á Mói var maður starfhæf ur í bezta lagi. Varð og reyndin sú, að honum voru falin flest þau trúnaðarstörf fyrir sveit og sýslu, er á einn mann verður hlaðið — og gegndi flestum til hárrar elli, undan því fékk hann eigi vikizt. Hann sat í hreppsnefnd Iíaganes- hrepps nál. 50 ár og var lengstum oddviti. Hreppstjóri 1924—1970, sýslunefndarmaður jafn lengi og varaoddviti sýslunefndar frá og með 1939. Póstafgreiðslumaður í Haganesvík fjölda ára. Formaður fjárskiptanefndar Skagaf. og Ey- firðinga 1949—1952. Sat í fasteigna matsnefnd um hríð. Varaþingmað- ur Framsóknarfl. (varam. Steingr. Steinþórss.) í Skagafjarðarkjör- dæmi 1946—1956. Hann var einn af stofnendum Samvinnufél. Fljóta- manna 1919, framkvæmdastjóri fé lagsins á annan áratug og formað- ur félagsstjórnar yfir 30 ár. Eigi skal fleira talið þeirra ábyrgðarstarfa og trúnaðar, er Her mann á Mói hefur gegnt, og er þó hvergi nærri fulltalið. En þetta nægir til að sýna hvílíks trausts maðurinn hefur notið — og í engu brugðizt. Hermann er um fiesta hluti vel gerður. Hann er greind- ur og góðviljaður, óvenju skýr í hugsun, glöggur og athugull og kryfu rhvert mál til mergjar. Og enn er hann andlega heill, áttræð- ur öldungur, og hefur í éngu slak- að á. Mundi honum og eigi verða skotaskuld úr að gegna ábyrgðar- störfum enn sem fyrr, ef eigi bag- aði sjónleysi. En fyrir fáum árum dró ský fyrir sólu. sýn tók að dapr ast og þvarr að lokum með öllu. Blindur sat hann hina síðustu sýslu fundi — síðast 1970 — og gegndi þar fullum störfum með liinni sömu prýði og áður um áratugi. Er Hermann fyrst var kjörinn í sýslunefnd, voru þar fyrir bokkar miklir á gamla vísu, einráðir sumir nokkuð svo og þoldu miðlungi vel alla andstöðu. Hermann hins veg- ar framsækinn og ódeigur, kapp- drægur, og þó með fullri gát. Mun hinum öldnu görpum hafa verið það allfjarri skapi, að láta þenna unga mann vaða uppi óbeizlaðan, og því hugsað sér að hafa á hon- um hemil og jafnvel knýja hann til nokkurrar undirgefni. En Her- mann hirti eigi um slíkt né lét á sér festa. Ilann fór sínu fram, vægði í engu og hvikaði eigi hárs- breidd frá þeirri stefnu, sem hann taldi horfa fram og horfa rétt, enda sjálfstæður í skoðunum, ein- arður og rökvís, þungur á bárunni og hefur löngum haft í fullu tré við hvern, sem var. Leið og eigi á löngu áður hann hlyti óskðrað traust og virðingu samnefndar- manna sinna allra og einnig þeirra er ýfðust við honum í öndverðu. Og nú stendur Hermann á átt- ræðu. Minningarnar líða hjá, ein eftir aðra, líkt og myndir á tjaldi. Þakklæti er mér efst í huga. — þakklæti fyrir að hafa fengið tæki- færi til að kynnast og starfa með þessum drengilega manni, þaklk- læti fyrir þann ómælda hlut sem fcjtnn, í hálfa öld, hefur átt að hverju góðu máli í þessu héraði, Ég tel sjálfum mér það til sæmd- arauka, að hafa kunnað að meta Hermann á Mói. Ég leit upp til hans þegar er ég sá hann fyrst, ungan mann, óvenju fríðan og glæsilegan, þar sem hann stóð við skrifpúltið í gömlu „Gránu“. Ég hef alltaf litið upp til hans síðan og æ því meir, sem ég kynntist hon- um betur, hæfiieikum hans og mannkostum. Og enn lít ég upp til hans, áttræðs manns, blinds manns ■— og þó sjáandi flestum betur. Hermann á Mói er fæddur und- ir heillastjörnu. Og enda þótt því ' fari alls fjarri, að lífið liafi alltaf leikið við hann, þá held ég að óhætt sé að segja, að heillastjarna hafi fylgt honum alla ævi. Hann er fæddur hugsjónamaður, einlægur og óeigingjarn umbótamaður, frjálslyndur og víðsýnn félags- hyggju- og samvinnumaður, heið- lyndur og hávaðalaus. Hann hefur verið meiri áhrifamaður í héraði og komið víðar við en menn al- mennt gera sér ljóst. Og það ætla óg að á muni sannast, að ávallt hafi hann beitt áhrifum sínum á þann veg, er betur gegndi. Og enda þótt hugsjónir Hermanns í fé- lagsmálum ýmsum og menningar- niálum hefi eigi allar náð að ræt- ast enn sem komið er, þá verður hann þó að teljast hamingjumað- ur í opinberu lífi. I einkalífi sínu hefur honum eigi verið minni auðna lén. Ungur eignaðist hann góða konu og síðan heilan hóp af myndarlegum og mannvænlegum börnum, þrjár dætur og sex sonu, sem öll bera uppruna sínum órækt vitni. Og svo það sem er öllu betra: Hermann á Mói er svo heilsteypt- ur drengskaparmaður, að þar hef- ur aldrei vottað fyrir hinum minnsta þverbresti. Allt er þetta öfgalaust mál en eigi marklaust afmælishjal. Það vita þeir gerst, er bezt þekkja til. Því er ekki ofmælt, það sem áður var sagt, að Hermann sé fæddur undir heillastjörnu. Sú hamingju- stjarna hefur lýst honum langan veg. Megi hún lýsa honum þenna spöl, sem eftir er, lýsa í gegnum myrkrið, unz dagur er uppi. Gísli Magnússon. 23 ÍSLHNDINGAÞÆTTIR

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.