Íslendingaþættir Tímans - 30.12.1971, Blaðsíða 29

Íslendingaþættir Tímans - 30.12.1971, Blaðsíða 29
ÁTTRÆÐUR: Snæbjörn Thoroddsen Snæbjörn Thoroddsen í Kvíg- indisdal í Rauðasandshreppi í Vest ur-Barðastrandasýslu varð áttræð ux 17, nóv. s.l. Sveitungar hans héldu honum samsæti og færðu honum gjafir, lofræður voru flutt- ar og lofgreinar birtar í blöðum. Hver og einn framámaður í sveit eða þorpi hér á landi, sem koinið hefur ár sinni sæmilega fyrir borð og náð hinum efri tugatröppum mannlegrar ævi, fær slíka af- greiðslu. Þessi afgreiðsla er orðin slík tízka, að hún nær orðið niður í raðir meðalskussa. Það liggur við að maður sé farinn að sneyða hjá að lesa afmælislofgreinar, þó 'um Ikunnuga menn sé að ræða, því þær eru undantekningarlítið í stíl hefðbundinna útfaralesninga prest anna. Nú langar mig til að bera í bakkafullan lækinn og segja nokk- ur orð um þann áttræða öldung, Snæbjörn í Kvígindisdal. Ég er ekki Barðstrendingur (úr Barðastrandasýslu) og ég hef ekki verið framámaður í félags- málum eða öðrum menningarmál- um, og hef því ekki átt skipti við Snæbjörn á þeim sviðum. Á átt- unda ævitug Snæbjarnar var ég fjóra vetur barnakennari í sveit hans, og á þeim tíma kom ég nokkrum sinnum heim til hans og spjallaði við hann. Nokkur deili voru sveitungarnir búnir að segja mér á þessum fram ámanni sínum, áður en ég hitti hann fyrst. Hann var búinn að vera þeirra fjármálaráðherra, odd- viti og sparisjóðshaldari um tugi ára, og fáum málum, fjármálum, í Kvígindisdal eða ekki fjármálum, hafði svo ver- ið til lykta ráðið á síðastliðnum áratugum, að Snæbjörn hefði ekki haft þar hönd í bagga. Það leyndi sér varla, að ekki höfðu allir ver- ið jafn ánægðir með þennan valda mikla mann. Það var auðfundið, að sumum hafði þóttíhann ráðríkur um of. og íhiutunarsamur. En öll- um bar saman um að hann hefði verið slyngúr ráðstöfunarmaður um fjármál sveitarinnar útávið. Og oddvita höfðu þeir kosið hann aft- ur og aftur með miklum meiri- hluta atkvæða, og til fleiri trúnað- arstarfa. Það leyndi sér ekki af frásögnum heimamanna, að þarna var enginn hversdagsmaður. Mér var nokkur forvitni á, að hitta þennan maHn. Ég er úr því héraði kominn, Ðalasýslu, þar sem höfðingjar hafa búið. Torfi í Ólafs- dal skömmu fyrir mína daga, og Bjarni í Ásgarði um mína daga. Svo hitti ég Snæbjörn. Hann reyndist þá í fljótu bragði syo ólík- ur höfðingjanum Bjarna í Ásgarði, eins og tveir menn geta ólíkastir verið. Bjarni hreif menn á stund- inni með sínum ólgandi lífskrafti og hranalegu einlægni. Þessi mað- ur, Snæbjörn, hefði í framkomu og fasi getað borið uppi hvaða virðu- legt embsétti í þjóðfélaginu sem væri, en þó minnti hann mest á aldraðan sveitaprest, sem öðlast hefur óhagganlegt góðlegt jafn- vægi, við sífellda endurtekningu þeirra hluta, sem enginn mælir á móti. Snæbjörn var nú liættur að vinna að bústörfum og vann nú skrifstofustörf ein, og gekk til fara eins og embættismenn hins opinbera. Ýlann tók mér sem væri ég merkismaður og leiddi mig til stofu með þeirri viðhöfn, sem sæmt hefði hverjum sýslumanni eða ráðherra gestkomandi. Þegar ég fór að ræða við þenn- an mann, þá leyndi sér ekki að hann hafði til að bera það per- sónulega öryggi og þann góðlát- lega þotta, sem er aðalsmerki þess manns er til höfðingja er borinn. Við ræddum margt sarnan þessi fáu skipti sem við hittumst. Ekki vorum við sammála nema um suma hluti, en það fann ég, að engan hafði það tilgang, og ekki borgaði það sig, að deila að óþörfu við þennan mann. Það skildi ég, að þessi maður myndi vera málafylgjumaður slyngur og kunna margt fyrir sér í lögum. Og afrit af embættisbréfi sýndi hann mér, er hann hafði frá sér sent, viðkomandi ákveðnu rnáli er við ræddum um, og var það að mínum dómi svo kænlega orð- að og af þeim lærdómi, að sæmt hefði færum lögfræðingi. Það var búið að segja mér, að Snæbjörn hefði löngum kunnað vel við sig meðal þeirra framá- manna, sem heldri menn eru kall- aðir, en engan heyrði ég voga sér að kalla hann höfðingjasleikju, Mér er minnisstæð ein saga sem Snæbjörn sagði mér frá starfs- ferli sínum í opinberum málum, af því mér finnst hún lýsa mann- inum nokkuð. Snæbjörn var einu sinni, sem oftar, staddur í Reykja- vík, og þurfti þá að sinna ýmsum erindum fyrir sveitunga sína. Með- al annars hafði honum verið falið af einni ákveðinni málaefnanefnd sveitarinnar, að hitta einn af æðstu ÍSLENDINGAÞÆTTIR 29

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.