Heimilistíminn - 10.10.1974, Blaðsíða 6

Heimilistíminn - 10.10.1974, Blaðsíða 6
Esther Vilar með nýja bók Fyrri bók hennar gerði konur svo reiðar, að hún gat ekki farið út nema undir lögregluvernd og varla batnar ástandið með nýju bókinni, þar sem hún heldur því fram, að allir karlmenn eigi rétt á tveimur konum. ALLIR karlmenn þarfnast tveggja kvenna, stundum fleiri. Þeir eiga rétt á þvi — jafnvel þó þeir séu kvæntir. Þetta er efniö I bók, sem nýlega kom út í Þýzka- landi: „Allir karlmenn eiga rétt á tveim- ur konum”. Og það merkilegasta er, aB höfundur bókarinnar er kona, óvinur kvenréttindakvenna númer eitt — Ester Vilar. Fyrir tveimur árum setti hún allar kvennahreyfingar á annan endann, þegar hún gaf út fyrri bók sina „KarlmaBur I bandi”. Þar hélt hún þvi fram, aB karl- menn væru greindari, duglegri, skynsamari og þægilegri konum og stimplaBi kynsystur sinar „hórur” og „snikjudýr” sem ælu karlmenn upp til aö verBa þrælar sinir. Bókin varö metsölubók i 18 löndum og færöi Vilar mikla peninga og marga óvini. 1 margar vikur varö hún að njóta lögregluverndar þegar hún fór út á götur i Miinchen. En þessi „svikari við kyn sitt” lét ekki hræða sig, og nú heggur hún á ný. En hverjar eru þá umræddar tvær konur? önnur þeirra er kona, sem karl- maöurinn útvegar sér til heimilisnota, til að eignast börn með o.s.frv., en hin er bara til þæginda. Karlmaðurinn hefur tvenns konar hlutverki að gegna gagnvart konum, annars vegar sem verndari, hins vegar sem elskhugi. Hann leikur hlutverk verndarans þegar kæn kona leikur sig viðkvæma og óverndaða og narrar hann til að taka hana að sér sem eiginkonu. HéBan i frá er hann þræll hennar. Aöstæðurnar neyða hann blátt áfram til aö gerast ótrúr, segir Vilar. Eigi hann að verða hamingjusamur, þarf hann að hafa raunverulega konu, ástkonu og hann fær sér hana. En fyrr eða siðar kemur að þvi að ást- konan fer að gera kröfur um vernd og þá veröur veslings maðurinn að finna sér 6

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.