Heimilistíminn - 10.10.1974, Blaðsíða 27

Heimilistíminn - 10.10.1974, Blaðsíða 27
Það var samþykkt, að borgarstjórinn var spurður ráða og hann vissi dálltiö, sem Rubens vissi ekki — semsé að bogmannaklúbburinn var að leita að listamanni til aö mála mynd, sem gefa átti dómkirkjunni Antwerpen. „Ósköp einfalt,” sagði borgarstjórinn, eftir að hafa heyrt málavöxtu, og gert sér grein fyrir, að hvorugur aðilinn var llk- legur til að láta undan. ,,Ég sting upp á að félagi okkar málarinn máli mynd af þvl, þegar Kristur var tekinn niður af krossin- um, það væri ágætt verkefni. Ef hann slð- an gefur bogmannaklúbbnum hana, er ég viss um, að hann þarf ekkert að borga fyr- ir vegginn”. Við Rubens sagði hann: „Þér hefðuö hins negar heiðurinn af þvi að hafa eitt af verkum yðar I dómkirkjunni.” Rubens hugsaöi um þetta stundarkorn. Hann var þegar farinn að sjá fyrir sér at buröinn og han vissi lika dálltið sem hvorki borgarstjórinn né leiðtogi bog- mannaanna vissu, sem sé að hann hafði I vinnu hjá sér heilan hóp ágætra lista- manna, og með aðstoð þeirra yrði þetta ekki eins mikið verkefni og hinir héldu. Vinnustofa Rubens llktist öllu meira málverkaverksmiðju en vinnustofu málara. Þegar málverkið „Jesús I húsi Mörtu og Maríu” var málaö, er sagt, að Brueghel hafi verið borgað fyrir aö mála landslagið, Van Delen fyrir húsiö og Jan van Kessel fyrir smáatriðin. Auðvitað merkti Rubens sér málverkið og málaöi aðalpersónurnar, auk þess sem hann drap penslinum niður hér og þar I lokin, svona rétt til aö gefa verkinu Rubens-yfir- lit. Þetta gæti hann auðveldlega gert, er hann málaði Krist tekinn af krossinum. „Allt I lagi, borgarstjóri,” sagði Rubens. „Ég skal gera eins og þér segið.” Þegar málverkinu var lokið, voru bog- mennirnir svo yfir sig hrifnir, að þeir hik- uðu viö að gefa kirkjunni það, og um ára- bil var það til sýnis I salarkynnum þeirra. Málverk þetta er nú einn af dýrmætustu gripum I eigu Antwerpen og er ekki metið til fjár, þvl það mun aldrei verða til sölu. Rubens hafði vel efni á aö borga vegg- inn með peningum á sfnum tlma, og að öðrum kosti hefði hann komizt af með miku minna verk sem greiðslu fyrir hann. En þetta skipti svo sem engu máli fyrir Rubens, þvl hann var svo fljótur að mála, að eitt sinn, þegar hann sendi 112 málverk I einu til Spánarkonungs, og fékk slftan sams konar pöntun um hæl frá Feridnand, bróður konungs, sagðist hann ætla að mála allar myndirnar sjálfur I þetta sinn, til aö „spara tlma”. H$GIÐ — Þú þarft ekki að sýna Jónasi lækni tunguna I þér I hvert sinn sem þú sérð hann. — Sjúkrabillinn? Hann er hluti af þjónustunni hér. Það líður yfir suma, þegar þeir fá reikninginn. — Ég þvoði plpuna þlna, pabbi! Ef þig langar að vita hvernig þú Iitur út, þegar þú sefur, þá littu I spegil með iokuð augu. Að vorkenna sjálfum sér er að eyða samúð á þann, sem á það ekki skilið. * Þegar maður er búinn að borga af húsinu sinu i úthverfinu, er það ekki iengur í úthverfi. Eiginmenn geta ekki skilið, að allir piparsveinar skuli ekki vera milljóna- mæringar. Það er auðveldara fyrir stúlku að segja nei, en að meina það. Suma þyrstir eftir frægð, aðra eftir peningum, og enn aðrir verða bara þyrstir. Ég stefni að þvi að hafa efni á að eyða jafn miklu og ég geri. A Ljósmóðir hittir heilmikiö af nýju fólki ♦ A sumum vinnustööum eru svo margir kaffitimar, að starfsfólkið hefur ekki tima til að sofa. A Þaö er mannlegt að gera vitieysur, en ef sti okieði ið er uppslitið á undan blý- antinum, er það heldur mikið. 4 Allt of margar konur eyða ilmvatni yrir menn, sem panta pylsur með hráum lauk. 27

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.