Heimilistíminn - 10.10.1974, Blaðsíða 33

Heimilistíminn - 10.10.1974, Blaðsíða 33
hvernig skurðurinn leit raunverulega út, missti hann alveg móðinn og velti fyrir sér, hvort hann ætti ekki heldur að snúa við og fara heim i garðhúsið til kisumömmu. En þá fór hann að hugsa um að Trúður, Snúður og Klúður myndu striða honum og eftir stutta umhugsun um það, langaði hann ekkert til að snúa við. í staðinn gekk hann meðfram skurðinum, til að vita, hvort ekki kæmi eitthvað i ljós, til dæmis eitthvað að borða. Þegar hann hafði gengið dálitið, sá hann undarlegt dýr. Það var úr járni, skrokkurinn var ferkantaður og háls- inn óskaplega langur og mjór og virtist vera brotinn í miðjunni. Á hálsinum var stór munn- ur og fæturnir, já þeir voru skrýtnastir, þeir voru eins og þrjár risavaxnar lakkrisrúllur og sú fjórða var vafin utan um hinar. Þarna stóð maður og var eitthvað að athuga fæturna á dýrinu. Hann kallaði til annars manns, sem stóð á skurðbakkanum: —Ég er búinn að gera við beltin, svo þú getur sett gröfuna af stað aft- ur. — Þá veit maður það, hugsaði Bastian. Þetta dýr heitir grafa og gengur á beltum. Undarlegt! Bastian var mjög forvitinn. Hann gekk upp á moldarhaug, sem var stutt frá gröfunni. Þá kom maðurinn, sem staðið hafði við skurðinn og gekk inn i gröfuna, sem þegar fór að segja eitthvað. Það var eins og hún væri ógurlega reið. Húnsagði: —Grrrrr! og—Honk-honk! og fleiri undarleg orð. Allt i einu teygði hún háls- inn og sneri sér við, eins og hún hefði séð Basti- an. Stóri munnurinn kom nær og nær haugnum, sem Bastian sat á. — Góðan daginn, sagði Bastian við gröfuna. — Þú heitir Grafa. Nú var munnurinn kominn alveg að Bastian, sem fór að verða hræddur. — Heyrðu! Ég skal segja þér, að ég heiti Sebasti- an Mendelsohn Tjaikovsky, svo þú vitir það, sagði hann og reyndi að bliðka gröfuna svolitið — og ég er að fara á sýningu i bænum. — Brrrr-brrrr, sagði grafan svo greip hún Bastian og allan toppinn á moldarhaugnum i munninn. — Hjálp! hljóðaði Bastian. Hann var viss um, að nú yrði hann étinn. Hann náði rétt að hugsa um hvað það væri sorglegt fyrir kött að enda i maga svona dýrs. Hvað skyldi kisu- mamma segja, ef hún kæmist einhverntima að þvi? En hvað var nú þetta? Grafan sveiflaði munninum eitthvað svo undarlega og svo gerð- ist það alskrýtnasta: Hún spýtti öllu út úr sér aftur! Hún opnaði munninn svo mold og grjót og Bastian duttu út. — Púff! Þetta var nú meiri flugferðin. Basti- an var hálfur á kafi i mold og þegar hann var búinn að grafa sig upp, sá hann sér til ánægju, að grafan hafði spýtt honum út hinum megin við skurðinn. Þarna sér maður. Þessi grafa er nú senni- lega ekki svo slæmt dýr, hugsaði Bastian. En hún hefði nú getað varað mig við þessu. Ég var næstum hræddur, svo ég sé nú alveg hreinskil- inn. En hann var varla búinn að hugsa þessa hugsun til enda, þegar hann sá stóra munninn nálgast aftur. Það er vist best, að ég fari, hugs- aði hann. Kannske hefur hún eitthvað uppi i sér, sem hún vill losna við. Svoþaut hann af stað, rétt mátulega til að sleppa við að fá heil- mikið af mold og grjóti yfir sig. Bastian hélt áfram að hlaupa, þangað til hann var kominn alllangt frá skurðinum. Þá settist hann niður til að kasta mæðinni. Hann var eiginlega ánægður með sjálfan sig. Hann var kominn yfir bæði þjóðveginn og skurðinn og þá var bara járnbrautin eftir. Nú var hann i góðu skapi á ný. Það var komið kvöld og farið að rigna pinu- litið. Bastian fann nokkra gamla dráttarvéla- 33

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.