Heimilistíminn - 10.10.1974, Blaðsíða 7
Hunang —
hollast alls
Hunang er talin ómengaðasta fæða sem til er.
Það er næringarrikt og auðmelt.
þriðju konuna og þannig heldur það
áfram.
Esther Vilar skýrir nauðsyn karl-
mannsins fyrir þetta á eftirfarandi hátt: t
verndunarhlutverki sinu gagnvart kon-
unni litur eiginmaðurinn öllu fremur á
hana sem dóttur sina. Þess vegna
skammast hann sin ósjálfratt fyrir að
njóta kynlifs með henni. Hann verður þvi
að fá sér annan mótpart ef hann á að eiga
jákvætt kynlif.
Vilar, sem er læknir og sálfræðingur,
segir: — Hvenær komast konur á það
menningarstig, að þær hætta að misnota
karlmenn? Hvenær hætta þær að beita
kynferðislegu valdi sinu yfir karlmönn-
um? Svo lengi, sem þær halda áfram að
leika ósjálfbjarga börn verður karl-
maöurinn að hafa fleiri konur. En karl-
menn þurfa ekki að hafa slæma samvizku
af framhjáhaldi af þessum ástæðum. Þeir
eiga rétt á að hafa margar konur. Það
skaðar engan nema kannske þá sjálfa,
veslingana, en ef þeir endilega vilja skaða
sjálfa sig vegna kvenfólks, þá þeir um
þaö!
Karlmenn ættu að hafa fullt frelsi til að
hafa eins margar konur og þeir vilja. Þeir
eiga það skilið fyrir allan þrældóminn.
En hún segir einnig — Ég stend eigin-
lega með konum hvað þetta varðar, því ef
þær fá ekki að vita sannleikann, geta þær
aldrei komið sér úr þessari niðurlægjandi
aðstöðu.
Esther Vilar skildi við mann sinn, Klaus
Wagan, rétt eftir að þau giftu sig, en þau
héldu áfram að búa saman, „rétt til að
sanna, að engin þörf er á pappírssneplin-
um”. Þau eiga 11 ára son.
Þau hjón reka útgáfufyrirtæki saman
og græða vel á bókum hennar, svo hún
kærir sig kollótta, þótt kvenréttindakonur
hati hana. t fyrra fékk hún „sitrónu-
verðlaun” þýzkra kvenréttindakvenna
fyrir að svikja kynsystur sinar.
HÍ?ÖGIÐ
SAGT er að hunang sé ómengaðasta mat-
vara sem til er. Visindin hafa sannað að
bakteriur, sem orsaka til dæmis tauga-
veiki, taugaveikibróður, blóðkreppusótt
og fleira, geti ekki lifað, þar sem hunang
er annars vegar.
Engin hætta er heldur á matareitrun þó
hunang sé geymt um langan tima. Á þess-
ari öld hafa fornleifafræöingar fundið
hungangskrukkur sem foreldrar Tyi
Egyptalandsdrottningarhöfðu sett á stað-
inn fyrir 3000 árum og það hunang var enn
mjúkt og vel ætt.
1 forna Nilar-samfélaginu jafngilti hun-
ang gjaldmiðli og við Hindúabrúðkaup er
enn siður, að rjóða hunangi á enni, augna-
lok og varir brúðarinnar og þegar eigin-
maðurinn kyssir hana i fyrsta sinn, segir
hann: — Þetta er hunang.
Ein skeið af hunangi jafngildir að nær-
ingu einu eggi og vegna þess hvað hun-
ang er auðmelt gefur það meiri orku en
nokkuð annað.
Nú er hunang framleitt um allan heim. 1
Ástraliu fundust ekki býflugur fyrr en þær
voru fluttar inn um 1820, en nú er Astralia
meðal fjögurra stærstu hunangsframleið-
enda heims, flytur út 6500 lestir á ári. Þar
Mamrna, hvað á ég að vera lengi i
stofufangeisi?
eru nú um 16 milljónir býflugna, sem
komu frá Júgóslaviu, Italiu og N-
Ameriku.
Eftir þvi sem bezt er vitað, hafa býflug-
ur verið til i 42 milljónir ára og i hverju
búi eru 50 þús. til 60 þús býflugur. Býflug-
ur hafa mikið að starfa, þvi að þær þurfa
að fara um það bil 37 þúsund ferðir eftir
blómahunangi til að framleiða hálft kiló
af hunangi.
Allar vinnubýflugur eru kvenkyns en
ekki á sama hátt og hjá mannkyninu. Það
er aðeins drottningin, sem getur eignazt
afkvæmi. Drottning verpir að meðaltali
um 1500 eggjum á dag.
Margar landbúnaðarafurðir eiga allt
undir býflugum, til dæmis aspargus,
broccoli, rósakál, kál, gulrætur og hreðk-
ur. Án býflugna blómstrar þetta græn-
meti að visu, en gefur ekki frá sér til
næsta árs uppskeru.
Litur og bragð hunangs er að sjálfsögðu
komið undir upprunanum, hvort það kem-
ur frá skozku heiðunum eða grisku slétt-
unum. En nú orðið eru flestar gerðirnar
þannig, að blandað er saman framleiðslu
margra landa og i þeim eru að minnsta
kosti sex ólikar gerðir, bæði hvað varðar
lit.og bragð.
— Hann var bezti sölumaöurinn okkar
og fékk sálfræöinginn sinn til að
fleygja sér út um gluggann.
7