Heimilistíminn - 10.10.1974, Blaðsíða 5

Heimilistíminn - 10.10.1974, Blaðsíða 5
Þessar teikningar eru I helli á ítaliu. Ekki er þetta ósvipað geimförum. A þessa styttu I S-Ameriku eru sagðar meitlaðar stjarnfræðilegar staðreyndir, sem Inkar gætu ekki hafa haft hugmynd um. LANGT úti i alheiminum — svo langt að ekki er hægt að imynda sér fjarlægöina, — gæti veriö sól með sólkerfi og hnetti, sem á er lif. Þarna gæti verið fólk mjög likt okkur, en ef til vill á steinaldarstiginu enn. Enginn getur sannað eða afsannað aö svo sé, en látum okkur að minnsta kosti viðurkenna, aö það er möguleiki. An þess að gera miklu meira úr trúgirni okkar, getum við siöan sagt sem svo, að menn héöan frá jörðinni lendi einhvern tima geimskipi sinu á þessum fjarlæga hnetti. Hvernig kæmu geimfarar frá jöröinni þvi frumstæða fólki, sem þarna er, fyrir sjónir? Þar sem ekkert sameiginlegt tungumál væri fyrir hendi, og steinaldarfólkið gæti ómögulega haft nokkurn grun um, hvernig gestirnir heföu ferðazt, eöa hvað- an þeir væru, væri satt að segja ekkert undarlegt, þótt það liti á þá sem nátúrleg- ar verur, eða öllu heldur yfirnáttúrlegar. Þegar svo jarðarbúarnir væru farnir aftur, færu steinaldarmennirnir að teikna myndir af þessum skrýtnu gestum á hellisveggi sina, og heföu gestirnir skilið eftir einhver vísinda- og rannsóknartæki, væri litið til þeirra með takmarkalausri lotningu. Arin liða, og sagan um gestina gengur kynslóð fram af kynslóð, og mikið er gert úr yfirnáttúrlegu valdi þeirra. Hlutir, sem steinaldarmenn skildu ekki, svo sem þrumur, eldingar, stormur og gott veður, var talið i nánu sambandi við hegðan mannanna. Það þurfti til dæmis að færa íbúum himnanna fórnir til að fá gott veð- ur. Hvað var eðlilegra en aö steinaldar- fólkiö héldi að vera, sem kemur af himn- um ofan, sé guð og búi þar? Aður en kristin trú kom til sögunnar, áttu jarðarbúar sér ótal guði — guðir stjórnuðu veðrinu, gáfu mönnum afl, vernduðu sæfarendur og svo framvegis. Þvi er almennt trúað, að þessir guðir hafi fæðzt I hugarheimi manna, beinlinis til þess aö finna einhverja skýringu á hlutum, sem þeir skildu ekki, til dæmis eldi úr himninum, sem nú heitir elding. En gætu verið aðrar skýringar á þess- um guðum? Fékk jörðin heimsókn ein- hvern tima I fyrndinni? Komu hingað þróaöar verur frá öðrum hnetti? Var þetta eitthvað svipað og það, sem búið er til i upphafi þessarar greinar? Einn er sá maður, sem trúir þvi, að þessi kenning sé þess virði að athuga hana nánar. Þaö er Erich von Daniken, sem setti fram rök sin i bókinni „Voru guðirnir geimfarar?” Þarna kennir ýmissa grasa til stuðnings kenningunni. Daniken ræðir mikið um ummerki á Nazca-sléttunni i Andesfjöllum, sem hann segir, aö minni helzt á flugvöll. Fornleifafræðingar vilja ætla, aö þarna sé um vegi Inkanna að ræða, en Daniken sýnir með allskynsam- legum rökum, að þarna hafi verið eins konar stæði fyrir geimskip. A Norður-ltaliu eru einnig minjar, sem viröast styðja kenningar Danikens. Þar eru hellismyndir af mönnum, klæddum einhverju sem likist geimbúningi og meö einskonar hjálma á höfðum. Þeir gætu svo sem alveg eins veriö dansarar I full- um skrúða. Daniken sér einnig geimfara á mynd frá Tassili I Sahara. Það er æsandi tilhugsun, að menn frá öðrum hnöttum hafi komið hingað til jarð- ar endur fyrir löngu. Rithöfundar, sem skrifa geimferðaskáldsögur, hafa notað þetta efni geysimikið. Við verðum að viðurkenna, að sllkt er mögulegt, vegna þess aö ekkert óliklegt er, að á öðrum hnöttum séu menn á mun hærra þróunarstigi en viö hérna. Vissu- lega gætu þeir hafa heimsótt okkur i fyrndinni, en við höfum bara engar sannanir fyrir þvi, að svo hafi verið. Aö sjálfsögðu höfum við heldur engar Mörgum finnst sitthvað líkt með geimfara og verunni á teikningunni, sem er frá Tassili i Sahara. sannanir fyrir þvi, aö fornmenn hér á jörö hafi lýst þeim i goðafræði sinni sem al- máttugum guðunum. Ef til vill koma þessir gestir einhvern tima aftur, og þá er um að gera að reyna aö fá upplýsingar hjá þeim, svo viö getum leyst gátuna. Fyrr verður það varla hægt. 5

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.