Heimilistíminn - 10.10.1974, Blaðsíða 32

Heimilistíminn - 10.10.1974, Blaðsíða 32
Þúsund mílur frá umheiminum 32 ÞEIR SEM reynt hafa aö telja nákvæm- lega eyjarnar i Seychelles-klasanum, eru alls ekki sammála um lokatöluna. Stundum getur veriö erfitt aö ákveöa hvort um er aö ræöa eyju eða bara sandrif meö nokkrum kokospálmum. Liklega er bezt að gleyma öllu um fjölda eyjanna og fara heldur að athuga þessar löngu strendur i góða veðrinu. Annars er hægt að gera sig ánægðan með að áætla eyjarnar um það bil 100 að tölu, og þær eru dreifðar um mörg þúsund fer- milna svæði. Þær af eyjunum, sem myndaðar eru úr granlti, eru auðugar að margbreytilegu landslagi og f jallatindarnir geta verið allt að 3000 feta háir. Hins vegar eru smæstu kóraleyjarnar aðeins berar sandræmur, þar sem enginn kemur nema sjófuglar og skjaldbökur. Þótt Seychelles-eyjar séu rétt við mið- baug, er hitinn þar alls ekki óþægilegur. Þótt kardimommur séu mikilvægasta út- flutningsvara eyjabúa, er kokospálminn þeim eitt og allt. Hann sé þeim fyrir eldi- viði I ofnana, þökum á húsin, oliu, mat og svaladrykkjum. Frakkar settust fyrstir að á stærstu eyjunni, Mahé, I nóvember 1756. Þeir settu stóran stein þar sem nú er Port Victoria, og franski fáninn var reistur þar við fallbyssuskot og húrrahróp land- nemanna. Frakkarnir hnepptu frum- byggjana I þrældóm, og á timum frönsku byltingarinnar voru 600 manns á eyjunum, þar af 487 þrælar. Loks þegar friður komst á 1814, afhentu Frakar Bretum bæði Seychelles-eyjar og Mauritius. Það var mikilvægt fyrir Ibúana, þvi Bretar afnámu þrælahaldið 1835. Nú byggja eyjarnar blandaðir af- komendur Breta, Frakka, Afrikunegra, Indverja og Kinverja. Charles Gordon hershöfðingi heimsótti eyjarnar 1881, og var harla ánægður með þær. Hann skrifaði, að þær væru eins og aldingaröurinn Eden og þúsundir mflna frá öllu. Hann sá brauðaldintré og komst að þeirri niðurstöðu, að það væri skilningstré góðs og ills. Annað fyrirbæri„sem hann fékk mikinn áhuga á, var risa-landskjaldbakan. Vegna þess að þessar skjaldbökur gátu lifað vikum saman vatnslausr, urðu þær mörgum skipbrotsmanninum til bjargar. Þeim var slátrað á löngum sjóferöum en nú eru þær alfriðaðar á þessum slóðum. Fram til þess hafa eyjabúar kært sig kollótta um að græöa peninga og setja upp feröamannagildrur, en timarnir breytast hratt nú orðið. Alþjóölegur flugvöllur hefur verið gerður, og heimurinn um- hverfis færðist óðum nær þessari Paradis. En áhyggjulausir Ibúarnir eru hvergi smeykir. Þeir eiga meira en 100 eyjar, og það er heilmikil Paradis.

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.