Heimilistíminn - 10.10.1974, Blaðsíða 36

Heimilistíminn - 10.10.1974, Blaðsíða 36
aka til bæjarins og æf a sig þar í umf erðinni og hann gat ekki vænst þess, að Luke eyddi öllum frítíma sínum á Burnettia. Hann viðurkenndi fyrir sjálfum sér, að hann hafði enn sektarkennd yfir því, hvernig hann tók Janet með sér hingað og hann ók heim með þeim ásetningi að bjóðast til að aka með henni til bæjarins, svo hún gæti æft sig. Ray sat þegjandi við hlið hans. Hann hugsaði niðurdreginn um, hvort vinátta þeirra bræðra, sem verið hafði góð, væri búin að vera að eilíf u. Allan daginn hafði hann reynt að vera kátur og vingjarnlegur, en ekki fengið annað en eins atkvæðisorð að launum. Ekkert var eins og áður en Neil fór til Englands, hugsaði hann bitur. Neil ók jeppanum bak við húsið og lagði honum þar i skugga trjánna. Þegar hann gekk yf ir grasið, leit hann spyrjandi í kring um sig. Allt var svo undarlga hljótt og eyðilegt. Rey tók einnig eftir þessu og leit áhyggjufullur á bóður sinn. — Bíllinn er farinn, sagði hann allt í einu og benti á opnar bílskúrsdyrnar. — Þá hlýtur Luke að hafa komið. — En hann ætlaði á einhvern f und í dag. — Hann hefur kannske skipt um skoðun, svaraði Neil kæruleysislega og Ray leit aftur rannsakandi á hann. Þetta var svei mér undarlegt hjónaband. Sjálfur mundi hann ekkert kæra sig um að konan hans, ef hann ætti hana væri svona mikið með öðrum manni, þó það væri frændi hans. Þegar hann kom inn í eldhúsið, nam hann skyndilega staðar og starði niður á gólfið. — Hvað er að? spurði Neil með óþolinmæði, þegar hann kom inn á hæla bróður síns. — Það er blóð ót um allt gólf, hvíslaði Ray og báðir gengur þeir að stólnum og horfðu spyrjandi á blóðið. Neil fölnaði og augu hans fylgdu blóðslóðinni. Ray gekk þegjandi á eftir honum f ram ganginn, út og niður tröppurnar. Þar endaði slóðin. — Bíllinn. Ray benti á hjólförin i rykinu og sleikti þurrar varirnar. Hann var kominn með einhverja undarlega tilfinningu í magann. Hvað gat hafa gerzt? Hann leit yfir að áhaldaskúrnum og datt Bluey í hug. Hann hlyti að hafa heyrt eða séð, ef einhver hefði komið. Svo gekk hann þangað. Án þess að segja nokkuð, fór Neil aftur inn i húsið. Hann vissi, að tilgangslaust væri að kalla á Janet. Hún var ekki hérna. Eitthvað hafði komið fyrir og bíllinn hafði verið notaður til að aka henni burt. Hann leit í kring um sig í eldhúsinu, þar sem allt var í röð og reglu. Enginn uppþvottur var á bekknum og undir köflóttu viskastykki sá hann móta fyrir kökum á grindinni. Vaskurinn var hreinn og þurr og eldurinn dauður í vélinni. Ekki bar á því að slegist hefði verið, enginn hnífur eða neitt sam gat gef ið honum vísbendingu um, hvaðan blóðið kom. Hann fór fram í ganginn, að símanum og tók tólið af til að hringja, en þá kom Ray hlaupandi inn. — Það var Bluey, sagði hann móður. — Sögin.... hún er öll blóðug. Hann kyngdi nokkrum sinnum — Ég skal hringja til sjúkrahússins. Neil varð rórra, andartak hafði hann séð fyrir sér bófa í 36 húsinu, sem ráðist hefði á einu manneskjuna, sem heima var og það hafði verið óskemmtileg sjón. — En það þýðir, að Janet hefur ekið Bluey til bæjar- ins, sagði hann og röddin hækkaði ógnvekjandi mikið. — Ef Luke hefur þá ekki . . . — f guðs bænum hættu að tala um Luke! — Það varst þú, sem minntist síðast á hann, svaraði Ray þurrlega. — Og hvers vegna skyldi Janet ekki aka Bluey á sjúkrahúsið? ^ — Hún hefur ekki próf og hefur aldrei ekið í bænum áður. — Það er ekki henni að kenna, svaraði Ray og var undrandi yfir að hann skyldi nú taka málstað mágkonu sinnar. Neil benti honum að þeg ja, þegar einhver svaraði honum í símanum og hann spurði nokkurra spurninga. — Já, Hann er hér. Það er nýbúið að skera hann upp, herra Stonham. Fóturinn var anzi illa farinn. Frú Ston- ham ók honum hingað ... já það er dálítið síðan hún fór. Neil bað um að allt yrði gertfyrir Bluey, sem mögulegt væri og að hann kæmi sjálfur seinna um kvöldið. Svo hringdi hann af og leit á Ray, sem stóð þolinmóður og beið. — Það er ekki undarlegt með allt þetta blóð, sagði hann. — Mér heyristég heyra í bílnum, sagði Ray fljótmælt- ur og leit vandræðalegur á Neil. — Hún hlýtur að hafa ekið hratt. Þeir f lýttu sér báðir út. Janet sá þá og veifaði, þegar hún ók f ramhjá þeim að bílskúrnum. Neil horfði á, þegar hún ók hiklaust inn og beið eftir að heyra skell. En allt sem hann heyrði, var að vélin stöðvaðist, hurðin skelltist og Janet kom gangandi til þeirra. Það var blóð á kjólnum hennar og hún var þreytuleg og niðurdregin á svip. — Bluey slasaðist, sagði hún formálalaust. Neil kinkaði kolli. — Já, við vorum í eldhúsinu. — Ég mátti ekki vera að því að þvo gólfið, hún skildi hvað hann átti við og brosti vandræðalega. Neil var ekki beint reiðilegur á svipinn, en gramdist greinilega eitthvað og henni datt í hug, að kannski hef ði hann haft áhyggjur hennar vegna. — Ég held að hann nái sér, en hann missti mikið blóð. Ég verð að gera bílinn hreinan, bætti hún hugsandi við. — Hvers vegna hringdirðu ekki til læknisins eftir hjálp? — Ég reyndi, en stminn va r bilaður. — Hann var í lagi fyrir andartaki. Ég hringdi á sjúkrahúsið um leið og Ray fann út, að það var Bluey, sem hafði slasazt. Hann leit ásakandi á hana. Kannski trúði hann henni ekki. Kannski hélt hann að hún hefði gripið þetta tækifæri til að kom- ast eftir allt saman til bæjárins. Hún yppti öxlum. — Hvort sem hann er í lagi núna eða ekki, kemur það ekki málinu við. Ég gat að minnsta kosti ekki fengið samband, þegar ég reyndi. — Var enginn annar hér? Ég á við, að þú tókst mikla áhættu með því aðaka ein til bæjarins. — Nei, það var enginn annar hér, svaraði hún kuldalega. Það var greinilegt, að hann hafði meiri áhyggjur af akstrinum en Bluey. — Þið Ray voruð ekki heima og vinnumennirnir á dreif um tuttugu þúsund ekrur ... ég varð að gera eitthvað. Neil fann, að hún var honum gröm og reyndi að slá á léttari strengi. — Ég skil það, Janet. Það

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.