Heimilistíminn - 10.10.1974, Blaðsíða 19

Heimilistíminn - 10.10.1974, Blaðsíða 19
iIeiðinni Etum, drekkum og verum glaðir — hressilegt líf þarf ekki að vera stutt líf HIÐ ljúfa líf þarf ekki endilega að hafa i för með sér að menn deyi yngri en ella. Þetta eru gleðifréttir þeim, sem vilja heldur lifa stuttu lífi með góðum mat og drykk, hraða og spennu, en löngu meinlætalifi. Það er sem sé hægt að éta, drekka og vera glaður og lifa þó lengi, segir hópur sérfræðinga i Kaliforniu. Þeir sem drekka svolitið dag hvern og eru aðeins of þungir, lifa lengur en margt bindindisfólk. Eftir fimm ára rannsóknir á 7000 fullorðn- um manneskjum i Kaliforniu, komust sérfræðingarnir að þvi að iangt og heilbrigt lif þýðir ekki að maður verði að neita sér um allar nautnir. Uppskrift þeirra á löngu lifi hljóðar upp á þrjár góðar máltiðir á dag á reglulegum timum og sérlega góðan morgunverð, ásamt bjór eða vinglasi á hverjum degi. Þeir mæla einnig meðsjötima svefni á sólarhring og einhverri hreyfingu tvisvar til þrisvar i viku. Meir að segja þeir, sem fá sér allt að fjórum góðum drykkjum á dag, deyja ekki fyrr en bindindisfólk, að sögn sér- fræðinganna. Ef lestir þinur eru orkufrekari en þeir eru fitandi geturðu huggað þig við, að litil hætta er á að þú slitir þér út á þeim. Eftir að knattspyrnuhetjum voru bannaðar samfarir meðan á heims- meistaramótinu stóð, hafa sérfræðingar lýst þvi yfir, að kynlif skaði engan, heldur þvert á móti. Prófessor Manfred Steinback, sér- fræðingur V-Þjóðverja i iþróttum og kynlifi, hefur rannsakað þetta og heldur þvi fram, að samfarir hafi sjaldan nokkur áhrif á afrek iþróttafólksins. Þreytan daginn eftir sé ekki að kenna samförunum sjálfum, heldur þvi, sem oft vill fylgja, drykkju langt fram á nætur og svefnleysi. Skynsamur iþróttamaður, sem vill halda sér i horfinu, fer einfald- lega fyrr að hátta með dömunni. Kynlif getur meira að segja verið til mikils gagns. Við samfarir eyðast 7 hita- einingar á minútu, og einnig notast margir vöðvar, sem yfirleitt eru önotaðir, og þetta hjálpar við að halda likamanum hraustum. Blóðrásin herðir á sér og hefur örvandi áhrif á allan likamann. Sem hreyfing er kynlif betra en golf, þótt auðvitað séekki alltaf hægt að iðka það utanhúss. Fast kynlif, til dæmis i hjónabandi, er einnig gott fyrir sálina, segir Alfred Minto, sérfræðingur i geðsjúkdómum. Hann segir að hamingjusamlega gift fólk sé i mun minni hættu fyrir geðsjúkdómum en annað. Heilbrigt lif er sem sé ekki það sama og rólegt lif. Rannsóknir sýna, að þeir sem sleppa fram af sér beizlinu öðru hverju hafa meiri möguleika á löngu lifi. Sú manngerð, sem kætist mjög i veizlum, reiðist oft og er létt um hlátur og grát, mun að öllu jöfnu lifa lengur en rólega manngerðin, sem alltaf er að stilla sig. Spenna og streita er drepandi, og sá sem getur slakað á, lifir heilbrigðu lifi. Það er ekki nauðsynlegt að kasta diskum, það er nóg að láta i ljós tilfinningar sinar með orðum, hvort sem um er að ræða fögnuð eða örvæntingu. Gott grátkast er jafn læknandi fyrir karla og konur, og það er löngu sannað, að hláturinn lengir lifið. Það er ekki gott fyrir heilsuna, að dylja tilfinningar sinar. Sérfræðingar eru þeirrar skoðunar að ástæðan fyrir þvi að konur lifa yfirleitt lengur en karlar, sé að miklu leyti sú, að konur eiga auðveldara með að fá útrás fyrir tilfinningar en karlar. Þeim hættir til að loka tilfinningarnar inni, og afleiðingin verður ónauðsynleg spenna. Ef karlmenn gætu lært að gráta, yrði lif þeirra mun heilbrigðara. Etið, drekkið og verið glöð, en munið, að allar öfgar eru til ills eins. Einn eða tveir drykkir eru ágætir, en hörð drykkja á hverjum degi getur leitt til áfengissýki. Njótið matarins, en munið, að þó að nokkur aukakiló skipti éngu máli, þá er mikil fita skaðleg. Leyndardómurinn virðist þvi vera sá, að læra að njóta lifsins, svo manni hlotnist lengra lif til að njóta. 19

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.