Heimilistíminn - 10.10.1974, Blaðsíða 37

Heimilistíminn - 10.10.1974, Blaðsíða 37
erekki nauðsynlegt að taka það svona nærri sér, en ég get ekki annað en látið mér detta í hug, að þú hefðir getað orðið hjálparlaus úti á veginum. Þú hefuraldrei ekiðsvona langtáður .. . hann þagnaði, þegar hún sneri sér snöggt að honum. — Það er ekki mér að kenna. Ég býst við að þú sért að hugsa um, hvað fólk muni segja, þegar það veit, að ég hef ekki bílpróf. En fólk mundi bara segja svolítið meira, ef ég hefði látið Bluey blæða út á eldhúsgólfinu þess vegna! Ray sneri sér undan og brosti. Kettlingurinn hef ur þó klær og nú óx Janet mikið \ áliti hans, þar sem hún stóð fyrir framan NeiI með gneistandi augu af reiði. — Ég er þreytt, játaði hún. Þetta hafði tekið á hana. Neil gerði sér ekki grein f yrir þvi, en nú hafði hún yfirtökín og ætlaði sér að njóta þess sem bezt. — Á meðan ég þvæ bílinn, getið þið Ray þvegið eldhúsgólf ið. Hún leit snöggt á Ray. — Svo ætla ég í bað og þið getið tekið til matinn. Ég var að baka, rétt áður en við f órum, svo það er nóg að borða, án þess að þið þurf ið að steikja neitt eða sjóða. Hún kerrti hnakkann og gekk framhjá þeim báð- um. Þeir horfðu þegjandi á eftir henni inn i húsið. Þetta var eins og sjá mömmu, hugsaði Ray. Lítil og skapmikil, teinrétt og skipandi. Hún hlýtur að hafa átt heljarinnar dag. Hann leit á Neil, sem stóð enn og horfði á dyrnar með undrunarsvip. — Veiztu, hvað við eigum að gera, félagi, sagði hann og klappaði bróður sínum þéttingsfast á öxl- ina. — Hvað? Svona hafði Janet aldrei talað við hann áður og hann var alveg ruglaður. — Þvo eldhúsgólfið og taka til matinn! Kannski þetta slys Blueys myndi leiða eitthvað gott af sér, hugsaði Neil á meðan hann skúraði eld- húsgólf ið heldur klaufalega. Ef til vill yrði Ray vin- gjarnlegri við Janet hér eftir. Hann vonaði það og leit elskulega til bróður sins. Vesling? Roy/ þaó hlaut að hafa verið erfitt fyrir hann að sjá bróður sinn koma heim með ókunna konu. Hann hugsaði um þetta, síðan um Bluey og velti fyrir sér, hvernig hann ætti að fá almennilegan mann i hans stað, meðan á rúningnum stæði. Þegar Janet kom út úr herbergi sínu, endurnærð eftir baðið, fór hann að hugsa um, hvernig hún hafði brugðist við slysinu. Hún hafði ekki orðið móðursjúk eða skelfingu lost- in, nokkuð sem Bluey benti á þegar hann heimsótti hann siðar um kvöldið. Hann gat ekki nógsamlega hrósað henni fyrir frammistöðuna og skynsemina og gat varla um annað talað en hvernig hún hafði komið honum til bæjarins. — Ef hennar hefði ekki notið við, væri ég ekki a líf i núna, skaltu vita, sagði hann við Neil. Luke hrósaði henni líka, þegar hann kom yf ir um morguninn eftir og slíkt hið sama gerði Mary eftir hádegið. Henni fannst hugmyndin um námskeið i hjálp i viðlögum skínandi hugmynd og hugsaði sér að taka líka þátt í því. Og næstu vikurnar óku þær saman til bæjarins hvert föstudagssiðdegi og fóru siðan á veitingahús og borðuðu og Neil fór að venj- ast því að eiga ekki von á henni heim fyrr en um kvöldið. Hún fékk ökuskírteinið vandræðalaust og brátt varð það dagleg sjón að sjá f rú Stonham f rá Burnettia í bænum. Janet fannst hún hafa svo mik- ið að gera, að hún fengi sennilega aldrei tíma til að gera allt, sem hún ætlaði að gera fyrir húsið. Hún fór í heimsóknir og síðdegistedrykkjur og alltaf var nóg að gera að búa til mat og þvo. Hún bónaði hvert einasta húsgagn og f ærði til, þangað til henni f annst heimilislegra. En hún hafði áhyggjur af loftum og veggjum og Neil hafði ekki minnsteinu orði á máln- ingu aftur. Hann var fullur af áætlunum um rún- inginn og þegar hann hóf st, f annst Janet svo gaman að fylgjast með öllu, að hún var mest alian daginn úti í hlöðu. Hún horfði á Neil flokka ullina, sá hvernig hún var pökkuð í pakka og send til Sidney, til að fara þaðan til ættlands hennar. Hún mundi eftir stóru ullarverksmiðjunum í Bradford, þar sem hún hafði eitt sinn búið með foreldrum sínum, og hugsaði um hvort nokkur, sem vann þar mundi nokkurn tíma hugsa um, hvaðan ullin kæmi. Þegar búið var að rýja, sagði Neil, að bráðlega hæfist uppskeran. Þá fengi hún að sjá stóru bindi- vélarnar í starfi, en hann vonaði að fyrr færi að rigna. Hún hlustaði á allt, áköf í að vita meira og geymdi allan fróðleikinn fil notkunar í framtíðinni. Þegar Bluey kom heim til Burnettia eftir þriggja vikna sjúkrahúslegu, gat hann aðeins haltrað um og gat ekki unnið úti. Janet spurði hvort hann mætti hjálpa henni inni við, það væri heilmargt, sem hann gæti hjálpað henni með, sagði hún, þegar Neil mótmælti harðlega.Auk þess yrði hann ánægðari með að hafa eitthvað fyrir stafni, heldur en að sitja einn í vinnumannabúðunurri allan daginn. Hún lét ekki undan og loks samþykkti Neil það en heldur tregur. Bluey varð glaður yfir að fá eitthvað að gera og varð viljugur þræll Janetar. Hann þvoði grænmeti, flysjaði kartöflur, fægði silfur og hjálp- aði henni á allan hátt. Luke horfði á hann dag nokk- urn og hugsaði með sér, að Janet hefði að minnsta kosti sigrað hjörtu allra vinnumannanna. Andúð Rays var einnig að hverfa smám saman, en það leit hreint ekki út fyrir að henni yrði neitt ágengt í að vinna ást eiginmannsins. 8. kaf li Nokkrum dögum eftir að rúningu lauk, fór að rigna, og Neil Ijómaði af ánægju. Þetta var hæglátt, jafnt regn, en ekki þrumuskúrir, sem gátu lagt kornið f latt á fáum mínútum. Janet undraðist, hvað umhverfið breyttist, þegar himinninn var grár og skýjaður. Vegirnir urðu að litlum ám á einni nóttu og túnin hál og forug, og eftir tilraun til að vera úti gafst hún upp og ákvað að halda sig innan dyra, þangað til sólin færi aftur að skína. Það var heldur ekki sérlega skemmtilegt að ganga ein um úti i rigningunni. Á einni nóttu varð grasflötin við húsið græn og fersk, rykið skolaðist af trjánum, og i horninu hennar í garðinum virtust blómin hækka um marga sentimetra á einum sólarhring. Framhald 37

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.