Heimilistíminn - 10.10.1974, Blaðsíða 28

Heimilistíminn - 10.10.1974, Blaðsíða 28
Gunnar Sverrisson Þáttur úr daglega lífinu — eða ævintýri fyrir fullorðið fólk Ungur maöur, ung kona, það er ást við fyrstu sýn. Og þaö er eins og geng- ur, að þeim finnst engin takmörk fyrir ástinni, hvaö þau vilja gera hvort fyrir annaö. Hinar og þessar framtlöaráætl- anir, annað hvaö hægt er að gera ( reynd. Þannig var formálinn fyrir nýja leikritinu, sem unga konan var aö koma frá þvl að leika I. Þetta var hennar fyrsti stórsigur á leiksviöinu. Leikur glaölegs og sorglegs efnis I réttum hlutföllum, svo aö áheyrendur táruðust eöa hlógu. Fréttamiölunin gat um stórkostlegt leikrit og sigur ungu leikkonunnar daginn eftir frum- sýningu. Að lokinni sýningu þetta kvöld dett- ur henni i hug að ganga heldur heim á leið en aö taka leigubll. Hressandi, eft- ir aö hafa verið I búningsherberginu, i og til að koma tilfinningalífinu aö fullu aftur I samt lag. Hún á nokkra kunningja eins og gengur, en engan sem henni llzt sér- lega vel á, hvað sem síöar veröur. Má vera, aö hann hafi leynzt I þeim hópi, er fagnaði sigri hennar áöan. Hún gengur eftir strætinu. Þaö er fremur rólegt haustkvöld, og hugur hennar snýst um eitt og annaö. Fram- tlöina. Athygli hennar beinist skyndi- lega að ungum, laglegum, en fremur tötralega klæddum manni, er húkir, eins og hugsandi, upp viö eina götu- luktina. Full samúöar gengur hún til unga mannsins og veitir að honum nokkrum hlýlegum oröum, þvl að hún veit, að þaö er svo margt jákvætt, er gerir lifið þess viröi, aö ánægjulegt sé að lifa þvl, þrátt fyrir eitt og annað mótlæti á stundum. Þaö er eins og hlýleg orö hennar hafi borið óvæntan og betri árangur en hún bjóst við. Nú er hann allt I einu oröinn velklæddur, glæsilegur ungur maöur, og þau ganga heim til hennar I kveld- kyrröinni. Yfir glasi af léttu vlni segir hann henni ævintýri um jákvætt og neikvætt, hvernig þaö verkaöi hvort á móti öðru. Þvi aö þaö var ást viö fyrstu sýn svo að neikvætt varö aö jánei- kvæðu og neikvætt varö að neijá- kvæöu. Neijákvæöið var eitthvað lasið, og þau komust að samkomulagi, að er lit- ið jákvæði og litið neikvæöi kæmust I heiminn, mundu þau leyna bágti neijá- kvæðisins, sem ekki væri tekiö eftir út- Ifrá, þvl aö þaö væri nú ekki gaman, ef efíir þvi væri tekið. Sumt fólk er svo mátulegt að hætt er við, aö byrjun sögunnar veröi I lokin, eins konar byrjunarlok. öþekkjanleg saga. Fólk er svo skritiö stundum. Hvað um það, þá er það vitað mál, aö innan veggja hjónabandsástarinnar getur margt skrítið, skemmtilegt, jafnvel leyndardómsfullt skeö, eink- um þegar já-nei-kvæðið hefur dálitla leikarahæfileika og neijákvæðið er plnulitill hvlslari I sér og gætir þess vandlega, að hvlsla á réttum stað og sem lengst, nema þá helzt á nóttunni. Þá eru öll venjuleg jánejkvæöi og nei- jákvæöi I fasta svefni og hrjóta svo mikiö, aö það kemur I ljós sem elding- ar meö viðeigandi drunum á eftir viö- eigandi veöurfari. Nema þá helzt að neijákvæöið verði eitthvaö lasið, — það veröi skammhlaup eöa þess hátt- ar, — svo aö sækja þurfi neikvæöis- lækni eða jákvæðislækni, allt eftir þvi, hvaö þurfa þykir hverju sinni. Að þvi kom, aö lltiö jákvæöi og lltiö neikvæöi komu I heiminn meö sólar- hrings millibili, þvl að pinulitiö skritiö veröur svo til á auga lifandi bragöi aö litilli já- eða neikvæöisveru, svona sitt á hvað eins og gengur. Já- og neikvæö- ið léku sér stundum saman, en aldrei vildi jákvæðiö leika sér viö önnur litil rafbörn. Það kunni bezt við sig út af fyrir sig, og stundum skildi enginn I óþekktinni I þvi. Sumir voru þeirra skoðunar — og vissu raunar, — að það var eitthvað lasið, svo að þvi var kannski vorkunn. Einhvers konar samverkun. En aðrir héldu, að þetta væri nú bara uppgerð, já sá hópur var nú aldeilis hræddur um það. Hvaö um þaö, jákvæðiö vissi svona fyrir sig, að þaö var I rauninni ekkert aö þvl. Það vissi svo lltið, raunrr ekki neitt ennþá, en hins vegar geröi þaö sér grein fyrir þvi, aö neikvæöið var eitthvaö inn I sig, að það ætti eitthvað bágt. Hvaö þaö var vissi jákvæöiö ekki, og stundum fór þaö aö gráta, svo aö af varö dálltiö neistaflug. Stundum bara plnulltiö. Stöku sinnum hugsaöi þaö út I það, aö þaö mundi ekki geta gert meira en aö hugga þaö, — sem það og géröi, — og kannski kæmist þaö I aöstööu til aö hjálpa þvi, þegar þau væru orðin stór. Þá hætti þaö bara allt I einu að gráta og þaö varö allt I einu allt I lagi h'já jákvæðinu. Þaö fór bara aö hlæja til að koma aftur jafnvægi á rafsálarkerfi sitt. Nokkurs konar af- strömmun. Þaö vissi ekki, aö vegir á- starinnar eru órannsakanlegir og já- neikvæðis og neijákvæöis hjón vilja stundum ganga I sjóinn til aö uppfylla kröfur eða óskir hvors annars. Vita- skuld er þá um þykjast sjóferö aö ræða. Það er bara sagt svona stund- um. Það held ég. Fullorðna fólkið tek- ur stundum svo skrltilega til orða. Þaö er þvl eitthvaö svo eðlislægt. En litla jákvæðið var nú samt fariö aö gruna dálitiö fyrir löngu. Skritin til- finning I mallakút og taugakerfinu, þvi að enginn grundvöllur var enn til aö segja út I frá nokkuö við jákvæöis- og neikvæðiskrakkana I nágrenninu. Þaö vissi bara svona fyrir sig, aö nei já- kvæðið, pabbi þess, var stundum eitt hvaö svo skritið og ómögulegt á heim- ilinu. Annað hvort of mikið eöa of lltiö álag, einshvers konar óregla, skamm- hlaup og vesen. Stundum voru bruna- blettir á stofuteppinu eða hingaö og þangað á heimilinu. Þaö var eitthvaö ööruvlsi en þaðátti aö vera. En manna þess, jáneikvæöiö, hreinsaöi blettina alltaf I burtu með einhvers konar upp- bótar kjarna, jáneikvæöislög, svo að það var á eftir eins og ekkert heföi komiö fyrir. Það var allt I lagi aftur. Ég er nú hræddur um þaö. En stundum tók litla jákvæðið eftir þvl, að móðir þess, jáneikvæöið, hreinsaði ööruvisið en-þaö-átti-aö-vera i burtu með dálitlu neistafluti. Þá var hún að gráta, en pabbi þess, neijákvæðið, sat I fina hægindastólnum I stofunni með ein- hvers konar alvöru- og hátlðaleika- svip. Þá var hann að hvila sig eftir bágtið sitt og safna eölilegum neijákvæðiskröfum. Þá fór litla ja- kvæðið, sem raunar var nú orðið dálitið stálpað, eða unlingúr, að skilja af hverjum það varð stundum aö vera alltaf einhvers staðar annars staðar en heima hjá sér. Þar sem þvi þótti vænt um mömmu sina, ætlaði þaö aö gera allt, sem 28

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.