Heimilistíminn - 10.10.1974, Blaðsíða 31
SAUTJÁN ára griskur piltur, sem
skrifar á ensku, vill eignast islenzkar
pennavinkonur. Hann nefnir engin
áhugamál, en nafnið og heimilisfangið
er:
Yannis Paraskevoupoulos
11 Kostaki st.
Patras 16
Greece.
ATJAN ára júgóslavneskur piltur
skrifar á þessa leið: Kæri vinur! Þaö
er langt siðan mig langaði til að
skrifast á við einhvern á ensku. Ég
heiti Bagi Izabella og fæddist 21. ágúst
1956 i Subotica, sem er litil borg i
Vestur-Júgóslaviu. Ég er i fjórða bekk
i gagnfræðaskóla. Ég er ungverskur
aö ætt og þess vegna tala ég tvö
tungumál, ungversku og
serbókróatlsku. Ég á mörg áhugamál,
en eftirlætis tómstundaiðja min er
fallhlifarstökk. Ég bið eftir svari þinu
við þessu bréfi. Skrifaðu mér um sjálf-
an þig I fyrsta bréfinu og sendu mynd,
sem ég skal svo endursenda þér I
næsta bréfi, ef þú vilt. Með þakklæti
frá vini þinum: Bagi Izabella, Trg
Oktobarske Revolucije 16/28, 24000
Subotica, Yugoslavia. Heimilisfangið
skiptist I linur við kommurnar og orðið
Subotica á að vera undirstrikað.
HÍ^GIÐ
— Vertu rólegur, ég er bara að hita
mig upp.
Brúður í þjóð-
búningum:
Sviss
t Sviss eru 25 kantónur eða fylki, og hver
hefur sinn sérstaka búning! Hér sjáum
við brúðu i nokkuö táknrænum,
svissneskum búningi. Strákurinn er i
stuttum leðurbuxum með skrautlega
isaumuðum axlaböndum, og svo er hann i
vesti og með mjúkan, barðabreiöan hatt.
Svisslendingar halda mjög upp á villtu
fjallablómin sin, og alparósin kemur
afar oft fyrir i útsaumi þeirra og
skreytingum.
Konur og
Nóbelsverðlaun
— endurbót
ÝMSIR hafa orðið tíl að benda á, að á
lista yfir konur, sem fengið hafa
Nóbelsverðlaun og birtur var i blaði
númer 6, vanti nokkur nöfn. Sumir
hafa meira að segja tekið svo djúpt i
árinni að telja óhæfu, að kona skuli
birta svo ófullkominn lista. Þvi sfðara
er til að svara á þá leið, að listi þessi
var tekinn upp úr frönsku blaði, þar
sem ekki er hægt að sjá annað en rit-
stjórar séu allir karlmenn. En til aö
gera yfirbót, þá skal listi yfir Nóbels-
verðlaunakonur birtur eins og hann
litur út eftir nokkrar vangaveltur yfir
alfræðiorðabók:
Bókmenntaverðlaun: Selma Lagerlöf,
Sviþjóð 1909, Grazia Deledda, Italiu
Óli litli fór I fyrsta sinn með móöur
sinni að horfa á ballettsýningu. Honum
fannst mikiö til þess koma, hvaö dans-
meyjarnar voru flinkar aö standa á
tánum, en þegar sýningunni var lokiö,
gat henn ekki oröa bundizt:
— Mamma af hverju fá þeir sér ekki
dansmeyjar, sem eru nógu háar?
1926, Sigrid Undset Noregi 1928, Pearl
S. Buck, Bandar. 1938, Gabriela
Minstral, Chile 1945, og Nelly Sachs,
Sviþjóö 1966.
Friöarverðlaun: Bertha von Suttner,
Austurriki 1905, Jane Addams,
Bandar. 1931, Emily Balch, Bandar.
1946.
Eðlisfræðiverðlaun : Marie Curie,
Frakklandi 1903,Maria
GoeppertMayer, Bandar. 1963.
Efnafræöiverðlaun: Marie Curie,
Frakklandi, 1911, Irene Joliot, Frakk-
landi 1935, og Dorothy C. Hodgkin,
Bretlandi 1946.
Læknisfræðiverölaun: Gerty Cori
Bandar. 1947.
— Pabbi, hvernig maöur er herra-
maöur?
— Þaö er maöur sem getur lýst Raquel
Welch án þess aö nota hendurnar.
— Herra barón. Þér eruö oröinn faöir
tvibura.
— Agætt, Jón. Viltu gjöra svo vel aö
segja konunni minni þaö.
31