Heimilistíminn - 10.10.1974, Blaðsíða 15

Heimilistíminn - 10.10.1974, Blaðsíða 15
AAerkar uppfinningar Enginn vildi nota rennilásinn! leyfi á öörum uppfinningum, sem einkum vorui sambapdi viðbila og lestir Rennilásinn, sem hann fékk einkaleyfi á árið 1893 var snilldarverk i allri sinni ein- feldni. Lokunarkerfið var svipað tannhjóli, röð af litlum tönnum sem gripu hver i aðra og verkuðu svipað þvi sem enn er. Samt liðu mörg ár og margar smá- vegis breytingar voru gerðar, áður en rennilásinn fékk hagnýtt gildi. ENGINN hafði nokkurn tima búið til neitt sem liktist rennilás fyrr en Bandarikja- maðurinn Whitcomb L. Judson fékk þessa snjöllu hugmynd sina. Þó fatnaðurinn breyttist með timunum, voru alltaf á honum tölur og krókar og reimar. Einkum var það á timabili, sem bæöi konur og karlar gengu i háum leðurstig- velum með reimum og llfstykkjum að auki, að mikið verk var að klæða sig úr og i Rennilás Judsons var alveg nýtt. sköpunarverk og enginn veit hvaðan hann fékk hugmyndina. Ekki er mikið vitaö um uppfinningamanninn heldur, nema það að hann starfaði sem vélsmiður i Chicago I lok fyrri aldar. Hann fékk einnig einka- Ungur, sænskur verkfræðingur, Gideon Sundback var ráðinn hjá Judson og eftir ótal tilraunir varð til i höndum hans rennilás, sem hefur svo til ekkert breytzt siðan. Það var árið 1913. Hann gerði tennurnar eins litlar og mögulegt var, til að lásinn gæti beygzt með tauinu og einnig fann hann upp ódýrustu fram- leiösluaðferðina. En fataiðnaðarfólkið hafði enn enga trú fengið á rennilásnum, en þegar banda- riski herinn átti að máta nýja gerð ein- kennisbúninga 1918, var það tilviljun, að á þeim voru rennilásar og þá fór hjóliö að snúast. Herinn reyndi búningana á ýmsan hátt og eini hluti þeirra sem stóðst allar raunirnar var rennilásinn. Arangurinn varö sá, að litla verksmiðjan hans Judsons fékk pöntun á 10 þúsund renni- lásum frá hernum. Þá var farið að nota Fólk I fataiðnaði hafði alls engan áhuga á þessu nýnæmi, taldi það ekki annað en dægurflugu. Eini möguleiki Judsons á að selja rennilása sina var að ganga milli húsa i borginni. Fólk keypti, en aöeins til að forvitnast. Til að hægt væri að hafa þá ódýrari, smiöaði Judsonvél og hóf fjölda- framleiðslu. Eftir dálitil byrjunarvand- ræði, fór framleiðslan að ganga, en framinn og velgengin létu á sér standa. Aðalástæðan var sú, að rennilásinn gat ekki enn keppt við hnappa og reimar: Þeir áttu það nefnilega til að opnast við óheppilegustu tækifæri, þeir voru þungir og ljótir og urðu fljótt ónýtir. rennilása i hanska og tóbakspunga og skóframleiðandi einn setti meira að segja rennilás á gúmmiskóhlifar sinar! Næst þegar þið eruð föst i svefn- pokanum vegna þess að lásinn er bilaður, þá reynið að hugsa um hvað þetta sé merkileg uppfinning. HVAÐ VEIZTU 1. Hvað heitir islenzki félagsmálaráð* herrann? 2. 1 hvaða iandi var renilásinn fundinn upp? 3. Hvaða stafur er aðeins einn punktur á morsi? 4. Hvaða ár beið flotinn ósigrandi ósigur gegn Englendingum? 5. Hvaða þurrkaðan ávöxt köllum við sveskju? C. Hvað hétu vitringarnir þrir frá Austurlöndum? 7. Hvort er það spánska eða Portúgalska, sem er opinbert mál i Chile? 8. Er tekkviðurinn frá Afriku eða Asiu? 9. Hvaða harmleikshetja var það sem Ófeiia elskaði? 10. Hefur einhver fuglategund tennur? Hugsaðu þig vandlega um — en svörin er að finna á bls. 39. 15

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.