Heimilistíminn - 10.10.1974, Blaðsíða 35

Heimilistíminn - 10.10.1974, Blaðsíða 35
Loks gafst Janet upp, síminn var greinilega dauður, það heyrðist ekki einu sinni suð. Hún fleygði tólinu á og hljóp fram í eldhúsið og sótti fleiri hrein handklæði og skæri. Það var kominn stór blóðpollur á gólfið og Bluey leið auðsjáanlega illa — Ég næ ekki sambandi við miðstöð, útskýrði hún og leit nánar á fótinn. Nú var hún búin að ná sér af fyrsta áfallinu og tók að klippa sundur það sem eftir var af buxnaskálinni. — Hvað ætlið þér að gera, frú Stonham? spurði hann og horfði á hendur hennar, meðan hún klippti. — Ég verð að aka þér inneftir, svaraði hún ákveðin . Hún horfði meðaumkunaraugum á hann, því hann fann greinilega mikið til á meðan hún lagði bráðabirgðaumbúðir á sárið. — Fyrirgefðu sagði hún vesældarlega — Ég vona bara að ég sé að gera það rétta. Loks fór hún inn í stofuna og sótti glas af koníaki. — Drekktu þetta meðan ég sæki bílinn, svo förum við eins fIjótt og við getum. Það var ekkert annað fyrir hana að gera, hugsaði hún, þegar hún settist inn í bílinn og setti hann í gang. Alveg vélrænt bakkaði hún út úr bílskúrnum, sneri bílnum og ók upp að dyrunum, því hugurinn var allur hjá mann- inum inni í eldhúsinu. Hún lét vélina ganga og f lýtti sér inn. Svo hjálpaði hún Bleuey á fætur. — Styddu þig bara við mig, skipaði hún — Ekki stíga í fótinn, hallaðu þér bara. Svona já! Hægt og haltrandi gengu þau f ram ganginn og út og blóðslóðin var eftir þau alla leiðina. Það leið yf ir Biuey um leið og hann var kominn inn í aftursætið. Janet lyfti slasaða fætinum upp og setti bílpúðann undir. Svo hl jóp hún f ram f yrir og inn og ók af stað, þannig að Luke hefði lokað augunum og beðið eftir árekstri. En Janet var ekkert að hugsa um reglur núna, aðeins um að komast til bæjarins eins fljótt og hún gæti og rykið var eins og ský á eftir henni, þegar bíllinn þaut eftir veginum f rá Burnettia. Hún mætti engum öðrum bíl, flestir karlmenn voru á dýrasýningunni og kvenfólkið annað hvort í bænum eða að búa til mat. Það var ekki fyrr en hún kom í útjaðar bæjarins, að hún minnkaði hraðann. Hún leit á Bluey og þegar hún sá að hann var með opin augun bað hún hann að vísa sér leiðina til sjúkra- hússins. Það gekk ágætlega og ekki leið á löngu, áður en hann var borinn f rá bilnum á sjúkrabörum og Janet fór með inn til að heyra hvað læknirinn hefði að segja. Hálftíma seinna var henni sagt, að sjúklingurinn þyrfti að fara á skurðarborðið og að þau myndu hringja til Burnettia seinna og segja hvernig honum liði. Janet þakkaði hjúkrunarkonunni og tautaði: — Ég held að ég verði að læra hjálp í viðlögum. Svo brast hún í grát. Hjúkrunarkonan brosti vingjarnlega og leiddi Janet inn á biðstof u. Hún pantaði handa henni te og beið þangað til hún hætti að gráta. — Betra? spurði hún skilningsríkri rödd. Janet kinkaði kolli og tók við vasaklút, sem réttur var að henni. — AAiklu betra viðurkenndi hún. — AAér þykir leitt að láta svona heimskulega en ég hef aldrei séð neitt svona áður. Ég vissi ekki, hvað ég átti að gera og ég hef aldrei ekið i bænum áður og hef ekki einu sinni bílpróf. — Hugsið ekkert um svoleiðis smáræði, f rú Ston- ham, sagði hjúkrunarkonan — Takk, bætti hún við, þegar bakki með tei var réttur inn og Janet tók bollann. — Þetta var áfall fyrir yður, slys eru það alltaf, en ég fullvissa yður um, að þér gerðuð allt það sem hægt var að gera — Gerði ég það? spurði Janet undrandi. Hún þunrkaði sér aftur og uppgötvaði þá, að hún hafði ekki veskið sitt með sér, ekki kápu eða nokkurn hlut. Hún hafði rokið út eins og hún stóð. — Ég hélt, að honum ætlaði að blæða út. — Nei, sagði hjúkrunarkonan róandi. — En það er samt slæmt, að vita ekkert í hjálp í viðlögum. Hvað eigið þér heima langt frá bænum? — Fjórtán kílómetra. — Það er nógu langt, þegar eitthvað kemur f yrir. — Síminn var bilaður og ég náði engu sambandi og þá var ekkert annað að gera en aka með hann hingað.— Já sagði hún hugsandi og leit á hjúkruna- konuna.— Það væri sennilega skynsamlegt að vita eitthvað í hjálp í viðlögum. hvar get ég lært það? Tveimur tebollum og stundarfjórðungi síðar, hafði hún bundið það fastmælum við hjúkrunar- konuna að hún innritaði hana á námskeið, sem haldið var einu sinni í viku og boðið henni í staðinn að heimsækja sig á Burnettia. Auk þess var hún ákveðin í að fá ökuskírteinið eins f Ijótt og mögulegt væri. Svo yfirgaf hún sjúkrahúsið og ók gegn um bæinn, án þess að hugsa nokkuð um umferðar- reglur. Henni fannst hún alveg örugg í bíl núna og flytti sér heim, eftir veginum, sem hún var nú farin að þekkja. Neil kom heim af dýrasýningunni fyrr en hann hafði ætlað sér, því allan daginn hafði hann haft samvizkubit yfir því hvernig hann talaði við Janet kvöldið áður. Það var ósköp skiljanlegt að hún vildi 35

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.