Heimilistíminn - 10.10.1974, Blaðsíða 18

Heimilistíminn - 10.10.1974, Blaðsíða 18
Sitthvað um krydd ÞAÐ er bæði heimilislegt og þægilegt að hafa kryddhillu við eldavélina, fulla af fallegum, glærum kryddglösum. En 1 rauninni er það óþægilegt fyrir kryddið. Ef maður er að þessu vegna kryddbragðsins, en ekki útlits hillunn- ar, ætti heldur að geyma kryddið á þurrum, dimmum og svölum stað. Annars geta dryddkaup veriðeins og að kaupa köttinn i sekknum. Vilji maður fá allt góða bragðið fyrir pen- ingana, þá eru hérna nokkur kryddráð: Ef mögulegt er, þá lyktið af kryddinu, lyktin á að vera sterk. Athugið kryddið vandlega, steytt krydd á að vera allt eins. Snúið glasinu og litið á botninn, til að sjá, hvort dryddið er hreint. Óhreinindin falla yfirleit til botns. Blaðkrydd á að vera stykki úr blöðum, en ekki hýði eða greinarbútar. Kaupið helzt heilt krydd og steytið það rétt fyrir notkun. Þannig gefur það bezt bragð og endingu. Kaupið eins litið i einu og hægt er, þvi krydd tapar fljótt styrk leika sinum. Athugið dagsetningar á glösunum, séu þær fyrir hendi. Krydd i lausri vigt er mun ódýrara en i glösum. Geymið alls ekki drydd I plastilátum og •' enn siður I pokum, Gler leir- og postulinsflát með þéttu loki eru bezt. Ætandi oliur i kryddi geta leyst upp plast og gert plastbragð af kryddinu. Sé krydd rétt geymt getur það enzt scm hér segir Heilt krydd i 4 til 5 ár, steytt krydd í tvö ár og blaökrydd i eitt ár. Ljoo Guðjón Sveinbjörnsson: Álfkonan Gekk ég und bergið bláa, blikar við sólarlag, bak við einn hólinn háa, hljóölát sat þennan dag, kona ein, kynjafögur, kolsvart með hárið slétt, svo hafa sagt mér sögur sú mundi af álfastétt. Mæla tók mærin frlöa, mest þó við sjálfa sig, örlögin á mig strlða, ó drottinn leiddu mig. Sendu mér sól i hjarta, sendu mér frið og ró, svo eignist ég ævibjarta, ein er min sálarfró. Svo þegar sá mig svanni, sól skein á mina brá, hjá álfkonu og mennskum manni, myndaðist ástarþrá. (Jt breiddi arma sina, mig umlukti brjóstið við, sólgeislar dagsins dvina, döggvaðist jarðarsvið. HeiIIað þig hefi vinur, hjartkæri prinsinn minn, i hamrinum háa dynur, hverf ég þar bráðum inn. Gleymdu mér aldrei góði, gafstu mér lifsins vor, augnablik ástin glóði, einn hafðir kjark og þor. Svo hvarf i bergið bláa, brúðurin hjarta mins, Ég stóð viö hólinn háa, hún fóf til óðals sins. Sfðar um sömu nóttu, svaf ég und hólnum þeim, seggir mig þangaö sóttu og sögðu mér koma heim. O, hvað ég elska og þrái æ siðan þessa snót, þó aldreiég aftur fái að auðsýna bliðuhót. Einmana oft ég stari á þennan sæluhól, sjálfur þó sjalran fari að sjá okkar kærieiksból. Sigurður Draumland: Nótt r i Fen- eyjum Miðnætursól við hafsbrún suður af Stokkseyri signdi kyrrðina yfir Flóanum. Dimmrauð ský urðu bládökk hinum megin. Og smáum gullnum ljós-stöfum uxu löng nef, sem þeir gáfu hinum dekkri hliöum næturinnar. Það var ball i Bæ og boms I strengjum þegar nýju danslögin hrinu. Segið svo að aldrei veröi bylting á íslandi. Þvi gamlir Vlnarvalsar hlupu inn i salinn og sungu sjálfa sig opnum munnum langastund. Og vængir komu og flugu með fólkið úti sólnóttina. 18

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.