Heimilistíminn - 10.10.1974, Blaðsíða 3

Heimilistíminn - 10.10.1974, Blaðsíða 3
Alvitur. Getur þú sagt mér, hvenær haldnir eru fundir hjá K.F.U.K. við Amt- mannsstig i Reykjavik? t öðru lagi langar mig til að eignast pennavini i Færeyjum og þætti vænt um, ef þú gætir gefið mér nafn og heimilisfang blaðs þar. Svo vil ég lýsa ánægju minni með Heimilis-TImann, mér finnst blaðið bæði gott og skemmtilegt. Þórunn Svar: Hjá K.F. U.K. við Amtmanns- stlg eru tvær deildir. Hjá yngri deild, 9-12 ára, eru fundir haldnir á mánu- dögum, klukkan 6, en hjá unglinga- deild, 13-16 ára, eru fundir á fimmtu- dagskvöldum kl. 20.30. Varðandi pennavini i Færeyjum get- urðu skrifað til blaðsins „14. septem- ber”, sem hefur pósthólf 62, Þórshöfn. Alvitur Breiðar feitabollur Kæri Alvitur! Mig langar til að biðja þig um gott ráð til að megra mig. Ég er 166 sm há, 67 kíló, mittismáiið er 88 sm, mjaömirn- ar eru 100 cm. lærin 54 sm um miðjuna og svo er ég með útstandandi maga. Svo er það þetta venjulega: Hvernig er skriftin og stafsetningin og hvernig eiga Meyja (stelpa) og strákur í tvi- buramerkinu saman? Bolla. Svar: Ég hef fengið þó nokkur bréf með beiðni um ráð við megrun. öllum er þeim svarandi á einn veg: Ég væri löngu milljónamæringur og heims- frægt fyrirbæri, ef ég kynni eitthvert ráð, sem er bæði auðvelt, þægilegt og fljótlegt. Það eina, sem ég get fullyrt að bregzt ekki, er að boröa minna og hreyfa sig meira. Við útstandandi maga er ráð aö gera æfingar, til dæmis liggja á bakinu og hjóla upp I loft með fótunum nokkur hundruð sinnum, til dæmis i rúminu kvölds og morgna. Annars læt ég hér fljóta með nýjustu fullyrðinguna frá lækni: Allt áfengi er bráðfitandi. Einn drykkur af sterku áfengi er á viö smurða brauösneið og ekki batnar það ef gosdrykkur er saman viö. Ein venjuleg gosflaska er á viö 11 sykurmola. Skriftin er greinileg, en svolítiö barnaleg og óákveðin, stafsetningin er ágæt. Tvíburastrákur og Meyjar- stelpa eiga það til að veröa ástfangin I einum grænum, en hann er fremur óstöðugur I rásinni, svo alls ekki er vist að hann endist lengi. Alvitur. Alvitur! Ég þarf svo sem ekki beint að spyrja þig, bara að segja þér, hvað sumt getur farið I taugarnir á mér. Til dæmis hvernig konfekti er pakkað inn. Er nauðsynlegt að hafa allan þennan glanspappir og slaufur, sem gerir kon- fektið mun dýrara? Maður fleygir þvi öllu Um daginn var ég i búð og heyrði þá afgreiðslumann segja konu, sem var að kaupa sér vaskafat, aö það væri úr ekta plasti. Er það til, eða var hann aö gera grin að konutetrinu Úrillur svar: Þætti þér gaman að gefa þinni heittelskuðu konfekt, sem liti út eins og stórt stykki af suðusúkkulaði af út- sölu? Um hitt er vist bara hægt að segja, að plast er plast Alvitur Kæra Alvitur! Ég nota dálitið af svörtum augnahára- lit, og mig klæjar alltaf undan honum, þegar fer að liða á daginn. Ef ég nudda augun, detta mörg hár af. Hvað á eg að gera til að verða ekki augnaháralaus? Ella svar: Einfaldlega hætta að sverta þig. Ég get ekki imyndað mér, að það sé fallegra, ef þú þarft að nudda augun mikiö. En ef þú þarft nauðsynlega að mála þig eitthvað um augun, þá reyndu að draga mjóa linu á augna- lokið ofan við hárin með eye? liner. Ef þig klæjar samt, verðurðu að hætta alveg að mála þig um augun, nema þú viljir heldur nota gerviaugn- hár og klæja þrátt fyrir allt Alvitur Meðal efnis í þessu blaði: Komu menn úr geimnum til jarðar?. Bls. Esther Vilar með nýja bók........ — Hunang — hollast ails............ — Tilboð merkt,, Einmana", smásaga. — Apaspil! ......................... — Pop, Alvin Stardust.............. — Þegar Stubbur tók gleði sína, barnasaga — Enginn vildi nota rennilásinn..... — Hvaðveiztu?........................... — -5 Eldhúskrókurinn....................... — -6 Sitthvað um krydd..................... — 18 Tvöljóð............................... — 18 Etum, drekkum og verum glaðir....... - • 19 Bleyjubuxur í búntum.................. — 20 Föndurhornið.......................... — 22 Ma Ling og töf rakústurinn hans....... — 23 Málverkið, sem greiddi veginn......... — 26 Þáttur úr daglegu lif i, agsaga....... — 28 Eruþæreins?........................... — 30 4 Pennavinir............................. — 31 6 Brúður í þjóðbúningum.................. — 31 7 Konur og Nóbelsverðlaun................ — 31 8 Þúsund mílur f rá umeheiminum.......... — 32 10 Kötturinn Bastian, f rh. saga.......... — 33 12 ökunnur eiginmaður, f rh. saga......... — 35 13 Ennfremur skrítlur, húsráð, krossgáta, póst- 15 kassi o.fl. 3

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.