Heimilistíminn - 10.10.1974, Blaðsíða 34

Heimilistíminn - 10.10.1974, Blaðsíða 34
hjólbarða, sem stóðu upp við skúr. Hann gæti legið innan i þeim og horft inn tii bæjarins, sem hann var nú kominn nálægt. Hann liktist ekki lengur afmælistertu með kertum, nú var hann miklu, mikiu stærri og ljósin miklu fleiri og þetta var miklu fallegra svona. Bastian lá og hugsaði um, að hann þurfti yfir járnbrautina daginn eftir. Ef hann var alveg hreinskilinn, þá var hann dálitið hræddur við þessa járnbraut. En samt sem áður sofnaði hann fljótlega. Bastían var vakinn snemma morguninn eftir. Rödd sagði: —Þú mátt ekki sofa hér! Og rétt á eftir sagði önnur rödd: — Nei, það má ekki sofa hérna! Bastian gægðist út úr hjólbarðanum og sá tvo broddgelti. — Það er lögreglan, sagði annar þeirra. — Já, það er lögreglan, sagði hinn. Svo tóku þeir hvor sitt blikklokið og sýndu Bastian. Á lokið var skrifað: Lögregla. Bastian deplaði augunum og athugaði þetta vandlega. — Já, sagði hann svo og geispaði.— Það stendur lögregla þarna, ég sé það vel. Skrifuðuð þið það sjáifir? — Nú skaltu gæta þin, sagði annar brodd- gölturinn. — Já, þú skalt haga þér almennilega, sagði hinn. 34 — Jæja! Alltilagi! svaraði Bastian, sem var nú alveg vaknaður. — Ég er Lási lögga, sagði annar broddgölt- urinn. — Og ég er Láki lögga, kynnti hinn sig. — Ég er Sebastian Mendelsohn Tsjaikow- sky, sagði Bastian. — Góðan daginn! — Þú skalt ekki reyna að vera sniðugur, karlinn, sagði Lási lögga og reisti broddana. — Nei, ekki að reyna neina fyndni, ungi maður, bætti Láki lögga við og reisti líka broddana. — Afsakið, en hvað hef ég eiginlega gert? spurði Bastian. — Er það voðalega rangt að leggjast til svefns i þessum gamla hjólbarða? — Það stendur i lögreglusamþykktinni, svaraði Lási lögga. — Hvað getur maður lesið lögreglusam- þykktina? spurði Bastian aftur. — Samþykktina! hrópaði Lási lögga reiður. Hana getur maður hvergi lesið. Það á maður að vita! — Já, en ef maður getur hvergi lesið það, hvernig á maður þá að vita, hvað stendur i lög- reglusamþykktinni? Nú var Bastian orðinn gramur. — Samþykktin! hrópaði Láki lögga æstur. — Já, en.... sagði Bastian, sem farið var að liða illa. — Ég spurði bara. — Þú átt ekki að spyrja, þú átt að svara, sagði Lási lögga, — og svo áttu að þegja og ekki vera með neina frekju. — Nei, enga frekju, endurtók Láki lögga. — Við gerum skýrslu og skrifum allt niður, sagði Lási lögga. — Við skrifum allt niður og skrifum allar at- hugasemdir upp, sagði Láki með myndugleik. Svo tók annar þeirra einn brodd af sér, en hinn náði i rababarablað, sem hann hafði falið á maganum á sér. Þeir breiddu blaðið á flatan stein og byrjuðu svo að skrifa. Fyrst skrifuðu þeir hvaða dagur var og hvað klukkan var og hversu langt væri fram að mat. Þá skrifuðu þeir hvaða ár var og hvort það var hlaupár eða ekki. Siðan hvað þeir hétu og dálitið um veðrið. Bastian fór að þvo sér á meðan. Loks skrifuðu þeir hvað margir hjólbarðar væru þarna, hvað þeir voru stórir og hve mörg göt væru á hverj- um þeirra. — Þá er það nafnið þitt, sagði Lási lögga. — En nú á það að vera rétt. — Það var það lika áðan, svaraði Bastian, sem var að þvo sér um framlappirnar. — Ég Framhald.

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.