Heimilistíminn - 10.10.1974, Blaðsíða 16

Heimilistíminn - 10.10.1974, Blaðsíða 16
Hollt, en gott Flestir hafa á tilfinningunni að hollur matur sé vondur matur. Hvers vegna það er, vitum við ekki, en kannske höfum við ekki hugsað nægilega um holla matinn. En hér með sönnum við, að hollur matur er líka góður. Reynið eitthvað af þessu. I öllum uppskriftunum er lögö áherzla á fáar hitaeiningar og mikið af bætiefnum, málmsöitum og eggjahvituefni. Ef þið hafið sérstakan áhuga á mat sem er auö- ugur af málmsöltum, getur verið gott aö vita, að járn er I lifur, hjörtum, nýrum, grænu grænmeti, grófu hveiti, rúsínum og sveskjum. Magnesium er i kjöti, brauði, grænmeti, rúsinum og döðlum. Mangan er i baunum, korni, grænum plöntuhlut- um, hnetum og teblöðum. Kóbolt er i öllu kjöti, en ekki Igrænmeti að þvi bezt er vit- aö. Kopar er i lifur, nýrum, grænmeti og öllum járnauðugum matvælum og zink er 1 kjöti, grænum plöntuhlutum og drykkj arvatni. Og þá eru það uppskriftirnar: Sildarsalat 1/2 kg nýjar kartöflur, 1/4 kg grænar baunir, gjarnan hýðisbaunir, 2 tsk. olia, 2 útvötnuð kryddslldarflök eða svipað magn af gaffaibitum úr dós, 1 dl. hrein youghurt, 1 litill laukur, hvltlauksgeiri, hvltur pipar. Sjóðið kartöflurnar, afhýðir þær og látið kólna. Hitið baunirnar I oliunni og litlu af vatni og salti. Skerið sildina niður og jafn- iö saman við niðurbrytjaöar kartöflurnar og baunirnar. Búiö til sósu úr youghurt- inni, rifnum lauk, mörðum hvitlauk, salti og pipar. Hellið nokkrum skeiðum yfir salatið og beriö afganginn með, ásamt heilhveitibrauöi eöa hrökkbrauði. Agúrkufars 2 stórar agúrkur, 1 sitróna, salt, um 100 gr. lifur, um 200 gr. magurt svlnakjöt, 100 gr. sveppir, 1 egg, 2-3 msk mulið hrökk- brauð, 2 iaukar, steinselja, cayennepipar, 1 msk malsolia eða sojaolla. Afhýöið agúrkurnar og kljúfið eftir endi- löngu. Takiö kjarnann úr. Núið agúrkurn- ar með sltrónusafa og geymiö þær á köld- um stað meðan farsið er búið til. Hakkið lifrina, svinakjötið, sveppina og annan laukinn saman og hrærið siðan saman við þaö egginu, hrökkbrauðinu, 2 msk. saxaðri steinselju og salti eftir smekk. Skerið agúrkurnar I 4-5 hluta hvora og þurrkiö af þeim vatnið. Leggið síöan bit- ana saman tvo og tvo með farsi á milli. Setjið I djúpa pönnu meö oliunni. Ef af- gangur er af farsinu, er hinn laukurinn saxaður saman viö þaö og litlar bollur lagðar milli agúrkubitanna á pönnunni. Helliö einum bolla eða svo af brænmetis- vatni út á og gufusjóöiö réttinn undir lokiö viö hægan hita I 20 minútur. Borið fram með nýjum, soðnum kartöflum. Fersk tómatsúpa 1 kiló fullþroskaðir tómatar, 1 laukur, 1 tesk. sojaolia, 3-4 di. grænmetisvatn, salt, pipar, paprika, merian, basilikum, 1-2 dl sýrður rjómi eða hrein yoghurt, grasiauk- ur. Þvoið tómatana úr volgu vatni og skerið hvern i fjóra báta. Gufusjóðið tómatana I oliunni ásamt söxuðum lauknum við hæg- an hita I 5 mlnútur, bætiö vatninu I og sjóðið allt undir loki, þar til tómatarnir veröa að mauki. Merjið maukið gegn um sigti og sjóðið siðan svolitiö þar til það er jafnt og bragðbætið meö kryddinu. Berið súpuna fram heita meö skeið af rjóman- um út á. Stráið söxuöum graslauk yfir. Sumarpottur 50 g bacon I þunnum sneiðum, 2 iaukar, 1/2 kg gulrætur, 1/2 kg nýjar kartöflur, 1/4 hvitkálshöfuð, slat, pipar, 2 bollar grænmetisvatn eða kjötseyði, steinselja. merian. Klippið baconsneiðarnar I mjóar ræmur og brúniö þær litið eitt I potti. Bætiö i lauknum I hringjum, gulrótunum I kartöflunum i bitum og kálinu I ræmum. Jafnið saman i pottinum og stráið salti og pipar yfir. Helliö seyöinu yfir og látiö allt sjóða við hægan hita, þangað til græn- metið er meyrt. Bragðbætið með saxaðri steinselju og merian. Þennan réttmá nota sem stjálfstæðan rétt en einnig er hann ágætur með steiktri lifur til dæmis. Steikt blómkál 1 stórt, þétt blómkáishöfuð, 1 sitróna, salt, eggjahvita, muliö hrökkbrauð, sojamjöl, sojaolla. Skiptið blómkálinu I brúska og snöggsjóð- ið þá I léttsöltuðu vatni með sitrónusafa i. Látið renna vel af þeim. Þeytið eggjahvit- una meö 1 msk af. vatni. Blandið jafn- miklu af hrökkbrauðsmylsnunni og soja- mjölinu og svolitlu salti i skál. Veltið blómkálsbrúskunum I eggjahvitunni og siðan I mjölblöndunni. Hitið oliuna i potti þangað til hún er svo heit, aðhún freyðir um eldspýtu. Setjið þá nokkra brúska i einu og steikiö þá ljósbrúna. Látið olluna siga af þeim á eldhúspappir. Gætið þess að olían sé alltaf nógu heit, annars dregur kálið til sin allt of mikla oliu og þaö er ekki meiningin, þegar maturinn á aö vera hollur. 16

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.