Heimilistíminn - 10.10.1974, Blaðsíða 24
fugla með töfrapenslinum, en fuglarnir
breiddu út vængina og flugu út i geiminn,
þar sem þeir fóru að syngja glaðlega fyrir
hann. Hann máiaði fiska, og þeir slógu til
sporðinum og skutust út í ána og syntu svo
fyrir hann i vatnsskorpunni, og það var
gaman að sjá. Ma I-ing varð himinlifandi.
Ma Ling málaði á hverjum degi fyrir
fátæklingana i þorpinu. Hann málaði
plóga, hlýjárn og oliulampa, eða lyktir
þar til allar fjölskyldur áttu nóg en áður
var litiö til af öllu.
En það er ekki hægt að varðveita neitt
leyndarmál til lengdar. Kréttin um töfra-
pensilinn hans Ma Ling komst til landeig-
andans i þorpinu, og landeigandinn sendi
tvo af mönnuin sinum til að taka
hann lastan. Hann ætlaði að neyða dreng-
inn til aö mála fyrir sig.
Þótt Ma Ling væri aðeins unglingur, þá
var hann hugrakkur. Honum leizt ekki á
landeigandann og sá i gegnum hann.
Hann neitaði að mála fyrir hann, hvernig
sem hann hótaði honum eða kjassaði
hann. Ma Ling vildi ekki mála eina
einustu mynd. Svo landeigandinn lokaði
hann inni i gripahúsi og fór að svelta
hann.
Þrem dögum siðar kyngdi niður mikl-
um snjó, og snjórinn var eins og þykk
ábreiða á jörðinni. Landeigandinn fór nú
út i gripahúsið, þvi hann hélt, að Ma Ling
væri dauöur úr kulda eða hungri. En
þegar hann kom i dyrnar, þá sá hann, að
það logaöi glaðlegur eldur i húsinu. og á
móji honum lagði ilmandi matarlykt.
Hann gægöist nú betur inn um rifuna með
hurðinni, og þá sá hann Ma Ling, þar sem
hann stóð viö stóran ofn og var að borða
nýtt brauð. Landeigandinn gat varla
trúað sinum eigin augum. Hvaðan kom
þessi ofn.og hvaðan var þetta brauð? Svo
skiidi hann, að Ma Ling hafði málaö þetta.
Skjálfandi af reiði skipaði hann mönnum
sinum að drepa Ma Ling og taka töfra-
pensilinn. Margir æstir menn ruddust nú
inn í kofann. Þeir náðu ekki drengnum, en
þeir fundu stiga, sem reistur hafði verið
upp við vegginn. Þennan stiga hafði Ma
Ling notað til að komast undan. Landeig-
andinn þaut upp í stigann, en féll niður,
áður en hann komst upp i þriðju tröppu,
og þegar hann komst á fætur aftur, var
stiginn horfinn.
Eftir að Ma Ling komst úr úr fangelsi
landeigandans, þá vissi hann, að honum
myndi ekki duga að fela sig i þorpinu,
hann myndi aðeins setja vini sina i
vandræði. Hann varð að fara langt burt.
Hann kvaddi þorpið og sagði: ,,Verið
heilir, góðir grannar og vinir.
Svo málaði hann fallegan hest, steig á
bak og þeysti burt eftir þjóðveginum.
Ilann hafði ekki farið langt, þegar hann
heyrði hávaða á eftir sér. Hann leit við og
sá landeigandann ásamt tuttugu þjónum,
sem eltu bann á hestum. Þeir voru með
blys og vopn, og hann sá blikandi sverð i
hendi landeigandans. Þeir komust brát
mjög nærri honum. Ma Ling dró upp boga
og örvar með töfrapenslinum og setti svo
ör á streng. „Hviss”, örin þaut af strengn-
um og hitti landeigandann i hálsinn.og
hann valt af hestinum. Svo sló Ma Ling i
gæðing sinn.og hann þaut sem fugl flygi
burt úr þorpinu.
Ma Ling hleypti nú hestinum eftir
þjóðveginum i marga daga og margar
nætur án þess að stanza, þar til hann kom
að stórri borg. Hann var kominn óralangt
frá þorpinu sinu.
Hann reyndi að fá vinnu i borginni, en
gat enga vinnu fengið, svo hann fór að
mála og seldi myndirnar þar á
markaðnum. En til þess að engan skyidi
gruna neitt, þá lauk hann engri mynd
alveg, svo þær lifnuðu ekki. Hann lét oft
vanta nefið á fuglana og eina löpp á dýrin.
Einn daginn málaði hann trönu og lét
vanta i hana augun. En það láku b’lék-
dropar á höfuðið á henni þar sem augun
áttu að vera, og þá opnaði tranan augun,
breiddi út vængina og flaug burt. Borgar-
búar komust strax að þessu og einhver
tilkynnti þetta keisaranum, sem undir
eins lét sækja Ma Ling og koma með hann
til hirðarinnar.
Ma Ling hafði heyrt margar sögur af
grimmd keisarans við fátæklinga, og Ma
Ling fyrirleit hann fyrir illsku hans. Ma
Ling ætlaði ekki að þjóna svona manni.
Þegar nú keisarinn skipaði honum að
mála dreka, þá málaði hann frosk. Og
þegar keisarinn skipaði honum að mála
fuglinn Fönix, þá málaði hann hana.
Þessi ljóti froskur og rytjulegi hani
hoppuðu báðir umhverfis keisarann og
skitu alls staðar á gólfið i höllinni, svo
lyktin þar varð mjög vond. Keisarinn var
24