Heimilistíminn - 10.10.1974, Blaðsíða 8

Heimilistíminn - 10.10.1974, Blaðsíða 8
gan Tilboð merkt „Einmana" MYNDIN var svo leiöinleg, aö meira aö segja Gunna frænka, sem segist ekki geta sofiö nema meö bindi fyrir augunum og tappa í eyrunum, steinsofnaði framan viö tækiö. Mamma heklaöi, pabbi las I blaöinu og Sunneva systir lakkaði á sér neglurnar og gægðist ööru hverju á skjá- inn. Þórunn vinkona min gat ekki stillt sig um aö brosa meðan hún beiö þess aö feimna hetjan safnaði kjarki og kyssti heimskulegu brúðuna, sem stóð og gróf nefið niöur i rós. Þegar kossinn var loksins afstaöinn og hetjan sleppti dúkkunni, sem var næstum fallin i yfirliö, stóö ég upp og greip i hárið á Þórunni. — Eigum viö ekki heldur aö koma inn i herbergi? Hún kom og við sát- um góöa stund þegjandi, hlustuðum á plötur og lásum i vikublööum. — Úff, andvarpaði Þórunn eftir kortér. — Skelfing er lifið leiðinlegt. — Maður skapar sér skemmtunina sjálfur, sagöi ég spekingslega og leit á hana. — Hefurðu ekki heyrt fuilorðna fólkiö segja það? Hún geispaði og fletti blaðinu. Skyndi- lega rak hún upp lágt óp og veifaði blaðinu. — Unnur! Nú veit ég! — Hvað? spurði ég. — Sjáðu til, svaraði hún og tók að lesa upphátt: „Feiminn piltur, tvitugur að aldri. Er nýlega fluttur i bæinn og er einmana. Hef áhuga á útilífi, góðri tónlist og ljóðum. Óli.” — Þessi er varla við þitt hæfi, sagði ég þurrlega. — Ef þú hefðir auglýst eftir ein- hverjum, væri það eitthvað i þessa áttina: „Löguleg skvisa, 17 ára, vill kynnast siðhærðum, hressum gæja á svipuðum aldri. Áhugamál: Osmonds, kókosbollur og föt. Hata þýzkar sagnir, sterkan ost og erfiöi”. — Rabarbaraleggurinn þinn! hvæsti Þórunn hlægjandi. — Við svörum auglýsingunni, bara upp á grin. Sérðu ekki þenna Óla fyrir þér? Langur og renglulegur og hefur áhuga á Henry Fonda, Tarje Vesaas, löngum kvæðum. 8 Þekkir ekki muninn á hjólbörumog sjón- varpstæki. — Allt i lagi, góða. Skrifaðu óla eins mikið og þú getur. — Allt i lagi. Ég skrifa og þú kemur. Hugsaðu þér, hvað það getur orðið skemmtilegt. Ég hef oft velt þvi fyrir mér, hvers konar fólk það er, sem auglýstir eftir kunningsskap. Ekki neita, Unnur. Eftir hálftlma gafst ég upp að mótmæla af einskærri þreytu. Þórunn hefur nefni- lega einstakan hæfileika til að fá það sem hún vill. Ég gleymi aldrei þgar hún plataði mig til að leggja fiskiflutu I pylsu- brauðog borða alltsaman. Ég fékk tikall I staðinn. Við vorum ekki stórar þá, en það er sama...... Þórunn er bara dugleg að skrifa — meðan það er ekki ritgerð — og það tók hana ekki langan tima að setja saman eftirfarandi: „Kæri Óli. Ég er tæplega 17 ára stúlka. Þessa stundina er ég ákaflega einmana og langar til að eiga vin, sem hefur sömu áhugamál og ég: sigilda tónlist, ljóð.náttúruna... já áhuga á öllu, sem er fallegt og verðmætt i heiminum.” — Er þetta ekki svolitið orðum aukið? spurði ég varlega. — Veslings strákurinn, hann heldur að mér sé alvara. — Púff, svaraði Þórunn. — Hann þarf ekkert að vita, að þú ert að gera grin. Þú dregur þig út úr þessu eftir aö hafa hitt hann tvisvar, þrisvar. Það sem skiptir máli er að komast að þvi hvernig hann er...að fá eitthvað til að hlægja að, þú skilur. — En ef hann svarar ekki bréfinu, sagði ég vongóð. — Hann svarar, sagði hún ákveðin. — Bíddu bara og sjáðu. Hún hafði rétt fyrir sér. Viku seinna kom svar frá Óla. Ég hringdi beint til Þór- unnar og hún kom á stundinni, þreif af mér umslagið og velti fyrir sér utan- áskriftinni. Við komum okkur saman um, að skrift- in væri svolitið óákveðin. ópersónuleg, sagði Þórunn. Eftir að við höfðum hlegið svolitiö af þvi hvað u-in hans voru hjól- beinóttk, opnuðum viö umslagið varlega. En þegar við fórum að rannsaka þessar fáu linur, urðum við hissa. Eftir þvi sem við komust næst, var ekki ein einasta staf- setningarvilla I þeim og auk þess bar inni- haldið vott um að Óli var ekki heimskur. „Kæra Unnur. Takk fyrir bréfið. Þú litur út fyrir að vera bara bezta stelpa.” Síðan kom upptalning á eftirlætisskáldun- um hans og nokkur vers úr kvæöi. „Finnst þér nokkuö jafn fallegt og þetta? Eigum við ekki að hittast og tala saman? Ég skal vera fyrir utan Grænu mylluna klukkan 7 á miövikudaginn”. — Ætlarðu ekki að hlægja, sagði ég og leit á Þórunni. Hún roðnaði. Þetta var i fyrsta sinn, sem ég hef séð Þórunni roðna. Það er ekki svo litið, þvl að ég hef þekkt hana i 15 ár. Alveg síðan við hittumst I sandkassanum. — Mér finnst ég asni, sagði hún loksins. — En þú? — Gettu! sagði ég með áherzlu. Hún las bréfið aftur og andvarpaði. Það versta er, að ég er svolitið hrifin af þessu ljóði, sagði hún hugsandi. — Skrifaðu. Ég stundi. — Skrifaðu strax! An þess að svara, greip hún blað og penna og skrifaði: „Kæri óli. Ég get þvi miður ekki hitt þig, hvorki núna né seinna. Það gerðist svolltið. Fyrirgefðu. Unnur.” Fimm dögum seinna, þegar ég kom úr skólanum, stóð ókunnur piltur skammt frá hliðinu heima. Hann var meðalhár, dökkhærður og alvarlegur á svip. Hjartaö I mér steypti sér kollhnis. Þetta hlaut að vera Óli. Hann beið þangað til ég snerti hliðið, þá gekk hann til min og sagði: — Ert þú Unnur? Ég kinkaði kolli og kom ekki upp orði. — Ég er óli. Hann brosti og rétti fram höndina, en varð þá litið á bókina, sem ég héltundir hendinni og las titilinn upphátt: — Þverskurður. Tólf ljóðskáld kynna sig. Almáttugur! — Má ég bjóða þér inn? spurði ég og opnaði hliöiö. — Ég þarf að..játa dálitiö. Hann setti upp skilningssvip, en það vottaði fyrir brosi I munnvikjunum. — Vertu alveg róleg, sagði hann og brosti. — Ég þarf lika að játa svolítið. Ég Framhald á bls. 38

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.