Heimilistíminn - 21.11.1974, Page 14
missti fótfestuna, rann niður tröppuna og
skall í gólfið. Það var eins og öklinn á mér
hefði snúizt heilan hring og ég veinaði af
sársauka og hræðslu.
Ég þreif til simans og tókst um leið að
draga hann niður á gólf með brauki og
bramli og velta borðinu um koll. Þetta var
eins konar keðjuverkun eins og i gömlum
Chaplin-m yndum.
— Halló, æpti ég i tólið. — Halló! En
hver sem verið hafði i simanum, var
farinn. Ég barst í grát, fann til I ökklanum
— og þá hringdi dyrabjallan.
— Kom inn. Það er opið, kallaði ég!
Það var hann, Reynir Hólm, sem átti
heima i kjallaranum. Hann leit á mig,
eins og ég hefði gert þetta allt viljandi, en
hjálpaði mér siðan upp á stól.
— Ertu i heilu lagi? spurði hann. Ég
góndi á hann, þegar hann reisti við
tröppuna og borðið og tók upp simann.
— Ég held, að ég sé ökklabrotin,
veinaði ég.
— Má ég sjá? Hann settist á hækjur
sinar framan við mig. — Ég var að velta
fyrir mér hvaða skruðningar þetta eigin-
lega væru. Ég var farinn að búast við þér
gegn um loftið.
— Nei, svaraði ég æst. — Ég reyndi, en
skipti um skoðun. Annars leik ég mér að
þvi að velta tröppunni, svona til að halda
mér I þjálfun.
— Leiðinlegt að trufla þig I miðri
æfingu, sagði hann bara.
Varlega tók hann af mér gömlu striga-
skóna með gatinu á tánni. Hárið á mér
stóð beint upp i loftið, peysan var allt of
litil og buxurnar of þröngar. Það hlýtur að
hafa verið gaman fyrir hann að virða mig
fyrir sér. Hann var hins vegar mjög vel
klæddur. Égleitniður á höfuð hans. Hárið
var fallega liðað.
— Ekkert brotið, tilkynnti hann. Togn-
un held ég. Attu teygjubindi?
— Nei, svaraði ég.
— Þú ættir að eiga sjúkrakassa, sagði
hann striðnislega. — Ég á bindi niðri. Ég
skal dýfa þvi i kalt vatn og taka það með
mér upp.
— Það er ekki nauðsynlegt, sagði ég
hnarreist.
Hann leit hvasst á mig. Við dyrnar nam
hann staðar og spurði: — Hvers vegna
reynir þú ekki yoga? Það er afslappandi
og reynir minna á ökklana en þetta.
Mér leiðist óhemjulega menn, sem
reyna að vera fyndnir. En ég hafði sjálf
sagt, að ég notaði tröppuna til æfinga. —
Leitt, að hávaðinn skyldi trufla þig, sagði
ég hvasst.
— Trufla mig. Auðvitað gerði hann það.
Ég hélt, að þú hefðir fundið innbrotsþjóf i
matarskápnum — eða karlmann undir
rúminu.
Hann glotti illgirnislega. Hann var
sniðugur lika. Ég hataði hann. Vonandi
gleymdi hann að koma aftur með teygju-
bindið.
Hann var lengi burtu. Ég reyndi að
standa upp og heill her af smápúkum
stakk glóandi kvislum i ökklann á mér.
Ég settist aftur og skömmu siðar kom
Reynir aftur með bindið og tebolla.
— Heitt, sterkt og sætt, sagði hann
ákveðinn. — Gott við áföllum. Drekktu.
Mér leiðast ráðrikir karlmenn, en hugs-
unin var góð . og svo saup ég á teinu. Hann
var einstaklega mjúkhentur við að vefja
bindið um ökklann.
— Ég hef stundað hjálp i viðlögum,
sagði hann mér, án þess að lita upp. —
Fyrir mörgum árum, en ég hef gott minni
og nokkur prófskirteini ef þú þarft með-
mæli.
Ég einbeitti mér að höfði hans. — Þú ert
vist að læra, sagði ég og sagði honum svo
hvað Silla hafði sagt. Hann lauk við að
vefja áður en hann svaraði.
— Ég ætla að verða arkitekt og vinn á
teiknistofu eins og er, en það er langt
þangað til ég get tekið próf.
Hann leit upp og allt i einu varð mér
ljóst, að hann var bara snotur, ef hægt er
aö segja það um stóran karlmann. Það
var ranglátt, þvi að ég var búin að ákveða
að láta mér ekki geðjast að honum.
— Þetta hlýtur að hafa verið merkilegt
simtal, sem þú áttir von á, fyrst þú flýttir
þér svona mikiö að svara, sagði hann.
— Ég veit ekki hver það var, svaraði
ég. — Viðkomandi lagði á. Haltu áfram,
sagöi ég við sjálfa mig. Fullvissaðu þig
um, að það hafi verið Sveinn, af þvi þú
varst að hugsa um hann. En hann hringir
sennilega ekki framar.
Ég beið eftir sársaukanum i hjartanu en
ekkert gerðist. Mér fannst ég bara innan-
tóm og hræðilega þreytt.
— Það er meira te i katlinum, sagði
Reynir og leit á mig með vorkunnsemi.
— Ég vil það ekki, sagði ég mæðulega.
— Þú mátt eiga það.
— Allt i lagi. Hann var vingjarnlegur i
rómnum. — Ég fer niður og sæki það og
Framhald á bls. 38
í