Heimilistíminn - 21.11.1974, Síða 22

Heimilistíminn - 21.11.1974, Síða 22
Hafrar reka vindlingana Hafraakur nægir til að losa fólk við tóbaks hungrið. Þetta er uppgötvun dansks kaupmanns og hún hefur verið vísindalega sönnuð. Hafraseyði getur raunverulega hjólpað mönnum að hætta reykingum. burt! HANN llkisthreintekkitöframanni á ytra borðinu, grannur, meðalhár og hæglátur i fasi. En Gerhard Raffalt frá Haraldsted við Ringsted á Sjálandi er samt sem áður heilmikill töframaður. Að minnsta kosti er hann þeirrar skoöunar, að hann hafi leyst gátuna um tóbakshungrið, og að hann geti losað alla tóbaksþræla úr ánauðinni. Töfraorð hans er „avena sativa”, en á islenzku þýðir það bara hafraseyði. Það eru einmitt hafrar, sem Raffalt notar gegn tóbakshungrinu og visindin eru nú að setja sinn bláa stimpil þar á. Siðar kemur að því, að lyfið fari á markaðinn og dragi tóbakshungrið úr likömum fólks. En hvað er þetta eiginlega? Rannsóknarráð danska rlkisins styður rannsóknir Raffalts, en það fékk nýlega niöurstöður margra rannsókna, sem hann hóf i vor. Sá árangur, sem þegar hefur náðst, leiðir i ljós, aö efnið hefur áhrif. Margir meiri háttar læknar hafa tekið þátt i tilraunum og þeir eru sammála um, að hafraseyðið hafi sin áhrif. — Þetta byrjaði allt saman á neðanmálsklausu i þýskri handbók um jurtalyf, segir Raffalt. — Þar stóð að hafraseyði hefði áhrif á tóbakshungrið, en það voru siðustu upplýsingarnar um seyðið. Ég velti þessu svolitiö fyrir mér og fór að gera tilraunir. Raffalt hefur fengið einkaleyfi á uppfinningu sinni, hafraseyði I eplaediki og notkunarreglurnar eru þannig: Hella skal 15 ml af hafraseyði á flösku og fylla upp meö eplasafa. Hrista siöan og taka drykkinn inn að minnsta kosti fimm sinnum á dag, i smáskömmtum. En alls ekki iskaldan. Auk þess þarf maður að ætla sér að hætta að reykja, annaö hvort til að spara, eða af heilsufarsástæöum. Avena Sativa dregur úr nikótinþörf likamans. Það er nikótinþörf heila- frumanna, sem gerir það að verkum að reykingamenn halda áfram að vera reykingamenn, segir Raffalt. Ef fyrstu dagarnir eru erfiðir, er ráð að borða eins mikið af eplum og maginn þolir. Hér er ekki ætlunin að skýra frá þessu lyfi, sem Raffalt hefur einkaleyfi á, en nefna má, að etylalkóhól er sett saman

x

Heimilistíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.