Heimilistíminn - 28.11.1974, Qupperneq 29
að Worth hefði sloppið, en hann vantaði
lausnargjaldið. Þá skrifaði hann varlega
orðað bréf og stakk i það smápjötlu af
striganum sem myndin var máluð á til að
sanna, að hann hefði hana. Hann krafðist
3000 punda og sagði, að um leið og hann
kæmist að þvi að lögreglan hefði fengið
málið i sinar hendur, yrði myndin eyði-
lögð.
Mánuðum saman skiptust siðan Worth
og Agnew’s á skilaboðum, bæði i pósti,
skeytum og auglýsingum i Times.
Agnew’s neitaði skilyrðislaust að semja
við þjófa og fékk lögreglunni málið, en allt
kom fyrir ekki.
Loks komust báðir aðilar að þvi að þeir
væru einungis að sóa tima sinum.
Agnew’s ákvað að afskrifa hertogaynjuna
og Worth hélt áfram glæpaiðju sinni.
En nokkrum árum siðar var hann hand-
tekinn i fyrsta sinn, en hann var þá að
reyna að ræna póstvagn. Hann var dæmd-
ur i sjö ára fangelsi.
Viö það brotnaði hann niður bæði á sál
og likama og þegar hann var látinn laus,
tæplega fimmtugur að aldri, komst hann
að raun um, að menn undirheimanna
vildu ekkert við hann kannast.
En hann hafði hertogaynjuna ennþá. Þá
hafði hún verið geymd á töskubotninum i
15 ár og hann lét hana eiga sig þar um
sinn. gn árið 1901 var hann i peninga-
vandræðum og ákvað loks að fá Pinkerton
til að semja um skil á myndinni gegn þvi
að hann yrði ekki sakfelldur.
Það var svo 28. marz 1901 að þrir menn
sátu i þremur samliggjandi herbergjum á
hóteli i London. 1 endaherberginu kom
fulltrúi Pinkertons til Worths og tók hjá
honum brúnan pakka. Siðan fór hann með
pakkann inn i þriðja herbergið og afhenti
Agnew hann, sem lét . af hendi lausnar-
gjaldið eftir að hafa séð myndina.
Fáum vikum eftir að hertogaynjan var
komin aftur i rammann sinn, keypti
bandariskur kaupsýslumaður, Pierpont
Morgan hana. En um Worth er það að
segja, aðhann lést i sárri fátækt i London,
aðeins ári siðar, vinaiaus og niðurbrotinn
maður.
— Annað hvort á : skrjóðurinn von á
sér, eða sonur þinn hefur sett bilinn
sinn undir vélarhlifina.
— 6g hélt að ég hcfði bannað að standa
uppi á stólum I skónum.
)
\
29