Heimilistíminn - 09.11.1978, Page 33

Heimilistíminn - 09.11.1978, Page 33
„Hvar haldið þið, að hann sé núna?” hvislaði Jón. „Hann er sennilega kominn á bak við kirkj- una,” hvislaði Tóti. „Eigum við ekki að hlaupa á eftir honum og vita, hvert hann fer?” sagði Bárður ákafur. Tóti leit á bróður sinn litla. Sá var ekki smeykur, þvi að þessu fylgdi áreiðanlega mikil áhætta. En vist var það freistandi. „Ætli við getum ekki komizt út um bakdyrn- ar, án þess að nokkur viti, og þar yfir garðflöt- ina?” hvislaði hann. Þeir hugsuðu málið stutta stund, en tóku svo ákvörðun um að fara. Tóti og Jón fóru i jakk- ana utan yfir skyrturnar. Bárður leitaði að skónum sinum. „Nei, við megum ekki fara i skóna,” hvislaði Tóti. „Við verðum að ganga um eins hljóðlega og við getum.” Þeir fóru þvi bara i sokkana. Þvi næst lædd- ust þeir varfærnislega út um dyrnar, yfir gang- inn og niður bakstigann litla. Það brakaði hátt i þrepunum, en þeir komust nú samt niður i garðinn, án þess að verða fyrir nokkurri hindr- un, laumuðust inn i skuggann, meðfram hús- veggnum, og tókst að komast út fyrir garðs- hliðið. Þar námu þeir staðar stundarkorn og hlustuðu. „Heyrið þið nokkuð?” hvislaði Jón. „Nei, það heyrist ekkert,” hvislaði Tóti, — „en nú skulum við læðast út á breiðu götuna.” Þeir gengu þegjandi hver á eftir öðrum. Hálfur máninn var horfinn á bak við ský, og það var niðadimmt. Nú skipti mestu máli, að þeir mættu ekki neinum, svo fáklæddir sem þeir voru og aðeins á sokkunum. Allt i einu hrökk Tóti við og nam staðar. Hann heyrði áreiðanlega fótatak. Það var ein- hver, sem gekk þarna um skammt frá, á þung- um tréskóm. „Heyrið þið ekki fótatakið?” hvislaði hann. ,,Það er varðmaðurinn,” hvislaði Bárður og var nú orðinn harla smeykur. „Nei, varðmaðurinn er ekki á tréskóm,” hvislaði Jón. „Það er einhver annar. Við verð- um að hlaupa strax til baka.” „Okkur tekst það ekki,” sagði Tóti sár- hræddur. „Þá hlaupum við beint i fangið á hon- um^ Við verðum að flýta okkur út á götuna. Þeir hlupu eins hratt og þeir gátu meðfram húsveggnum. Barna að þeir hefðu getað komizt inn um eitthvert annað hlið, en þvi var nú ekki að heilsa. Þungt fótatak mannsins á tréskónum var rétt á eftir þeim. Hann hlaut að ganga mjög hratt. „Flýttu þér, flýttu þér,” hvislaði Bárður og sló i bakið á Tóta. Tóti horfði óttasleginn aftur fyrir sig á hlaup- unum. Nú voru þeir næstum komnir út á göt- una, sem var vel upplýst. En.... hvað var nú þetta? ’’’ Þarna rakst hann allt i einu á eitthvað mjúkt. Um leið var tekið þéttingsfast um annan handlegg hans, og það lá við, að hann blindaðist af einhverju björtu ljósi. „Hvað á þetta eiginlega að þýða?” var sagt með þrumuraust fyrir ofan hann. „Ég náði hinum,” var nú kallað með bjartari rödd, og i ljós kom ungur sjómaður, sem hélt fast i hálskraga Jóns. Sjómaðurinn ungi skellihló.... ,,Það er ekki á hverjum degi, sem við hittum tvo unga herra úti á götu á sokkaleistunum.” Allt i einu sá Tóti stóra gaddakylfu, og þá gerði hann sér fyrst ljóstað það hlaut að vera sjálfur varðmaðurinn, sem hafði náð taki á honum. Hann brauzt þvi um, svo sem mest hann mátti, til að reyna að losa sig. „Slepptu mér... slepptu mér,” kallaði hann.. „Ég hef ekki brotið neitt af mér.” En allt i einu kom nokkuð óvænt fyrir. Litill snáði kom á fleygiferð utan úr myrkr- inu og barði af öllum mætti i magann á varð- manninum. Þetta var Bárður. Hann hafði falið sig i myrkrinu, á bak við kassa. En þegar hann sá, að varðmaðurinn greip föstu taki i bróður hans, varð hann hugrakkur eins og ljón, réðst á varðmanninn og öskraði: „Þú færð ekki að taka bróður minn. Slepptu honum tafarlaust.” „Nei, heyrðu mig nú, anginn litli,” sagði sjó- maðurinn og hló um leið og hann greip i Bárð með hinni hendinni. „Hér er enginn, sem hefur hugsað sér að taka bróður þinn og fara með hann.” „Þetta er i meira lagi furðulegt,” sagði varð- maðurinn og hvarf fyrir húshorn, en drengimir röltu hljóðir á eftir varðmanninum. Tóti vonaði, að þeir gætu farið sömu leiðina til baka og þeir komu, svo að þeir losnuðu við að mæta mörgu fólki. En þegar þeir komu að litla hliðinu, hafði því verið lokað. Þeir voru þvi hreint og beint neyddir til að fara þá leið, sem flestir géngu og inn um aðaldyrnar. „Pabbi og mamma eru áreiðanlega háttuð”, 33

x

Heimilistíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.