Morgunblaðið - 29.07.2004, Side 1

Morgunblaðið - 29.07.2004, Side 1
STOFNAÐ 1913 205. TBL. 92. ÁRG. FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Hreyfing og hljómar Rætt við stjórnanda Madrigala- kórs Kielarborgar Menning Viðskipti | Fleiri ríka túrista  Innri endurskoðun Úr verinu | Útbreiddasta fisktegund í Evrópu í hættu  Sæglot plagar sjómennina Íþróttir | Patrekur ekki til Aþenu  FH á góða möguleika í Evrópukeppninni AÐ MINNSTA kosti sextíu og átta manns biðu bana þegar bílsprengja sprakk fyrir utan lögreglustöð í írösku borginni Baquba, skammt norður af Bagdad, í gærmorgun. Um er að ræða mannskæðasta hryðjuverkið í Írak síðan Banda- ríkjamenn framseldu formleg völd sín í landinu í hendur íraskri bráða- birgðastjórn fyrir mánuði. Vitni segja að maður hafi ekið bifreið fram úr litlum fólksflutn- ingabíl og beint á hóp fólks sem stóð í biðröð við lögreglustöðina í Baquba, en þar var um að ræða unga menn sem hugðust sækja um störf hjá lögreglunni. 21 farþegi fólksflutningabílsins fórst einnig. Á myndinni má sjá hvar tveir Írakar syrgja tvö fórnarlömb hryðjuverksins í Baquba í gær. Í heild dóu meira en 120 manns við voveiflegar kringumstæður í Írak í gær en m.a. féllu sjö íraskir hermenn og 35 íraskir uppreisn- armenn í bardögum skammt frá Suwariya, suður af Bagdad. Þá greindi arabíska sjónvarpsstöðin Al Jazeera frá því í gærkvöldi að mannræningjar í Írak hefðu tekið af lífi tvo pakistanska gísla sína. Blóðugur dagur í Baquba Reuters  Tugir manna/14 FYRRVERANDI sambýlismaður Sri Rhamawati, 33 ára konu sem saknað hefur verið síðan 4. júlí, ját- aði í gær að hafa orðið henni að bana. Sakborningurinn heitir Hákon Ey- dal og er 45 ára að aldri. Situr hann í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar málsins. Hákon játaði á sig mann- dráp við yfirheyrslur hjá lögreglu í gær, en atburðurinn átti sér stað í íbúð hans í Stórholti að morgni 4. júlí. Í framhaldi verknaðarins flutti hann lík hinnar látnu í poka upp á Kjalarnes og varpaði því í sjóinn fram af klettum í Hofsvík. Árangurslaus leit að líkinu Áköf leit 130 björgunarsveitar- manna frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg að Sri Rhamawati bar ekki árangur í gær. Mikil áhersla hefur verið lögð á að finna hina látnu að undanförnu og var leitað út frá Presthúsatanga fram á kvöld í gær. Þá leituðu tíu kafarar frá Lands- björg og lögreglu í Hofsvík en mikið þang á botni gerði þeim erfitt fyrir. Játar að hafa orðið Sri Rhamawati að bana Morgunblaðið/Júlíus Erfiðar aðstæður til leitar KAFARAR frá sérsveit ríkislögreglustjóra, lögreglunni í Reykjavík og Landsbjörg leituðu að hinni látnu í gær við erfiðar aðstæður. Mikill sjó- gangur og straumur var innan um skerin og klettabeltin á leitarsvæðinu. Áköf leit/4 Fyrsta útboði á íbúðabréfum lokið Gert ráð fyrir vaxtalækkun ÍBÚÐALÁNASJÓÐUR tilkynnti í gærmorgun að hann hefði lokið fyrsta útboði á íbúðabréfum. Seld voru bréf að andvirði um 5 milljarðar íslenskra króna að markaðsvirði, en bréfin voru boðin erlendum fjárfest- um til sölu í lokuðu útboði. Jóhann G. Jóhannsson, sviðsstjóri áhættustýr- ingar hjá sjóðnum, segir markmið nýlegra kerfisbreytinga á húsnæðis- lánum hérlendis hafa verið að lækka vexti á útlánum sjóðsins og að miðað við þau kjör sem fengust í útboðinu muni því markmiði verða náð. Vísitala neysluverðs lækkar Í Morgunkorni greiningardeildar Íslandsbanka eru líkur leiddar að því að vextir á lánum sjóðsins til einstak- linga muni lækka. „[M]iðað við að Íbúðalánasjóður taki 60 punkta álag vegna rekstrarkostnaðar og áhættu- stýringar ættu vextir á íbúðalánum að verða í kringum 4,5% í stað 4,8% nú. Slík lækkun á vöxtum íbúðalána kallar á 0,15-0,2% lækkun á vísitölu neysluverðs í ágúst vegna lækkunar á reiknuðu árgjaldi íbúðarhúsnæðis, m.v. að reikniaðferðir séu óbreyttar frá því í júlímælingu vísitölunnar.“ Gerðar hafa verið athugasemdir við framkvæmd útboðsins. Í Hálf- fimmfréttum greiningardeildar KB banka var það gagnrýnt að söluverð bréfanna hefði verið undir markaðs- virði. Þá gagnrýndi greiningardeild- in það að útboðið hefði verið lokað og sagði það vekja upp spurningar um verðmyndun á bréfunum.  Fyrsta/D2 Olíuverð rýkur upp Moskvu, London. AFP. RÚSSNESKA olíufélagið Yukos til- kynnti í gær, að hugsanlega neyddist það til að stöðva olíuframleiðslu eftir nokkra daga þar sem starfsemi dótt- urfélaga þess hefði í raun verið stöðv- uð. Heimsmarkaðsverð á olíu var í gær það hæsta í næstum 14 ár í Lond- on og það hæsta, sem skráð hefur ver- ið á markaði í New York. Í tilkynningu frá stjórn Yukos sagði, að rússneskir dómstólar hefðu bannað dótturfélögum þess að halda áfram framleiðslu en það þýddi, að gjaldþrot blasti við Yukos, sem fram- leiðir 20% af rússneskri olíu, og þar með uppsagnir þúsunda manna. Tals- maður yfirvalda vísaði þessu á bug og kallaði tilkynningu Yukos „kúgunar- tilraun“. Fjármál Yukos og helstu eigenda þess hafa verið til rannsóknar hjá rússneskum dómstólum í meira en ár. Er það krafið um ógreidda skatta, hugsanlega á áttunda hundrað millj- arða ísl. kr., en við þeirri kröfu hefur fyrirtækið ekki getað brugðist vegna þess, að eigur þess hafa verið frystar. Verð fyrir olíufatið var hæst 39,68 dollarar í London í gær og fór í 43,05 í New York, það hæsta, sem um getur. Í VIÐTALI við Morgunblaðið sagðist Árni Magnússon fé- lagsmálaráð- herra afar ánægður með þann árangur sem náðst hefði með kerfisbreyt- ingunni og út- boði Íbúðalánasjóðs. „Einn meg- intilgangurinn með breytingunum var að ná fram lækkun vaxta. Ef vextir útlána verða, eins og allt virðist benda til, um 4,5% hafa þeir lækkað um meira en hálft prósent á innan við mánuði. Mér reiknast svo til um að á 9,7 milljóna króna há- marksláni frá sjóðnum sé um tæp- lega sextíu þúsund króna lækkun vaxtakostnaðar að ræða á ári. Það munar um minna,“ sagði Árni. Árni Magnússon Gagnrýnt að söluverð bréfanna hefði verið undir markaðsvirði Það munar um minna Viðskipti, Úr verinu, Íþróttir í dag

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.