Morgunblaðið - 29.07.2004, Page 2
FRÉTTIR
2 FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
MANNFALL Í ÍRAK
Meira en 120 manns biðu bana í
skærum og sprengjutilræðum í Írak
í gær en m.a. féllu um 70 manns í
sjálfsmorðsárás í borginni Baquba,
skammt norður af Bagdad. Þetta er
einn blóðugasti dagurinn í Írak á
þessu ári.
Fyrsta útboði lokið
Íbúðalánasjóður hefur lokið fyrsta
útboði íbúðabréfa, og voru alls seld
bréf að andvirði 5 milljarða króna í
lokuðu útboði til erlendra fjárfesta.
Mikil verðhækkun á olíu
Verð á olíu hækkaði mikið á mörk-
uðum í gær, var 39,60 dollarar í
London og fór í 43.05 í New York, en
hærra hefur verðið aldrei verið á
markaði þar. Ástæða verðhækkun-
arinnar er rakin til yfirlýsingar sem
rússneska olíufélagið Yukos sendi
frá sér.
Játning liggur fyrir
Fyrrverandi sambýlismaður Sri
Rhamawati játaði við yfirheyrslur
lögreglu í dag að hafa ráðið henni
bana. Leit að líki Sri hefur enn engan
árangur borið.
Greiðslukortin mikið notuð
Erlendir ferðamenn nota greiðslu-
kort sín meira hér á landi en áður, og
hafa alls greitt 5,5 milljarða króna
með korti. Íslendingar erlendis hafa
einnig notað kortin meira en áður.
Y f i r l i t
Í dag
Erlent 14 Bréf 27
Höfuðborgin 17 Minningar 28/33
Akureyri 17 Dagbók 36
Austurland 20 Víkverji 36
Landið 20 Velvakandi 37
Neytendur 21 Staður og stund 38
Daglegt líf 22 Menning 39/45
Forystugrein 24 Ljósvakamiðlar 46
Viðhorf 26 Staksteinar 47
Umræðan 26/27 Veður 47
* * *
Kynning – Morgunblaðinu í dag fylgir
Handverksblaðið frá bókaútgáfunni
Hólum.
Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri,
asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri, olafur@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfull-
trúi, orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@ .is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf
Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl
!
"
#
$
%&' (
)***
+
SAMGÖNGURÁÐHERRA, Sturla
Böðvarsson, segir að það sé ekki á
dagskrá eins og er, út frá öryggis-
sjónarmiðum, að ríkið komi til móts
við símafyrirtækin með því að kosta
uppsetningu senda á svæðum sem
eru hvað óarðbærust fyrir fyrirtæk-
in. „Ég tel nú auðvitað langeðlilegast
að símafyrirtækin veiti viðskiptavin-
um sínum þjónustu þar sem þeir
leita eftir því. Þannig að ég tel að
það væri algjört neyðarúrræði ef
ríkið þyrfti að koma að þessu með
einhverjum hætti,“ segir Sturla. Í
viðtali við Morgunblaðið í gær sagði
hann að rík áhersla væri lögð á fjar-
skipti sem örygg-
istæki og að það
væri mikilvægt
verkefni að bæta
farsímasamband-
ið á fjallvegum og
við fjölfarna
ferðamannastaði
á landinu.
Hann segir að
það sé til sér-
stakrar skoðunar að Vegagerðin
komi með einhverjum hætti að
málum á fjallvegum og þannig yrði
unnið að bættum fjarskiptum en
ekkert hafi verið ákveðið í þeim
efnum. „Að öðru leyti lít ég svo á
þetta sé í höndum símafélaganna.
Ég tel að símafélögin eigi að þjóna
viðskiptavinum sínum. Krafan hjá
þeim símnotendum sem eru á
ferðalagi er sú að þeir geti nýtt far-
síma sína sem eðlilegt er.“ Hann
segir ljóst að kostnaður við uppsetn-
ingu á sendum sé gríðarlegur og því
geti símafyrirtækin ekki lagt í
kostnað við uppsetningu á sendum
hvar sem er á landinu. „Aðalatriðið
er að það er eftirspurn eftir þessari
þjónustu og ríkið er ekkert á leiðinni
með að veita sérstaka styrki,“ segir
Sturla.
Sturla Böðvarsson samgönguráðherra um farsímafjarskipti
Ríkið kemur ekki að
uppsetningu senda
Símafyrirtækin veiti þá þjónustu sem leitað er eftir
Sturla Böðvarsson
KRÍURNAR sem hreiðrað hafa um
sig við golfvöllinn á Seltjarnarnesi
eru orðnar vanar því að reglulega
fari um völlinn, í næsta nágrenni
varps þeirra, maður á sláttuvél.
Þær láta hann því að mestu í friði,
en eru vel á verði og flögra í
kringum hann meðan á slættinum
stendur. Kríurnar eru þó þekktar
fyrir að vera allt annað en gest-
risnar og því best að hafa allan
varann á. Þegar ljósmyndari
Morgunblaðsins ætlaði að fanga
augnablikið á mynd, voru kríurn-
ar fljótar að sjá að þar fór ókunn-
ur gestur og gerðu því atlögu að
honum, eins og þeirra er von og
vísa.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Óboðnir gestir vaktaðir
„ÞETTA fór vel, en hefði vissulega
getað farið illa,“ sagði Tryggvi
Sveinsson sem hefur umsjón með
rannsóknarbát Hafrannsóknastofn-
unar á Akureyri, Einari í Nesi.
Hann, Einar í Nesi, lá utan á tré-
bátnum Jóni Trausta við bryggju við
Slippstöðina en leki kom að trébátn-
um með þeim afleiðingum að hann
sökk.
„Hann hallaðist á bakborða og
lenti með gálgann ofan á rekkverki á
Einari í Nesi sem fór á hliðina,“
sagði Tryggvi. Slippkraninn var
fenginn til aðstoðar við að rétta Jón
Trausta við en við það losnaði Einar í
Nesi undan honum. Skemmdir urðu
litlar af völdum þessa óhapps að
sögn Tryggva.
Að sögn eiganda Jóns Trausta,
Birgis Sigurjónssonar, gaf dæla sig
um borð í bátnum svo hann fór að
sökkva. Um klukkustund tók að
dæla sjó úr bátnum og koma honum
á réttan kjöl að nýju.
Jón Trausti sökk
við slippkantinn
Ljósmynd/Jónatan Friðriksson
Jón Trausti sökk við slippkantinn á
Akureyri í fyrrakvöld og lenti ofan
á rannsóknarbátnum Einari í Nesi.
ALLS höfðu um 21.700 einstaklingar
sótt álagningarseðil á heimasíðu rík-
isskattstjóra, rsk.is, klukkan 18 í
gær. Var þetta fyrsti dagurinn þar
sem mögulegt var að nálgast þessar
upplýsingar á vefsíðunni.
Árlega er skattgreiðendum til-
kynnt um álagningu opinberra
gjalda og innheimtu þeirra með sér-
stökum álagningarseðli. Í ár er jafn-
framt hægt að ná í seðilinn á rafrænu
formi á rsk.is. Seðillinn sjálfur er
sendur landsmönnum í lok júlí en
álagningardagur í ár er 30. júlí.
Bragi L. Hauksson, deildarstjóri
upplýsingatæknideildar hjá embætti
ríkisskattstjóra, sagði að fólki hefði
almennt gengið vel að nálgast þessar
upplýsingar í gegnum tölvurnar sín-
ar. Smáhnökrar hefðu komið upp í
gærmorgun en það var fljótt lagfært.
Um tíu þúsund manns hafa af-
þakkað að fá álagningarseðilinn
sendan heim og er í fyrsta skipti boð-
ið upp á það í ár. 60 þúsund manns
hafa afþakkað að fá pappírsframtal
sent á næsta ári. Bragi segir að þeim
sem skili framtölum rafrænt standi
til boða staðfest afrit af skattfram-
tölum, með rafrænni undirskrift
skattstjóra, þeim að kostnaðarlausu.
Heimsóknir á vefinn voru jafnar
yfir daginn að sögn Braga. Reiknaði
hann með stöðugum heimsóknum
langt fram á kvöld.
22 þúsund
sóttu álagn-
ingarseðil
MANNANAFNANEFND rík-
isins kom saman nýverið til að
afgreiða fjórar umsóknir um ný
nöfn sem ekki er að finna í
mannanafnaskrá.
Beiðni um nafnið Leonida
var hafnað þar sem það taldist
hvorki ritað í samræmi við al-
mennar ritreglur íslensks máls
né hefði það unnið sér hefð í ís-
lensku.
Hins vegar samþykktu
nefndarmenn nöfnin Kata, Von
og Adel. Kom fram í úrskurði
nefndarinnar hvaða eignar-
fallsendingu þessi þrjú nöfn
tækju og að þau fullnægðu lög-
um um mannanöfn. Voru þau
þar með færð í mannanafna-
skrá.
Fundinn sátu Andri Árna-
son, formaður, Guðrún Kvaran
og Margrét Jónsdóttir.
Von og Adel
í manna-
nafnaskrá