Morgunblaðið - 29.07.2004, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 29.07.2004, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ FJÖLBREYTT veðurfar og vindskilyrði, vog- skorið land, eyjar og sker og stútfullur sjór af fiski gerir Ísland að kjörlendi fyrir hvers konar bátasport. Félagar í Snarfara sem Morgunblaðið ræddi við í gær voru sammála um að í raun væri undarlegt hversu fáir stunduðu siglingar hér við land. Þeim fer þó sífellt fjölgandi og í smábátahöfn Snarfara við Elliðavog er vart pláss fyrir fleiri fley. Á góðum degi má sjá tugi manna á ferli í smá- bátahöfninni. Miðaldra karlar hafa löngum verið fjölmennastir í þeim hópi en upp á síðkastið hafa sífellt fleiri konur og ungt fólk gengið til liðs við klúbbinn. Eftir því sem bátarnir hafa orðið betri líta fleiri á siglingar sem íþrótt og dægradvöl fyrir alla fjölskylduna. Sumir bátanna í smábátahöfninni eru svo föngulegir að jafnvel erlendar kvikmyndastjörn- ur myndu ekki hika við að stíga um borð. Þar má einnig finna skektur sem varla duga til annars en dorgs og svartfuglsveiða og allt þar á milli. Notkunin er enda margbreytileg. Sumir sigla sjaldnast lengra en út fyrir eyjarnar á sundunum meðan aðrir taka stefnuna á Breiðafjörðinn, Jökulfirðina eða einhverja enn fjarlægari staði. Þess á milli er dyttað að bátunum eða kaffi sötr- að hjá kunningjum. Þegar spurt er hvað eitt stykki af góðum bát kosti er við hæfi að gjaldkeri klúbbsins, Gunnar Hjartarson, verði fyrir svörum. En hann er loð- inn í andsvörum. „Bróðir minn spurði hvað bát- urinn minn kostaði og ég sagði honum það. Já, já, þetta er bara eins og einn góður Bens sagði hann þá.“ Í næstu atrennu svarar hann því til að báturinn kosti álíka mikið og sumarbústaður. Og ekki á hann sumarbústað nema þann sem flýtur í Elliðavogi. Bátur Gunnars er reyndar með þeim glæsilegri í höfninni og því hægt að komast af með minna. Hann segir að fólk eigi ekki að láta kostnaðinn vaxa sér í augum og hvetur þá sem láta sig dreyma um bát að taka stökkið. Hætta í „draumaliðinu“, kaupa sér bát og ganga í klúbb- inn. Dytta að bátum, sigla eða drekka bara kaffi með kunningjum Morgunblaðið/Þorkell Gunnar Hjartarson, Sigríður Baldursdóttir, Örn Óttarsson og Jóhannes Valdemarsson Snarfarafélagar vilja fá fleiri í klúbbinn enda séu siglingar hin ágætasta iðja. TIL að forðast íþyngjandi reglur og mikinn lögbundinn kostnað hafa margir skemmtibátaeigendur brugðið á það ráð að skrá báta sína erlendis, s.s. á Norðurlöndunum og í Bandaríkjunum. Í fyrra voru reglur um skoðun á bátum og skipum endurskoðaðar og bundu Snarfaramenn miklar vonir við að reglunum yrði þá breytt. Finnur Torfi Stefánsson, tón- skáld og fyrrum alþingismaður, vann talsvert í því máli fyrir hönd félagsins. Hann segir að ráðherr- um, þingmönnum, embættismönn- um og Siglingastofnun hafi verið kynntar óskir og kröfur Snarfara. Allir hafi tekið þessu vel „eins og gert er í skruminu hjá okkur,“ seg- ir hann, en þegar á hólminn var komið hafi engu verið breytt. Finnur Torfi segir að Siglinga- ráð, sem er aðallega skipað hags- munaðilum í sjávarútvegi, virðist hafa ákveðið að úr því að skemmti- bátaeigendur væru nógu ríkir til að eiga báta væru þeir nógu ríkir til að borga öll þessi gjöld. Hann segir að hvergi í Norður- Evrópu eða í Bandaríkjunum séu reglur nálægt því eins strangar og hér á landi. Þar hafi ríkið lágmarks opinber afskipti af skemmtibátum en á Íslandi þurfi skemmtibáta- eigendur að sæta mjög víðtækum og fyrirferðarmiklum ríkisafskipt- um. Kjarni málsins sé sá að skemmti- bátar verði í öllum meginatriðum að uppfylla sömu reglur og bátar og skip sem notuð eru í atvinnu- skyni. Hann spyr hvaða vit sé í því að skemmtibátar lúti sömu reglum og fiskiskip sem þurfi að standast arfavitlaus veður út í reginhafi. Fjárplógsstarfsemi Finnur Torfi segir að ekki sé nóg með að reglurnar kosti talsvert umstang heldur sé kostnaðurinn við að uppfylla þær gríðarlegur. „Það eru lagðir á okkur beinir skattar en það sem er okkur enn þyngra í skauti er að við erum und- ir alls kyns lögþvinguðum viðskipt- um. Það er að segja, okkur er sagt að við þurfum að kaupa þetta eða hitt með lögum og ef við gerum það ekki eru bátarnir okkar ólöglegir,“ segir hann. Ríkið stundi með þessu hreina og klára fjárplógsstarfsemi. Versta dæmið varði björgunar- báta. Ekki sé alltaf þörf á björg- unarbátum þar sem margir fari aldrei lengra en um sundin við Reykjavík. „En ríkið vill ráða þessu og skipar svo fyrir að þú skulir hafa björgunarbáta. Það er einokun á framleiðslu björgunar- báta, en það sem verra er að það er einokun á þjónustu við björgunar- báta líka. Það er danskt fyrirtæki sem heitir Viking og ræður nánast öllum markaðnum. Það heimtar að bátarnir séu skoðaðir einu sinni á ári. Kostnaðurinn við skoðunina nemur yfirleitt 60–80.000 krónum, um þriðjungi af verði nýs báts,“ segir hann. Í öðrum löndum sé á hinn bóginn látið nægja að skoða bátana á þriggja til fjögurra ára fresti. Annað dæmi varðar neyðarsenda sem séu beinlínis notaðir sem fjár- plógstæki. Ný rafhlaða kosti hvorki meira né minna en 17.000 krónur og eyðublað sem staðfestir að skipt hafi verið um það kosti 1.700 krón- ur. Í Bandaríkjunum kosti nýr slík- ur sendir, með rafhlöðu, 8.000 krónur. „Ríkið segir að við verðum að kaupa þetta og svo getur einok- unaraðili mokað af þessu eins og honum sýnist,“ segir hann. Hneisa að þurfa að flagga út Finnur Torfi segir að reglurnar séu einfaldlega ekki málefnalegar enda miðaðar við aðstæður og þarf- ir útgerðarinnar. Útgerðarmenn muni e.t.v. ekki um þennan pening, þeir geti látið draga hann frá skatti, en eigendur skemmtibáta muni svo sannarlega um þetta og nú sé svo komið að margir telji sig ekki hafa efni á því að greiða öll þessi gjöld. „Af því það ríkir einokun og af því að það er lögþvingun í þessum viðskiptum þá rýkur verðið upp. Það þarf ekki hagfræðing til að sjá það. Það liggur í hlutarins eðli,“ segir hann. Afleiðing sé sú að margir Snar- faramenn hafi skráð báta sína í út- löndum. Skútan hans Finns Torfa er t.a.m. skráð í Bandaríkjunum, aðrir bátar eru m.a. skráðir í Sví- þjóð eða í Bretlandi. Finnur Torfi tekur þó fram að bátarnir séu full- komlega löglegir hér á landi og af þeim sé borgaður virðisaukaskatt- ur og aðflutningsgjöld. „En það er auðvitað hneisa að maður geti ekki siglt sinni eigin skútu undir ís- lenskum fána.“ Aðspurður hvernig reglur hann vilji fá segir hann að stjórnvöld mættu t.d. taka eitthvert Norður- landanna sér til fyrirmyndar. Allt sé skárra en íslensku reglurnar. Skemmtibátaeigendur eru reiðir vegna „lögþvingaðra viðskipta“ Skrá bátana í útlöndum til að losna undan ósann- gjörnum reglum Morgunblaðið/Þorkell Hafþór F. Sigurðsson og Finnur Torfi Stefánsson gagnrýna ríkisvaldið harðlega fyrir ómálefnalegt regluverk og íþyngjandi kostnað. Engin slys á síðustu áratugum HAFÞÓR L. Sigurðsson, formaður Snarfara, segir að reglur um bún- að skemmtibáta séu svo stífar að engu sé líkara en urmull slysa verði um borð. Staðreyndin sé á hinn bóginn sú að á síðustu áratugum hafi ekkert slys orðið á mönnum við skemmtibátasiglingar þó að menn hafi lent í einstaka óhöppum. Hafþór segir reglur um skemmtibáta um margt fáránlegar. Kröfur um björgunarbáta sé e.t.v. besta dæmið. Hann bendir á að í bát sem er styttri en átta metrar þurfi ekki að vera björgunarbátur um borð. Engu að síður velji margir þann kost að setja björgunarbáta í báta undir átta metrum. Þegar komi að því að fá haffærisskírteini fyrir slíka báta vandist hins vegar málið. Jafn- vel þó að engin skylda sé til þess að hafa björgunarbát um borð verði björgunarbátarnir að standast árlega skoðun en kostnaðurinn við hverja skoðun nemur gjarnan 60–80.000 krónum. Til þess að losna undan þessu gjaldi bregði margir á það ráð að fjarlægja björg- unarbátana áður en skoðunin fer fram. Hafþór bendir á að Snarfari njóti engra opinberra styrkja en þess í stað „blóðmjólki“ ríkið félagsmenn með ósanngjörnum og vitlausum gjöldum. Margir hafi hreinlega ekki efni á að greiða öll þau gjöld sem íslenska ríkið krefjist af þeim og íhugi að hætta siglingum. Margir að kikna undan kostnaði Karlmenn segja NEI við nauðgunum UM verslunarmannahelgina stend- ur karlahópur Femínistafélags Ís- lands fyrir átakinu „Karlmenn segja NEI við nauðgunum“ í sam- starfi við öryggisráð félagsins. Hóp- urinn stóð fyrir sams konar átaki í apríl sl. og einnig um verslunar- mannahelgina í fyrra. Eins og í fyrri skiptin er lögð áhersla á hlut- verk karlmanna í baráttunni gegn nauðgunum og hvaða möguleika þeir hafi til að koma í veg fyrir nauðganir. Með átakinu vill karlahópur Fem- ínistafélagsins fá karla til að staldra við og velta fyrir sér hvað þeir geti gert til að koma í veg fyrir nauðg- anir. „Við teljum nauðsynlegt að karlar sýni samábyrgð í verki og taki afgerandi afstöðu gegn nauðg- unum. Þó að fæstir karlar nauðgi er það staðreynd að langflestir þeirra sem nauðga eru karlar. Þegar kem- ur að því að sporna við þessu kyn- bundna ofbeldi er nauðsynlegt að karlar taki þátt í umræðunni og taki skýra afstöðu gegn nauðgunum.“ Á morgun verða fulltrúar hópsins á Umferðarmiðstöðinni, Flugstöð Reykjavíkur og einnig í Þorlákshöfn þar sem Herjólfur leggur úr höfn til Vestmannaeyja. Rætt verður við karla um eðli og alvarleika nauðg- ana og reynt að virkja krafta þeirra í baráttunni gegn ofbeldi á konum. Einnig munum við dreifa barm- merkjum með merki átaksins og bæklingum með upplýsingum um nauðganir, ásamt því sem við verð- um með boli og frisbee-diska með merki átaksins til sölu. Ný útvarpskönnun Gallup Bylgjan og Rás 2 vinsælastar ÍSLENDINGAR hlusta mest á Bylgjuna og Rás 2 samkvæmt út- varpskönnun Gallup. Könnunin var gerð á tímabilinu 18.–24. júní og 1.269 Íslendingar á aldrinum 12–80 ára voru í úrtakinu. Sex hundruð svör bárust og gögnin voru flokkuð eftir kyni, aldri og búsetu. 62,4% þeirra sem svöruðu hlustuðu eitthvað á Bylgjuna yfir vikuna en 60,8% á Rás 2. Tæplega annar hver þátttakenda hlustaði á Rás 1 en á milli 18 og 24% hlustuðu á FM 957, Létt, Skonrokk, Útvarp Sögu og X-ið. Álíka margar konur og karlar hlusta á Bylgjuna og Rás 1. Konur virðast heldur hlusta á FM 957 og Létt en karlar frekar á Rás 2, Skon- rokk og X-ið. Bylgjan og Rás 2 virðast eiga fleiri hlustendur á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu en Létt 96,7, Útvarp Saga og Skonrokk ná frekar til höfuðborgarbúa. Bylgjan virðist eiga marga hlust- endur í hverjum aldurshópi en hlustun á Rás 1 og Rás 2 eykst með aldri. FM 957 og Kiss ná vel til yngri kynslóða en hlustun snarminnkar því eldri sem aðspurðir eru. ♦♦♦ LÖGREGLAN í Reykjavík mun halda úti auknu eftirliti í íbúðar- hverfum um verslunarmannahelgina eins og undanfarin ár, en minnir samt fólk sem hyggur á ferðalög um verslunarmannahelgina á að ganga vel frá eigum sínum. Lögreglan segir hættuna á inn- brotum aukast þegar mörg hús og margar íbúðir eru yfirgefnar í einu. Því sé rétt fyrir fólk að hafa það í huga þegar það yfirgefur hýbýli sín að það gæti fengið einhvern óvel- kominn í heimsókn. Aukið eftirlit í íbúðarhverfum ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.