Morgunblaðið - 29.07.2004, Síða 31
Hjartkæra móðir mín
mildust var höndin þín
fögur er minning þín.
Myndin þín björt og hrein
blíðan úr augum skein.
Umvafðir hlýju og ást
amman sem aldrei brást.
Þakkir þér falli í skaut
leystir úr hverri þraut.
Börnunum ætíð góð
gjafmild og fróð.
(Guðmundur Sigurðsson.)
Ástar- og saknaðarkveðjur,
Vilhelmína, Ingólfur og
börn.
Elsku langamma, við sökn-
um þín og okkur finnst afi
einmana en við skulum passa
hann.
Við þökkum fyrir ástúð alla,
indæl minning lifir kær,
nú mátt þú vina, höfði halla
við herrans brjóst er hvíldin kær.
Í sölum himinssólin skín
við sendum kveðju upp til þín.
(Höf. ók.)
Elsku langamma, þú varst
svo góð.
Elín Margrét og
Sigurður Sören.
Elsku langamma.
Við erum svo þakklát fyrir
þær yndislegu stundir sem
við áttum saman. Minning þín
lifir ætíð í hjörtum okkar.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum)
Þín barnabarnabörn
Kristinn, Sunna Kamilla
og Saga Ísabella.
HINSTA KVEÐJA
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ 2004 31
í Grímsey, er farin frá öllum sín-
um. Eitthvað svo ótímabært, eins
og dauðinn er oftast þegar hann
bankar upp á, jafnvel þó við viss-
um öll mætavel að hennar miklu
veikindi gætu ekki endað nema á
einn veg.
Hún Sigrún systir var afskap-
lega góð kona, laus við alla for-
dóma, svo vel af Guði gerð. Henn-
ar líf snerist fyrst og fremst um
hann Palla sinn, börnin, Kristin,
Ellu og Villu og tengdabörnin. Og
þá urðu barnabörnin hennar ekki
út undan. Hún fylgdist með þeim
af lífi og sál og þegar svo lang-
ömmubörnin fóru að tínast í heim-
inn var hún jafn tilbúin að opna
stóra hjartað sitt fyrir þeim og
öðrum afkomendum. Hún var afar
félagslynd kona og fékk systra-
félagið í Njarðvík vissulega að
njóta þess. Það var ósjaldan að ég
hringdi og Palli svaraði en þá var
hún eitthvað að stússast úti í safn-
aðarheimili. Sigrún var kokkur af
guðs náð og ef einhver þurfti upp-
lýsingar um matseld þá var það
heillaráð að hringja í hana og það
brást ekki að hún kunni vel þau
fræði. Við töluðum alltaf mikið
saman í síma og gjarnan snerist
samtalið um mat. Hún gat frætt
mig um nýjar bollur sem Bónus
seldi og ég gat sagt henni frá af-
bragðsgóðri eplaköku sem einnig
var seld í Bónus. En nýjasta góð-
gætið voru flatkökur sem kona í
Vogunum bakar og í síðasta sam-
tali okkar systra í símanum var
um það rætt að ég ætti að mæta til
hennar og Palla og við myndum
reyna að skilgreina hvað væri í
þessum góðu flatkökum úr Vog-
unum.
Já, elskuleg systir er farin yfir
móðuna miklu. Ég hef þá trú að
góður hópur hafi verið til staðar til
að taka á móti henni, hún átti það
svo sannarlega skilið, jafn góð og
hún var svo mörgum. Við stöndum
hnípin og söknum góðrar systur.
Mestur er harmurinn hjá eigin-
manni hennar, honum Palla sem
stóð eins og klettur við hlið hennar
í öllum veikindunum. Börnin og
tengdabörnin, svo og allir afkom-
endur Sigrúnar systur, eiga um
sárt að binda. Hún var öllum svo
góð.
Vertu blessuð, systir, og Guð
geymi þig. Þín systir,
Birna.
Systir,... með þessu orði ávörp-
uðu þær systur hvor aðra í hvert
sinn sem þær töluðu saman í síma.
Það byrjaði hver dagur hjá
mömmu á því að tala við Sigrúnu
systir í símann og oft voru símtölin
fleiri en eitt á dag. Þær voru ein-
staklega nánar og kveður mamma
systur sína með miklum söknuði.
Sigrún frænka passaði okkur
systkinin oft þegar við vorum lítil
og var alltaf gott að vera í Njarð-
víkinni. Við þökkum frænku fyrir
allt sem hún var okkur. Blessuð sé
minning hennar.
Rúnar, Hrafnhildur og
Gunnhildur.
Í dag kveðjum við kæra vinkonu
og systur Sigrúnu E. Óladóttur.
Sigrún var ein af stofnendum
Systrafélags Njarðvíkurkirkju í
Innri-Njarðvík árið 1967 og hefur
frá fyrsta degi verið einn af mátt-
arstólpum þess. Hún tók að sér
stjórnarsetu og ótal nefndarstörf
sem unnin voru af mikilli kost-
gæfni og vandvirkni. Sigrún var
ásamt eiginmanni sínum, Páli
Kristinssyni, ein af frumkvöðlum
þess að Systrafélagið reisti safn-
aðarheimilið í Innri-Njarðvík sem
vígt var í maí 1975. Þær eru ófáar
stundirnar sem þau heiðurshjón
gáfu til þess að bygging safnaðar-
heimilisins yrði að veruleika. Einn-
ig má lesa í fundargerðum Systra-
félagsins að ásamt því að starfa að
fjáröflun til styrktar byggingu
safnaðarheimilisins bárust félaginu
peningagjafir frá þeim hjónum
Sigrúnu og Páli.
Sigrún hefur um árabil séð um
rekstur safnaðarheimilisins ásamt
dóttur sinni Elínu Margréti. Sjálf-
boðastarf þeirra í húsnefnd ber
vott um mikinn dugnað og elju og
eiga þær heiður skilinn. Eins og
áður er getið var Sigrún einn af
máttarstólpum Systrafélagsins og
var virk í félagsstarfinu fram á
síðasta dag. Það var aldrei komið
að tómum kofunum þegar við
yngri konurnar leituðum ráða hjá
henni varðandi skipulag og hefðir
félagsins og var það ómetanlegt.
Sigrún var þekkt fyrir dugnað og
ósérhlífni sem endurspeglast í
dætrum hennar Elínu Margréti og
Vilhelmínu, svo og barnabarni
hennar, Ingu Birnu. Þvílíkir dugn-
aðarforkar eru vandfundnir og
hefur Systrafélagið verið þeirrar
gæfu aðnjótandi að hafa þær
mæðgur í sínum röðum um árabil.
Sigrún var ávallt hlý, kát og vin-
gjarnleg og var umhugað um hagi
okkar Systrafélagskvenna. Henni
var annt um velferð okkar og fjöl-
skyldna okkar og hafði hún mjög
gaman af því að fylgjast með ung-
viðinu í hverfinu vaxa úr grasi. Við
þökkum góðar samverustundir
með Sigrúnu um leið og við vottum
fjölskyldu hennar okkar dýpstu
samúð. Sigrúnar verður sárt sakn-
að á fundum Systrafélagsins í
framtíðinni.
F.h. Systrafélags Njarðvíkur-
kirkju í Innri-Njarðvík.
Guðný Ester Aðalsteins-
dóttir formaður.
Besta vinkona mín hefur kvatt
sitt jarðneska líf, við vorum her-
bergissystur á húsmæðraskólanum
að Laugalandi í Eyjafirði veturinn
1947–48 ásamt Guðnýju og Valdísi.
Þessi vetur verður okkur ógleym-
anlegur, svo ljúfur og glaður með
32 skólasystrum, aldrei nein
vandamál eða ósamkomulag. Þetta
var einstaklega samhentur hópur,
sem hefur haldið saman í tæp 56
ár.
Við höfum verið saman í sauma-
klúbbnum „Allt eftir þræði“, yf-
irleitt 10 skólasystur hér fyrir
sunnan, í 55 ár. Hist mánaðarlega
yfir veturinn heima hjá hver ann-
arri. Nú kveðjum við Sigrúnu vin-
konu okkar og þökkum henni góða
vináttu liðinna ára og þökkum
bjarta blíða brosið hennar.
Sigrún hefur verið mikið veik
síðustu ár, en aldrei heyrðum við
hana kvarta og mikið erum við
þakklátar hvað hún var dugleg að
mæta, á síðastliðnu ári hittumst
við í tilefni 55 ára skólaafmælis á
Hótel Stað í Hrútafirði og áttum
saman yndislega tvo daga. Þó Sig-
rún væri mikið veik dreif hún sig
og var kátust allra, og núna síðast
hjá Dóru í Garðabænum mætti
hún, öllum til ánægju.
Sigrún var frábær félagi í orðs-
ins fyllstu merkingu, við áttum
margar yndisstundir á heimili
hennar sem ylja okkur í minning-
unni um einstaka konu og þökkum
henni fyrir allt.
Ég mæli fyrir munn allra skóla-
systranna „Laugarlandsmeyja“:
Við þökkum fyrir að hafa átt vin-
áttu hennar öll þessi ár og biðjum
algóðan Guð að styrkja Palla,
Kristin, Ellu og Villu, tengdabörn
og barnabörn, en vitum að minn-
ingin um ástkæra eiginkonu, móð-
ur, tengdamóður, ömmu og lang-
ömmu mun milda söknuð ykkar.
Guð blessi Sigrúnu Óladóttur.
F.h. saumaklúbbsins
Jóhanna Kristinsdóttir.
Kæra vinkona.
Ekki grunaði mig þegar ég tal-
aði við þig fyrir stuttu að það væri
okkar síðasta samtal. Í gegnum
tíðina höfðum við talað mikið sam-
an,var það þá oftast um málefni
kirkjunnar eða um Systrafélagið.
Kynni okkar hófust þegar ég
flutti inn í innra hverfið og ég
gekk í Systrafélagið. Þá strax sá
ég hvað hún hugsaði mikið um
hverfið sitt, kirkjuna og safnaðar-
heimilið. Alla tíð sýndi hún mikinn
dugnað og eljusemi í öllu sem hún
tók sér fyrir hendur. Annað sem
vakti athygli mína var hversu hún
var bóngóð og vildi allra vanda
leysa ef henni var það unnt. Það
má segja að það hafi verið henni
mikill styrkur hvað fjölskylda
hennar var samhent. Fyrir liðlega
ári greindist hún með alvarlegan
sjúkdóm sem hún bar með æðru-
leysi og hjálpaði henni mikið
hversu trúuð hún var. Einnig er
vert að geta þess að Páll, eig-
inmaður Sigrúnar, hjúkraði henni
á heimili þeirra með slíkri um-
hyggju að vart verður á betra kos-
ið. Þetta eru fátækleg minning-
arbrot um þig, Sigrún mín, og
margt fleira sem vert hefði verið
að minnast á. Ég veit og trúi að
þér líður vel núna og hugga mig
við það að þrautum þínum er lokið.
Fjölskyldu Sigrúnar vottum við
Óli okkar dýpstu samúðarkveðjur
og biðjum Guð að veita þeim styrk
og þrek á erfiðum tímum.
Elsku Sigrún, hafðu þökk fyrir
allt og Guð blessi þig.
Kristjana Gísladóttir.
Kársnesbraut 98 • Kópavogi
564 4566 • www.solsteinar.is
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma,
ARNDÍS EINARSDÓTTIR,
Hellulandi,
Skeggjastaðahreppi,
sem lést á hjúkrunarheimilinu Sundabúð,
Vopnafirði, föstudaginn 23. júlí, verður jarðsett
frá Skeggjastaðakirkju föstudaginn 30. júlí
kl. 14.00.
Sigurbjörn Þorsteinsson,
Einar Sigurbjörnsson, Kristín Jónsdóttir,
Þorsteinn Sigurbjörnsson,
Stefán Sigurbjörnsson, Sigríður Hlöðversdóttir,
Guðrún Sigurbjörnsdóttir, Sigurjón Sigurðsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
vinarhug við andlát og útför
EINARS SIGURJÓNSSONAR
frá Lambleiksstöðum.
Hjartans þakkir til starfsfólks Heilbrigðisstofn-
unar Suðausturlands fyrir góða umönnun.
Fyrir hönd aðstandenda,
Unnur Kristjánsdóttir.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, fóstur-
faðir, tengdafaðir og afi,
EINAR ÓLAFSSON
húsasmíðameistari,
Dverghömrum 30,
Reykjavík,
sem andaðist þriðjudaginn 20. júlí sl., verður
jarðsunginn frá Grafarvogskirkju föstudaginn
30. júlí kl. 13.30.
Fyrir hönd aðstandenda,
Erla J. Marinósdóttir.
Þökkum innilega hlýhug og samúð við andlát
og útför bróður okkar,
SVAVARS GUÐBJARTSSONAR
frá Lambavatni,
Strandgötu 11,
Patreksfirði.
Sigríður Guðbjartsdóttir,
Gylfi Guðbjartsson.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
HALLFRÍÐUR NIELSEN,
Árskógum 8,
verður jarðsungin frá Bústaðakirkju
föstudaginn 30. júlí kl. 13.30.
Alice B. Nielsen, Örn Steingrímssonn,
Lillian B. Nielsen, Steinar Halldórsson,
Kristján Fr. Nielsen, Pálína Arnarsdóttir,
barnabörn og langömmubörn.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
GUÐLAUGUR ÁGÚSTSSON,
áður til heimilis
í Bauganesi 7, Reykjavík,
lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Uppsölum,
Fáskrúðsfirði, laugardaginn 24. júlí.
Sigurlaug Guðlaugsdóttir, Aðalsteinn Aðalsteinsson,
Ingiborg Guðlaugsdóttir,
Bjartmar Guðlaugsson, María H. Haraldsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.