Morgunblaðið - 29.07.2004, Blaðsíða 21
NEYTENDUR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ 2004 21
BÓNUS
Gildir 27. júlí–1. ágúst nú kr. áður kr. mælie.verð
Kók kippa 6x0,5 l ................................ 399 489 133 kr. ltr
Bónus lambalæri ................................. 759 809 759 kr. kg
Bónus brauð ....................................... 89 129 89 kr. kg
Kf hrásalat, 350 g................................ 95 159 271 kr. kg
Kf kartöflusalat, 350 g ......................... 95 159 271 kr. kg
Bónus svínakótilettur............................ 699 1.258 699 kr. kg
Kf lambakótilettur ................................ 1.247 1.871 1.247 kr. kg
Bónus svínalærissneiðar....................... 599 1.078 599 kr. kg
11-11
Gildir 29. júlí–4. ágúst nú kr. áður kr. mælie.verð
Gourmet bláberja-lambalæri................. 957 1.367 957 kr. kg
Bautab. svínakótilettur, rauðvínsl........... 1.047 1.495 1.047 kr. kg
Goða vínarpylsur, 10 stk....................... 608 868 608 kr. kg
Bautab. kartöflusalat ........................... 239 329 478 kr. kg
Pik-Nik kartöflustrá .............................. 169 229 1.496 kr. kg
Myllu samlokubrauð, stór og gróf .......... 159 259 159 kr. kg
Appelsín, 2 ltr...................................... 169 235 84,5 kr. ltr
Kókómjólk, 6x1/4 ltr ............................ 299 414 49,8 kr. stk
FJARÐARKAUP
Gildir 28.–30. júlí m. birgðir end. nú kr. áður kr. mælie.verð
FK lambalæri, jurtakryddað................... 863 1.437 863 kr. kg
FK grill-svínakótilettur........................... 893 1.487 893 kr. kg
FK grillpylsur........................................ 507 877 507 kr. kg
Svínakótilettur úr kjötborði .................... 649 898 649 kr. kg
Fjallalamb, kreólasteik ......................... 1.048 1.398 1048 kr. kg
Fjallalamb, grillsneiðar ......................... 839 1.198 839 kr. kg
Grísarif, brown sugar, úr kjötborði .......... 598 798 598 kr. kg
Seven-up, 2 ltr ..................................... 99 189 49 kr. kg
HAGKAUP
Gildir 29. júlí –1. ágúst nú kr. áður kr. mælie.verð
SS kryddlegnar lambatvírifjur ................ 851 1.418 851 kr. kg
Villikryddað hátíðarlambalæri ............... 898 1.299 899 kr. kg
Borgarnes svínakótilettur m/bl. kryddl. .. 888 1.268 888 kr .kg
Myllu vínarkökur .................................. 169 239 169 kr. stk
Júmbó langlokur .................................. 149 289 149 kr. stk
Seven-up 2 ltr ..................................... 89 197 89 kr. ltr
KRÓNAN
Gildir 28. júlí–3. ágúst nú kr. áður kr. mælie.verð
Goða vínarpylsur, 10 stk....................... 564 868 564 kr. kg
Móa kjúklingalæri, fullsteikt, magnpk..... 699 899 699 kr. kg
Móa leggir, fullsteiktir, magnpk.............. 699 899 699 kr. kg
Krónu rauðvínsl. grísalærissneiðar ......... 598 997 598 kr. ltr
Myllu pylsubrauð ................................. 69 99 300 kr. kg
Bökunarkartöflur í lausu ....................... 99 179 99 kr. kg
Freyju risa Rís ...................................... 99 135 1.414 kr. kg
Bird’s Eye maísstubbar......................... 199 269 33 kr. stk
NETTÓ
Gildir 29. júlí–4. ágúst m. birgðir end. nú kr. áður kr. mælie. verð
Nettó lambalæri, villikryddað ................ 799 1.598 799 kr. kg
Grísalærissneiðar, frosnar í poka ........... 495 989 495 kr. kg
Nettó grill-grísakótilettur ....................... 935 1.169 935 kr. kg
Íslf. kjúklingalæri ................................. 349 499 349 kr. kg
Maryland kókoshnetukex, 150 g............ 59 69 393 kr. kg
Nettó samlokubrauð gróf ...................... 99 129 132 kr. kg
O&S Fetaostur í kryddolíu, 240 g .......... 219 279 912 kr. kg
Kók kippa 6x0,5 ltr .............................. 459 499 154 kr. ltr
NÓATÚN
Gildir 29. júlí–4. ágúst nú kr. áður kr. mælie.verð
Nóatúns þurrkryddað lambalæri ............ 879 1.599 879 kr. kg
Gourmet lærissneiðar........................... 1.243 1.776 1243 kr. kg
Lambakótilettur úr kjötborði .................. 895 1.198 895 kr. kg
Kók kippa 6x0,5 ltr .............................. 399 679 66,5 kr. stk
Stjörnu Paprikustjörnur ......................... 98 179 1.089 kr. kg
Melónur, gular ..................................... 99 159 99 kr. kg
Agúrkur, íslenskar 1/1.......................... 59 119 59 kr. stk
Myllu Heimilisbrauð 1/1 ....................... 129 229 168 kr. kg
SAMKAUP/ÚRVAL
Gildir frá 29. júlí–3. ágúst nú kr. áður kr. mælie.verð
Rauðv. svínakambsn. úrb. Bautabúri...... 1.046 1.495 1.046 kr. kg
Ekta lambalæri, þurrkr. ......................... 979 1.398 979 kr. kg
Ekta lambalærissn., þurrkr. ................... 1.189 1.699 1.189 kr. kg
Móna Buffaló bitar, 170 g..................... 179 239 179 kr.
Borg hamborgarar með brauði, 4 stk ..... 399 442 399 kr.
Borg franskar grillpylsur ........................ 599 777 599 kr. kg
Íslandsfugl, rauðvínslæri/leggir ............. 379 499 379 kr. kg
Íslandsfugl appelsínu/læri/leggir .......... 379 499 379 kr. kg
SPAR Bæjarlind
Gildir til 3. ágúst nú kr. áður kr. mælie.verð
Matfugl 1/1 ferskur kjúklingur............... 359 598 359 kr. kg
Matfugl leggir m/læri ........................... 359 599 359 kr. kg
Seven-up 2 ltr ..................................... 99 197 49,50 kr. ltr
Doritos Nacho Cheese 200 g ................ 129 259 645 kr. kg
Don Juan 100% appelsínusafi, 1 ltr....... 249 298 249 kr. ltr
Góu Hraunbitar, 200 g ......................... 198 221 990 kr. kg
Myllu beyglur, 6 stk .............................. 199 279 33 kr. stk
Burtons Homeblest kex, 300 g .............. 169 189 563 kr. kg
ÞÍN VERSLUN
Gildir 29. júlí –4. ágúst nú kr. áður kr. mælie.verð
Úrbeinaðar Ísfugls kjúklingabringur........ 1.460 1.825 1.460 kr. kg
Þurrkryddaðar lambakótilettur ............... 1.319 1.649 1.319 kr. kg
Búrfells hamborgarar, 4 stk. og brauð .... 350 438 350 kr. pk
La Baguette snittubrauð, 4 stk .............. 199 249 49 kr. stk
Merrild 103, 500 g .............................. 299 349 598 kr. kg
Þykkvabæjar grillkartöflur, 500 g ........... 179 209 358 kr. kg
Seven-up 2 ltr ..................................... 99 197 99 kr. ltr
Frón kanilsnúðar, 400 g ....................... 249 289 597 kr. kg
Útilegufæði fyrir ferðahelgi
Grillkjöt, brauð, gosdrykki, kex og önnur sætindi má nú víða finna á tilboðsverði fyrir eina mestu ferðahelgi ársins.
HELGARTILBOÐIN| neytendur@mbl.is
Margrét Jóhannsdóttir áHáhóli á Mýrum var áferðinni í KaupfélagiBorgfirðinga í Borg-
arnesi. Hún segist þó versla jöfnun
höndum í KB og Bónus, sem eru
einu matvöruverslanirnar í bænum.
Þegar komið er inn í verslun KB í
Hyrnutorginu í Borgarnesi blasir
grænmetið við. Áberandi er græn-
meti sem ræktað er í Borgarfirði og
er það venjulega merkt sérstaklega.
Margrét segist kaupa íslenskt græn-
meti þegar það er á boðstólum og
borgfirskt helst af öllu. „Mér finnst
íslenska grænmetið einfaldlega
betra og er tilbúin að borga svolítið
meira fyrir það. Ég kaupi
aldrei útlenska tómata
enda borðar heimilisfólkið
ekki grænmeti ef því finnst
það ekki bragðgott.“
Kartöfluuppskeran á
Háhóli er búin og því þarf
Margrét að kaupa kartöflur í þetta
sinn. Henni leist vel á kartöflurnar
sem voru í boði en annars þykir
henni gæði þeirra hafa verið mjög
misjöfn undanfarið. „Mér finnst
grænmetisúrvalið vera ágætt hér í
KB, en auðvitað sér maður meira úr-
val í verslunum í Reykjavík. Margar
grænmetistegundir hefur maður
ekki hugmynd um hvernig á að nota
enn sem komið er. Annars er borðað
mikið grænmeti á mínu heimili og
einnig ávextir og ávaxtasafar.“
Orkuríkur matur
fyrir erfiðisvinnufólk
Þau Margrét og eiginmaðurinn,
Hálfdán, og tvö yngstu börnin, Jó-
hanna Sveina og Helgi Elí, búa á
Háhóli en auk þeirra er einn dreng-
ur í sveit. Þau vinna öll erfiðisvinnu
og mataræðið fer svolítið eftir því.
„Maturinn er því frekar orkuríkur
og við leyfum okkur ýmislegt. Til
dæmis finnst krökkunum mjög gott
að fá hamborgara og franskar einu
sinni í viku og það er ómissandi að fá
svolítið nammi stundum og ís. En ís-
inn er keyptur hjá Ísbílnum sem ek-
ur um sveitir landsins í sumar við
mikinn fögnuð sveitakrakkanna. Við
borðum líka mikið brauð með áleggi,
til dæmis gúrkum og tómötum og
eplum og stundum rúsínum. Ég
baka oft brauð, bollur, skinkuhorn
og kleinur á sumrin en er ekki alveg
komin í sumargírinn ennþá og er
enn að kaupa brauð.“ Engin furða,
enda er Margrét grunnskólakennari
á veturna og í vor, á svipuðum tíma
og hún var að ljúka kennslu, lauk
hún 8. stigs prófi í söng og hélt upp á
fimmtugsafmæli sitt.
Á Háhóli er fjárbúskapur og því
ekki keypt mikið kjöt til heimilisins.
„Á sumrin kaupum við þó stundum
svínakjöt á grillið og kryddað lamba-
kjöt. Ég kaupi nánast aldrei unnar
kjötvörur eins og kjötfars vegna
þess að sonur minn er með ofnæmi
fyrir þeim. Einstaka sinnum kaupi
ég þó pylsur á grillið og eiginmað-
urinn fær steiktar kjötbollur ein-
staka sinnum. Við erum svo heppin
að fá oftast gefins fisk, en ef ég þarf
að kaupa fisk þykir mér hagstæðast
að kaupa roðflett ýsuflök í bitum.
Þau eru á ágætis verði og ekkert fer
til spillis. Auk þess er þetta mjög
góður fiskur.“
Ekki hægt að kaupa nál
og tvinna í Borgarnesi
Margrét segist oft kaupa inn í
Bónus. Þar kaupi hún meira pakka-
vöru og slíkt, enda sé það mun hag-
stæðara. „Mér finnst ágætt að versla
þar líka,“ segir hún. „Þó finnst mér
grænmetið oftast betra í KB. Hins
vegar finnst mér kjötið fínt í Bónus
og verðið á flestum vörum hagstæð-
ara. Þá er þjónustan líka fín þar. En
plássið er lítið í versluninni og vöru-
úrvalið ekki eins gott og í KB. Það
fer því oft þannig að ef maður versl-
ar í Bónus verður maður einnig að
fara í KB því oft vantar eitthvað sem
ekki er til þar. Í KB eru líka til föt,
en ég kaupi yfirleitt föt á mig annars
staðar. Þó finn ég eina og eina flík
hér. Barnafötin eru falleg og oft
hægt að fá góðar vörur. En það er
svolítið skrítið að eftir að vefn-
aðarvöruverslun hætti í Borgarnesi
er hvergi hægt að kaupa nál og
tvinna. Ég held að það geti ekki ver-
ið svo erfitt fyrir KB að bjóða upp á
slíkt því verslunin er vel staðsett.“
Margrét Jóhannsdóttir: Segir íslenska grænmetið einfaldlega betra.
HVAÐ ER Í MATINN? | Margrét Jóhannsdóttir
Tilbúin að greiða meira
fyrir íslenskt grænmeti
„Margar grænmetistegundir hefur
maður ekki hugmynd um hvernig á að
nota enn sem komið er. Annars er borð-
að mikið grænmeti á mínu heimili.“
asdish@mbl.is
Hollt og gott: Grænmeti ræktað í
Borgarfirðinum fer helst á borðið.
ÚTIMÁLNING
OG
VIÐARVÖRN