Morgunblaðið - 29.07.2004, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ 2004 25
E
nn fæ ég hinn 24. júlí sl. at-
hugasemdir í Staksteinum Morg-
unblaðsins. Nú bregður svo við að
höfundur Staksteina vill ekkert
ræða um auðlindagjald á sjávar-
útveginn; þess í stað er ræða hans öll um frest-
un á skattgreiðslum af söluhagnaði fyrirtækja
af hlutabréfum – frestun sem höfundur Stak-
steina vill meina að jafngildi skattleysi því fyr-
irtæki geti endalaust endurfjárfest söluhagn-
aðinn. En hann segir: „Skattalagabreytingin
þýddi að hægt var að fresta skattgreiðslum af
söluhagnaði endalaust með því að fjárfesta í
eignarhaldsfélögum í Lúxemborg [...] Þessir
peningar koma aldrei aftur til Íslands.“
Þetta er meira svartnætti en sést hefur á
prenti lengi. Höfundur Staksteina hefur greini-
lega þá trú að íslenskir fjármunir sem fara til
útlanda séu þjóðinni að eilífu glataðir.
Þetta ákvæði skattalaga sem svo mjög fer
fyrir brjóstið á höfundi Staksteina er ekki sér-
íslenskt fyrirbæri heldur er sambærilegt
ákvæði í skattalögum allra þjóða hins vestræna
heims. Frestun á skattlagningu söluhagnaðar í
íslenskum skattalögum svo og í allri vestrænni
skattalöggjöf er hugsuð sem hvatning til áfram-
haldandi og aukinnar fjárfestingar í atvinnulífi
þjóðanna. Þetta gera menn af því þeir telja að
það sé engum vafa undirorpið að þannig gagnist
fjármagnið samfélaginu best.
En ætla mætti að höfundur Staksteina sé
annarrar skoðunar. Hann virðist trúa því að þá
aðeins nýtist samfélaginu hagnaður fyrirtækja
þegar hann hefur komist í hendur ríkisins.
Fjárfestingar íslenskra fyrirtækja – hvort
sem þær eru nú í eignarhaldsfélagi í Lúx-
emborg eða annars staðar – eru fráleitt glataðar
um aldur og ævi eins og Staksteinahöfundur
ímyndar sér. Þvert á móti renna þær styrkum
stoðum undir íslenskt efnahagslíf. Umræddar
breytingar á skattalögum voru eingöngu lög-
festar til þess að bæta samkeppnisstöðu Ís-
lands. Þar að auki skulum við muna að þetta er
gagnkvæmur réttur: Það má allt eins flytja pen-
inga til Íslands og frá landinu. Allar þjóðir
sækjast eftir erlendri fjárfestingu. Þar eru Ís-
lendingar ekki undantekning enda þjóðin mjög
notið góðs af slíkum fjárfestingum á liðnum ára-
tugum
Það skal einnig ítrekað sem áður hefur verið
sagt: Það er alls ekkert samband milli þessara
breytinga á skattalögunum annars vegar og
auðlindaskatts hins vegar. Hvernig í ósköp-
unum er hægt að gera frestun á skattgreiðslu
söluhagnaðar að röksemd fyrir auðlindagjaldi?
Hagnaður í sjávarútvegsfyrirtækjum er á eng-
an hátt frábrugðinn hagnaði í öðrum fram-
leiðslugreinum og því ber að meðhöndla hann á
nákvæmlega sama hátt og annan hagnað. Við
skulum heldur ekki gleyma því að ekki er alltaf
hagnaður í atvinnurekstri heldur getur oft verið
um verulegan taprekstur að ræða. Hvað vill
Staksteinahöfundur gera þá?
Á átjándu öld voru svipuð viðhorf og þau, sem
höfundur Staksteina hefur tileinkað sér til at-
vinnureksturs og utanríkisverslunar, mjög vel
þekkt og útbreidd. Mér er nær að halda að hann
geri það meira að gamni sínu að halda þessari
forneskju fram heldur en að hann trúi henni
sjálfur.
Með kveðju til Staksteina
Eftir Einar Odd
Kristjánssson ’Höfundur Staksteina hefurgreinilega þá trú að íslenskir
fjármunir sem fara til út-
landa séu þjóðinni að eilífu
glataðir.‘
Höfundur er alþingismaður.
kaógnar-
í Banda-
umbunað
hann ekki
yrirtækj-
di heldur
r heima,“
ndi utan-
að Kerry
„í hættu-
til greina
i ekki að
ga
að þegar
rra Bush
t í huga
eti betur
borgara.
tekist að
ð hann sé
orseti.
dagar til
setakosn-
yðjuverk-
y á í fullu
tré við Bush á öllum sviðum nema í
öryggismálum. Þótt sífellt færri
Bandaríkjamenn treysti forsetanum
til að takast á við hryðjuverkaógnina
eru þeir þó fleiri sem reiða sig á
Bush en Kerry.
Í skoðanakönnun sem gerð var á
mánudaginn kom fram, að 55% kjós-
enda treysta Bush betur í þeim efn-
um, en 37% treysta Kerry betur.
Fyrir mánuði sýndi skoðanakönnun
að frambjóðendurnir nutu álíka mik-
ils trausts að þessu leyti.
„Þetta er spurning um von eða
ótta. Um það snúast þessar kosning-
ar í raun og veru,“ sagði Tom Vils-
ack, ríkisstjóri í Iowa. „Repúblíkan-
ar reiða sig á að kjósendur fari
óttaslegnir inn í kjörklefann. Geri
þeir það eru líkur á að þeir greiði
sitjandi forseta atkvæði sitt.“
Demókratar telja að tíðar aðvar-
anir stjórnvalda um hættu á hryðju-
verkum séu tilraunir til að ala á ótta
kjósenda í aðdraganda kosninganna.
Repúblíkanar hafa ekki dregið dul á
áherslu sína á hryðjuverkaógn og
þjóðaröryggismál. Megnið af út-
varps- og sjónvarpsauglýsingum
Bush vegna kosninganna hefur snú-
ist um að draga í efa áreiðanleika
Kerrys, og stuðning hans við herinn.
Bush hefur ítrekað minnt kjós-
endur á, að Kerry hafi greitt at-
kvæði með því að herförin til Íraks
yrði hafin, en nokkru síðar lagst
gegn frekari fjárveitingum vegna
stríðsrekstrarins. Rök Kerrys voru
þau, að samkvæmt tillögum Bush
yrði dregið úr fjárframlögum til
heilsugæslu og menntamála.
Í Norfolk, þar sem er stærsta
flotahöfn heims, lagði Kerry áherslu
á reynslu sína úr sjóhernum og hlut-
verk sitt sem æðsta manns hersins,
verði hann kjörinn forseti.
„Nái ég kjöri mun mér ætíð verða
efst í huga, að undirstaða öryggis
okkar og styrkleika eru þeir hug-
djörfu menn og konur sem standa
einkennisklædd á varðbergi ein-
hvers staðar í heiminum,“ sagði
Kerry, sem hlotið hefur orðu fyrir
frammistöðu sína í Víetnamstríðinu.
„Við eigum að vera þeim þakklát.“
kosning-
n eða ótta
a sig á
ta-
fann.‘
Reuters
ndsfund
on.
trúa á landsfundi flokksins í Boston á
harður í horn að taka, og myndi standa
Reuters
Unnið hefur verið að end-urbótum á Flateyj-arkirkju á Skjálfandaað undanförnu og hefur
trésmiðjan Rein í Reykjahverfi í
Suður-Þingeyjarsýslu séð um fram-
kvæmdir. Skipt var um klæðningu
útveggja og gert við glugga. Kirkj-
an var klædd að utan með aluzink
og allt gler í gluggum kíttað upp.
Að sögn Stefáns Óskarssonar yf-
irsmiðs reyndist ástand kirkjunnar
gott nema skipta þurfti um öll fót-
stykki, undir kirkjuturninum.
„Mjög tímabært var hins vegar
orðið að skipta um klæðningu og ná
fúanum úr. Og ætti nýja klæðn-
ingin að geta enst næstu 44 árin,
líkt gamla klæðningin hefur gert.
Þegar kirkjan var endurbyggð í
Flatey 1960 voru veggir forskalaðir
en turninn klæddur með sléttu
hvítu stáli. Árið 1987 var forskaln-
ing farin að láta á sjá og losna frá
þannig að brugðið var á það ráð að
klæða kirkjuna að utan með sams
konar klæðningu og var á turn-
inum.
Fúi var nú kominn fram þar sem
járnið lá svo þétt við timbrið að
nauðsynlegt þótti að klæða hana
upp á nýtt.“
Nýtt sáluhlið komið
Fyrir tveimur árum var skipt um
þakjárn. Í fyrra var rennt í kirkju-
tröppurnar og þær pússaðar auk
þess sem nýtt sáluhlið að kirkju-
garðinum var reist og girðing þar
utan um. Verkið nú gekk vonum
framar og tók fjóra menn átta
vinnudaga. Vinnuflokkurinn hélt til
á bænum Bergi þar sem hann var í
fæði og húsnæði hjá þeim hjónum
Stefaníu Jóhannesdóttur og Jóni
Hermannssyni.
Kirkja hefur verið í Flatey allt
frá söguöld og alltaf þótti gott að
heita á hana.
Í jarðskjálftanum árið 1872
skemmdist kirkjan og þurfti þá að
byggja nýja og stærri kirkju. Þar
sem kirkjugarðurinn var orðinn út-
grafinn þurfti að flytja kirkjuna úr
garðinum. Eftir miklar vangaveltur
var tekin ákvörðun um að byggja
nýja kirkju á landi, en þá var svip-
aður fjöldi sóknarbarna á landi og í
eyjunni. Eftir að kirkjan hafði verið
flutt að Brettingsstöðum á Flateyj-
ardal varð þróunin sú að eyj-
arskeggjum fjölgaði hægt og rólega
ensóknarbörnum í landi fækkaði.
Eftir að Brettingsstaðir fóru í eyði
var kirkjan flutt til Flateyjar á ný
og endurvígð þar 17. júlí 1960, sjö
árum áður en Flatey fór í eyði.
Flateyjarkirkja hefur verið ann-
exía frá Húsavíkurkirkju frá árinu
1955, í prófaststíð Friðriks A. Frið-
rikssonar, þáverandi sóknarprests
á Húsavík. Guðsþjónustur fara ár-
lega fram í Flateyjarkirkju um
verslunarmannahelgar og mun
séra Sighvatur Karlsson messa þar
næsta sunnudag.
Yfirmaður Flateyjarkirkju er sr.
Pétur Þórarinsson, prófastur í
Laufási í Eyjarfirði. Að hans skip-
an eru umsjónarmenn kirkjunnar
Guðmundur Sigurðsson, bóndi í
Fagranesi í Aðaldal og formaður
sóknarnefndar Grenjaðarstað-
arkirkju og Helga Jónína Stef-
ánsdóttir, fyrrverandi formaður
sóknarnefndar Húsavíkurkirkju.
Endurbætunar á kirkjunni hafa
verið unnar í samráði við og undir
stjórn Magnúsar Skúlasonar, fram-
kvæmdastjóra húsafriðunarnefnd-
ar, sem veitt hefur ásamt jöfn-
unarsjóði sókna fjármagnið til
verksins.
Gifting í Flatey
Gifting fór fram í Flateyjar-
kirkju að loknum endurbótunum sl.
sunnudag þegar Þórdís Gunn-
arsdóttir, ættuð frá Útibæ í Flatey,
og Gunnar Óli Hákonarson, frá Ár-
bót í Aðaldal, gengu í hjónaband,
en ekki er vitað til þess að gifting
hafi þar farið fram eftir að kirkjan
var flutt frá Flateyjardal.
Ferming fór þar hins vegar fram
1981 og skírn í fyrrasumar. Sr.
Svavar A. Jónsson, sóknarprestur á
Akureyri, gaf brúðhjónin saman og
sá Birgitta Haukdal, æskuvinkona
brúðarinnar, um sönginn.
Kirkja hefur verið í Flatey á Skjálfanda frá söguöld
Unnið að endurbótum
undanfarin misseri
Ljósmyndir/Jóhanna Ingvarsdóttir
Brúðhjónin Þórdís Gunnarsdóttir og Gunnar Óli
Hákonarson ásamt söngkonunni Birgittu Hauk-
dal við samkomuhúsið í Flatey þar sem blásið var
til brúðkaupsveislu síðastliðinn sunnudag.
Vinnuflokkurinn, skipaður Stefáni Óskarssyni, Arnþóri Birgissyni,
Kristni Gunnlaugssyni og Eydísi Kristjánsdóttur, sitjandi á tröppum
kirkjunnar ásamt Guðmundi Sigurðssyni og Stefaníu Jóhannesdóttur.
Flateyjarkirkja á Skjálfanda hefur fengið andlitslyftingu.