Morgunblaðið - 29.07.2004, Síða 6
FRÉTTIR
6 FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Batinn hefur frá upphafiverið ólýsanlegur,“ segirHelgi Einar Harðarsonhjarta- og nýrnaþegi
sem kom til landsins í gær eftir
rúmlega mánaðardvöl í Svíþjóð
þar sem hann fékk nýju líffærin á
Sahlgrenska sjúkrahúsinu í Gauta-
borg. Það hvarflaði ekki að honum
að hann kæmist svona fljótt heim
aftur, en allar rannsóknir á hjart-
anu sýndu engin merki höfnunar
og því var lítið annað
fyrir Helga að gera
en að drífa sig heim.
Fjölskylda hans og
vinir tóku vel á móti
honum í gær í Leifs-
stöð og héldu honum
veislu í heimabæ
hans Grindavík.
Helgi er þrítugur að
aldri og er þetta í
annað sinn sem hann
fær nýtt hjarta grætt
í sig og mun hann
vera fjórði sjúkling-
urinn á Sahlgrenska
sem svo er ástatt
um. Sjúkrahúsið er
eitt hið fremsta í
Evrópu á sviði hjartaflutninga.
Helgi var vakinn snemma eftir
hina 12 tíma löngu aðgerð hinn 15.
júní og fékk ekki nema þrjá og
hálfan tíma í svæfingu að aðgerð
lokinni. Hann segir það tilheyra
liðinni tíð að sjúklingum sé haldið
sofandi lengi eftir aðgerðir af
þessu tagi, því það sé ekki æski-
legt að vera of lengi á svæfing-
arlyfjum. „Ég stóð upp átta
klukkutímum eftir aðgerð, sem er
allt annað en fyrir 15 árum þegar
ég fékk gamla hjartað,“ segir
hann.
„Ég var hálfhræddur þegar átti
að fara henda mér á lappir á ný,
en þegar ég stóð í fæturna án þess
svo mikið sem að finna til svima,
fann ég til öryggis og það var ein-
hver ótrúlegur kraftur á bak við
mig, ég veit ekki alveg hvernig ég
á að útskýra það.“
Á þriðja degi fór Helgi að æfa
sig á þrekhjóli og þar héldu fram-
farirnar áfram á næsta ótrúlegum
hraða.
10 mínútna múrinn
á þrekhjólinu rofinn
„Fyrst stillti ég hjólið á 15 vött,
eins og ég var vanur fyrir aðgerð-
ina, og hjólaði í 7–10 mínútur.
Þetta reyndist mér
næsta auðvelt eftir
aðgerðina þannig að
mér var unnt að hjóla
miklu lengur án þess
að nýja hjartað færi
yfir 120 slög á mín-
útu. Það var helst að
mig verkjaði í fæt-
urna vegna styrk-
leysis í vöðvunum.
Með hverjum degi
jókst þrekið og ekki
leið á löngu þar til ég
var farinn að lyfta
lóðum.
Ég var búinn að
bóka að ég þyrfti að
vera að minnsta kosti
þrjá mánuði í Svíþjóð að lokinni
aðgerð. Ef líkaminn sýnir einhver
merki höfnunar þá getur bataferl-
ið t.d. lengst um einn mánuð, en
ég átti aldrei von á þeim bata sem
ég hef náð. Ég hélt að ég yrði ekki
orðinn svona sprækur fyrr en að
einu ári liðnu. Auðvitað hafa komið
bakslög en ekkert alvarlegs eðlis.“
Lyfjagjafirnar hafa einnig
minnkað töluvert og nú er Helgi á
30% þess lyfjaskammts sem hann
tók fyrst eftir aðgerðina. Hann
hefur líka þyngst um ein 3 kíló frá
aðgerðinni og bætt á sig vöðva-
massa, nokkuð sem var varla
möguleiki með gamla hjartanu.
Framundan eru æfingar og aft-
ur æfingar, en þó verður að gæta
þess að fara ekki of geyst. Rifbein-
in þurfa líka sinn tíma til að gróa
en þau voru brotin í aðgerðinni til
að komast að hjartanu. Rifjahylkið
er vírað saman á tólf stöðum, en
saumarnir eru orðnir fínir segir
Helgi.
„Það bíður síns tíma að fara að
vinna aftur, því ég verð að hreyfa
mig og passa upp á heilsuna með
því að forðast allar flensur. Mér
voru kenndar allar helstu und-
irstöðuæfingar en veit ekki hvort
ég fer á Reykjalund,“ segir hann.
En leikur Helga forvitni á að
vita úr hverjum nýja hjartað var?
„Nei, alls ekki. Það hefur
náttúrlega verið harmleikur á bak
við þann sem dó, en ég er þakk-
látur. Ég var í góðri aðstöðu og
gat beðið, enda var ég hvorki kom-
inn í hjólastól né háður súrefn-
isgjöfum. Ég var því tiltölulega vel
á kominn þannig séð. Ég held að
það hafi skipt miklu máli fyrir
batann að ég var ekki orðinn það
illa á mig kominn að ég væri kom-
inn í rúmið áður en ég fór í að-
gerðina.“
Helgi lítur að sjálfsögðu
björtum augum á framtíðina eftir
þennan ótrúlega bata og ætlar að
sinna áhugamálum eftir því sem
aðstæður leyfa. „Ég á hesta og bíð
spenntur eftir því að geta farið á
hestbak. Ég er alger dellukall
þannig ég hugsa að ég geti sinnt
áhugamálunum innan skamms.“
Helga Einari Harðarsyni hjartaþega vel fagnað við heimkomuna af sjúkrahúsi í Svíþjóð
Morgunblaðið/Árni Torfason
Helgi hress sem aldrei fyrr á spjalli við ættingja og vini í Grindavík í gær.
Helgi Einar Harðarson
„Einhver ótrúlegur kraftur á bak við mig“
„ÞETTA eru okkur mikil vonbrigði
að þurfa standa í þessu, ég segi það
alveg eins og er. Hér hefðu allir
viljað nota tímann til annarra verka
en að troða svona illsakir um van-
greidd laun,“ segir Kristján Gunn-
arsson, formaður Verkalýðs- og
sjómannafélags Keflavíkur (VSK),
en málskostnaður vegna vangold-
inna launa íslenskra starfsmanna
varnarliðsins hleypur á milljónum
og segist Kristján gjarnan viljað
hafa séð þá fjármuni nýtta til ann-
arra verka.
Gunnar Snorri Gunnarsson,
ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneyt-
isins, segir að ráðuneytið hafi ekki
haldið uppi vörnum í þeim dóms-
málum sem uppi hafa verið. Hann
segir að „úrskurði kaupskrárnefnd-
ar beri að virða, það er eiginlega
svo einfalt sem það er.“
Kristján segir málareksturinn
snúa að utanríkisráðuneytinu því
ekki sé samið við varnarliðið með
beinum hætti. Hann segir að fyr-
irmæli séu á þá leið, til Launaskrif-
stofu varnarliðsins, að þeim sé
bannað að greiða launin.
17 stefnur fyrir héraðsdóm
„Það situr samt ennþá við það
sama að varnarliðið hefur ekki
greitt starfsfólkinu þrátt fyrir úr-
skurði kaupskrárnefndar. Það hef-
ur sem sagt ekki greitt launahækk-
anirnar eins og samið var um í
samningunum,“ segir Kristján en
kaupskrárnefnd sér um að ákveða
ráðningarkjör og vinnuskilyrði
starfsmanna varnarliðsins og heyr-
ir undir utanríkisráðuneytið. Fyrir
Héraðsdómi Reykjaness eru nú
mál þungavinnuvélamanna gagn-
vart utanríkisráðuneytinu, en þá
vantar 6% upp á launin sín að sögn
Kristjáns og bætir við að þegar sé
þar um að ræða 13 stefnur. „Síðan
eru fyrir héraðsdómi líka mál fjög-
urra starfsmanna vatnsveitu sem
hafa ekki ennþá fengið breytingar
sínar töluvert langt aftur í tímann,“
segir Kristján og að auki hafi varn-
arliðið ekki enn greitt samkvæmt
úrskurði kaupskrárnefndar um
launaskrið sem átti að koma til frá
1. nóvember á síðasta ári. Hann
segir að unnið sé í því að reikna út
launakröfur félagsmanna og sé það
ærið verkefni, telur hann að það nái
til á annað hundrað félagsmanna
verkalýðsfélagsins.
Einkennileg skilaboð
til verkafólks
Kristján segist vera sár og
svekktur yfir því að varnarliðið hafi
greitt bæði iðnaðarmönnum og
verslunarmönnum vegna úrskurðar
kaupskrárnefndar um launaskrið,
en ekki verkafólki. „Það finnst mér
vera mjög einkennileg skilaboð til
verkafólks,“ segir Kristján og seg-
ist engar skýringar hafa fengið á
því aðrar en varnarliðið hafi enga
heimild til þess að leiðrétta launin.
Hann segist hafa átt fundi með
Halldóri Ásgrímssyni utanríkisráð-
herra í febrúar og nú í júlí þar sem
farið hafði verið yfir málin og reynt
að greiða úr þeim. „Utanríkisráð-
herra lýsti ákveðnum vanmætti
[ráðuneytisins] í þessu. Þeir reyna
að styðja okkur og reyna að greiða
úr þessum málum eins og þeir
framast geta en árangurinn er ekki
meiri.“
Vonast eftir farsælli lausn
Gunnar Snorri, ráðuneytisstjóri
utanríkisráðuneytisins, segir að
Bandaríkjamenn séu í hnút með sín
mál en hafi lofað ráðuneytinu að
leita leiða til þess að fjármagna
vangreidd laun starfsmanna varn-
arliðsins. „Það stangast þarna á
þeirra innri reglur um ákveðin tak-
mörk á því hversu miklar kaup-
hækkanir mega vera yfir ákveðið
tímabil, og ákveðin þök á því
hversu há laun geta verið í
ákveðnum flokkum,“ segir Gunnar.
„Meginmálið, sem snýr að
ákveðnum launahækkunum, er al-
veg skýrt og við höfum komið því á
framfæri,“ segir Gunnar og vonast
til þess að málið nái farsælli lend-
ingu eins fljótt og unnt er.
Launadeila Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur við
varnarliðið heldur áfram fyrir héraðsdómi Reykjaness
Milljónir í málskostnað
vegna vangoldinna launa
GAMLA Glerárvirkjunin frá árinu
1922 verður endurbyggð og látin
framleiða rafmagn að nýju. Bæj-
arráð hefur samþykkt tillögu um-
hverfisráðs vegna breytinga á að-
al- og deiliskipulagi sem gera þarf
í kjölfar þessa.
Norðurorka sendi umhverfis-
ráði fyrr á árinu erindi þar sem
óskað var eftir því að endurgera
stöðvarhús og aðrennslisrör
gömlu Glerárvirkjunarinnar, á
sama stað og gömlu mannvirkin
stóðu. Stefnt er að því að hefja
framkvæmdir í ár, í tilefni af 100
ára afmæli rafvæðingar á Íslandi.
Stíflan var byggð árið 1921 og var
fyrsta mannvirki Rafveitu Akur-
eyrar, en ári síðar var stöðvarhús
byggt í gilinu neðan stíflunnar og
var það tekið í notkun sama ár.
Stíflan var endurbyggð árið 1986
en hún gegnir því hlutverki að
hefta sand- og malarburð ofan á
Gleráreyrar. Á 75 ára afmæli Raf-
veitu Akureyrar, árið 1997 gaf
hún göngubrú yfir stífluna. Fram-
leiðslugeta virkjunarinnar verður
um 1,5 GWst.
Morgunblaðið/Margrét Þóra
Fyrirhugað er að endurbyggja
mannvirki Glerárvirkjunar í Gler-
árgili í tilefni af 100 ára afmæli raf-
væðingar á Íslandi. Efst sést í stífl-
una, en frá henni lá aðrennslisrör
niður að stöðvarhúsinu.
Endurbyggja virkjun
Akureyri. Morgunblaðið.