Morgunblaðið - 29.07.2004, Page 8
FRÉTTIR
8 FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Styrkir í landbúnaðihafa verið þrætu-epli um árabil. Í
frétt sem birtist á baksíðu
Morgunblaðsins í gær er
haft eftir utanríkisráð-
herra, Halldóri Ásgríms-
syni, að viðbúið sé að opin-
berir landbúnaðarstyrkir
hérlendis lækki. Hið sama
sagði landbúnaðarráð-
herra, Guðni Ágústsson,
líklegt að myndi verða á
þessu ári í þingræðu sem
hann hélt í maí sl. þegar
breytingar á búvörulögum
voru ræddar.
Samkvæmt fjárlögum
fyrir árið 2004 er gert ráð
fyrir að beingreiðslur til
framleiðenda landbúnað-
arafurða (bænda) nemi 7,3 millj-
örðum króna. Fyrir utan þessar
beinu greiðslur kemur til ýmis
annar óbeinn stuðningur, s.s. fé
sem rennur úr ríkissjóði til rann-
sókna í landbúnaði, stuðningur við
bændasamtökin, rekstur landbún-
aðarráðuneytisins o.s.frv.
Í grein eftir Einar Odd Krist-
jánsson alþingismann sem birtist í
Morgunblaðinu 7. júlí sl. birtist
tafla sem sýnir að samantekið
nema greiðslur ríkisins (bein-
greiðslur og aðrar greiðslur) rúm-
um 10 milljörðum króna. Grein
hans var raunar svar við annarri
grein sem birtist í blaðinu 2. júlí
og var skrifuð af Guðrúnu Péturs-
dóttur lífeðlisfræðingi og Tryggva
Agnarssyni lögmanni. Í þeirri
grein kemur fram, þvert á tölur
Einars Odds, að opinber stuðning-
ur við landbúnað nemi 15 milljörð-
um króna. Því til stuðnings vísa
þau í nýlega skýrslu Efnahags- og
framfarastofnunarinnar, OECD.
Þessi skrif lýsa ágætlega þeim
vanda sem því fylgir að meta
hversu háir styrkir til landbúnað-
ar eru. Munurinn skýrist af
reikniaðferðum.
OECD fær það út að Íslending-
ar verji tæpum 15 milljörðum
króna í opinberan stuðning við
landbúnað árlega með því að taka
saman tölur um það hversu miklu
verr bændur væru staddir ef
styrkjanna nyti ekki við og leggja
þær við þá milljarða sem ríkið
leggur landbúnaði til. Þess má
geta að þessi upphæð er sú sama
og Nýja-Sjáland ver til sama
málaflokks.
OECD notar nokkra mæli-
kvarða til að bera saman styrki
milli landa. Einn þeirra, og sá sem
er mest notaður, er svokallaður
tekjuígildisstuðull eða PSE sem
stendur fyrir Producer Support
Estimate. Stuðullinn segir til um
opinberan stuðning til bænda sem
hlutfall af landbúnaðarframleiðslu
í viðkomandi landi. Á Íslandi er
þetta hlutfall í kringum 65%, en
t.d. um 2% á Nýja-Sjálandi.
Jón Steinsson, hagfræðingur og
doktorsnemi við Harvard-háskóla
í Bandaríkjunum, segir í nýlegum
pistli á vefritinu Deiglunni að
þetta þýði að „framleiðni í íslensk-
um landbúnaði þyrfti að aukast
um rúmlega 250% til þess að hann
gæti staðið undir sér. Framleiðnin
þyrfti síðan að hækka annað eins
til þess að bændu byggju við
mannsæmandi kjör“.
Ísland er í hópi þeirra ríkja sem
hvað mestu fé verja í að styrkja
landbúnað. Aðeins Noregur og
Sviss veita hærri opinberan
stuðning sem hlutfall af landbún-
aðarframleiðslu. Ásamt Japan og
Suður-Kóreu skera þessar fimm
þjóðir sig töluvert úr öðrum hvað
varðar styrki, samkvæmt OECD.
Útgjöld aðildarríkja OECD til
landbúnaðar hafa verið að lækka
undanfarin ár. Tekjuígildisstuðull
OECD-ríkja lækkaði til að mynda
úr 38% að meðaltali á árunum
1986–88 í 31% á árinu 2001. Sama
hlutfall á Íslandi nam um 75% á
árunum 1986–88.
Upphæðirnar eru vissulega af-
ar misjafnar eftir löndum og þær
er einnig hægt að meta sem hlut-
fall af heildarútgjöldum hvers rík-
is fyrir sig. Um 2,7% útgjalda ís-
lenska ríkisins er varið til land-
búnaðarstyrkja, og er þá aðeins
gert ráð fyrir beingreiðslum.
Hlutfallið er hærra ef allir óbeinir
styrkir eru teknir inn í dæmið, en
þá er oft erfitt að meta.
Í ræðu landbúnaðarráðherra,
Guðna Ágústssonar, frá því í maí
sl. þegar breytingar á búvörulög-
um voru ræddar á Alþingi sagði
hann m.a. frá því að óhjákvæmi-
legt væri að undanskilja viðskipti
með landbúnaðarafurðir ákvæð-
um samkeppnislaga. Slíkar íviln-
anir má í raun flokka sem óbeinan
stuðning, þótt erfitt sé að meta
hann í krónum. Í ræðunni nefndi
ráðherra einnig að líklegt væri að
í kjölfar viðræðna WTO myndi
samkeppni á markaði með land-
búnaðarafurðir harðna. Þá sagði
hann að dregið yrði úr fram-
leiðslutengdum styrkjum auk
þess sem tollavernd yrði minnkuð.
Ef marka má orð utanríkisráð-
herra í fréttinni í gær eru þær
breytingar sem landbúnaðarráð-
herra nefndi í maí á næsta leiti.
Styrki til landbúnaðar á að lækka
hér á landi í takt við það sem ann-
ars staðar tíðkast. Í kjölfarið má
gera ráð fyrir að samkeppnisum-
hverfi íslenskra bænda harðni.
Eftir því sem hinum svokölluðu
Doha-viðræðum sem standa yfir á
vegum Alþjóðaviðskiptastofnun-
arinnar vindur fram skýrist vænt-
anlega um hve miklar lækkanir er
að ræða og hvernig staðið verður
að framkvæmdinni.
Fréttaskýring | Styrkir í landbúnaði
verða lækkaðir á næstunni
Lægri land-
búnaðarstyrkir
Útlit fyrir að samkeppni á markaði
með landbúnaðarvörur aukist
Landbúnaðarstyrkir eru háir á Íslandi.
Ísland í hópi þeirra þjóða
sem greiða hæstu styrkina
Ísland er í hópi þeirra þjóða
sem hlutfallslega mestu fé verja
til styrkja í landbúnaði. Opinber
stuðningur er mestur í Sviss og
Noregi, eða yfir 70% sem hlutfall
af landbúnaðarframleiðslu. Ís-
land, Kórea og Japan fylgja fast
á eftir. Útlit er fyrir að styrkirnir
hérlendis muni lækka á næstunni
og samkeppni á markaði með
landbúnaðarafurðir aukast.
Beingreiðslur til bænda nema
um 2,7% af ríkisútgjöldum.
eyrun@mbl.is
„ÞETTA er búið að vera alveg
yndislegt,“ segir Eva Þórdís
Ebenezersdóttir hópstjóri ung-
mennaskiptaverkefnisins „Passing
Limits“ en verkefnið stóð frá 20. –
29. júlí. Fyrir verkefninu stóð Ung-
liðahreyfing Sjálfsbjargar, Ný-ung,
en hingað kom níu manna hópur frá
Belgíu og á móti þeim tók níu manna
hópur frá Íslandi. Helmingur þátt-
takenda í verkefninu voru hreyfi-
hamlaðir einstaklingar en hinn
helmingurinn voru ófatlaðir.
Takmarkanir af þrennum toga
Verkefnið gekk út á að þessi 18
manna hópur, sem var á aldrinum
17-25 ára, gæti upp á eigin spýtur
náð settum takmörkum eins og nafn
verkefnisins gefur til kynna, að sögn
Evu. Takmarkanirnar, sem reynt
var að sigrast á, voru af þrennum
toga. Takmarkanir þjóðfélagsins
(aðgengi og mismunun), takmark-
anir náttúrunnar (aðgengi og mögu-
leikar fatlaðra á að njóta náttúrunn-
ar) og svo þær takmarkanir sem
hópurinn setti sér sjálfur. Eva og
Jóna Magnea Magnúsdóttir Hansen,
sem var ábyrgðarmaður verkefnis-
ins, sáu saman um framkvæmdar-
hluta þess.
Betra aðgengi í
Reykjavík en Brussel
Meðal þess sem hópurinn gerði
var að fara í hvalaskoðun, í Bláa lón-
ið, skógarferð, til Gullfoss og Geysis,
til Skálholts og jafnvel í hestaferð.
En verkefnið hlaut marga styrki
sem gerði þeim kleift að fara á alla
þessa staði að sögn Evu, m.a. styrk
frá UFE (ungt fólk í Evrópu).
Hún segir að allt hafi gengið vel
en þó ekki án erfiðleika á sumum
stöðum, en það hafi verið hluti af
verkefninu að takast á við erfiðleika.
„Samkvæmt Belgunum þá er að-
gengi, eins og í miðbæ Reykjavíkur,
í rauninni betra hér heldur en þar,“
segir Eva. Hún segir að aðgengi hafi
verið misjafnt á milli staða hvort
sem um var að ræða Listasafn
Reykjavíkur, sem fékk toppeinkunn
hjá þeim, eða Hallgrímskirkju, en
þar er útsýni takmarkað þeim sem
eru bundnir í hjólastóla. „Við erum
búin að skrifa niður punkta og eftir
verkefnið þá hugsum við okkur að
skrifa bréf og senda á þessa staði
sem við höfum farið á,“ segir Eva og
bendir á að ætlunin sé ekki einvörð-
ungu sú að benda á slæmt aðgengi
heldur líka á það sem sé gott. „Bæði
plúsa og mínusa.“
Verkefninu lauk formlega í gær-
kvöld með kvöldverði á Grand Hotel
og teiti á Póstbarnum en Belgarnir
flugu af landi brott nú í morgun.
Morgunblaðið/Jim Smart
Hópur ungs fólks frá Belgíu og Íslandi kynnti í gær niðurstöður verkefnis um aðgengi á ýmsum stöðum.
Ungt fólk vinnur í sam-
einingu að settu marki
VEIÐI í Borgarfjarðaránum hefur
verið bærileg miðað við vatnsleysi
að undanförnu og skárri sunnan
Hvítár en norðan. Þverá/Kjarará
og Norðurá hafa verið í þokkaleg-
um málum en fjarri því jafn góðum
og ef skilyrði væru betri. Veiðistað-
irnir í vatnskilunum, Brenna,
Svarthöfði og Straumar, hafa verið
líflegir og talsvert af sjóbirtingi að
blandast laxinum að undanförnu.
Norðurá var komin í tæpa 950
laxa í gærdag og sagði Bergur hjá
SVFR að vatnsleysið væri til ama.
„En það er væta í kortunum og
stórstreymi um helgina og við skul-
um því vona að það komi góður
kippur,“ bætti hann við.
Fyrstu laxarnir hafa veiðst í
Skógá og er það ríflega hálfum
mánuði fyrr en dæmi eru til um lax-
veiði í þeirri á áður. Silungsveiðin
hefur verið mjög góð, mest væn
bleikja með smærri fiski í bland.
Talsvert er af laxi í Reykjadalsá í
Borgarfirði og holl sem þar var ný-
verið var með 9 laxa landaða og
nokkrir sluppu. Sást talsvert af
fiski í ánni. Heildartalan er þó ekki
há, því áin er viðkvæm fyrir þurrk-
um og af slíku hefur verið nóg að
undanförnu.
Silungasvæði Hafralónsár og
Kverkár hafa gefið nokkra laxa og
góða sjóbleikjuveiði. Sérlega væna
fiska að sögn Rögnvaldar hjá
Sportmönnum Íslands, sem leigir
svæðið. Rögnvaldur sagði það gefa
svæðinu stóraukið gildi að ármóta-
hylur Kverkár og Hafralóinsár
fylgi þeirra svæði, en þann hyl
byggi stórar torfur af bleikju og lax
stoppi þar mikið. „Þá hefur verið
þarna óvenjumikið af fallegum birt-
ingi, 4-5 punda, meira en kunnugir
hafa áður séð,“ bætti Rögnvaldur
við.
Það kroppast uppúr Soginu, ró-
legt er þó á Syðri Brú og aðeins
þrír laxar þar í bók í gær. Vart varð
þó við lax og einn fékkst í fyrradag.
Það er því kannski að glæðast.
Ung veiðikona glímir við væna sjóbleikju við Stíflu í Kolku.
Beðið eftir vætunni
ERU
ÞEIR AÐ
FÁ’ANN?
LÖGREGLULIÐIN á Vesturlandi
verða með aukið samstarf um kom-
andi verslunarmannahelgi.
Að sögn Theodórs Kr. Þórðarson-
ar yfirlögregluþjóns í Borgarnesi
mega vegfarendur á leið um Vest-
urland búast við því að sjá mun fleiri
lögreglubíla á ferðinni en endranær
og þá verða einnig tvö lögreglumót-
orhjól á ferðinni.
Sagði Theodór að góð reynsla væri
af þessu aukna samstarfi lögreglulið-
anna. Nauðsynlegt væri að auka lög-
gæsluna og samhæfa mannafla og
bílakost þessa miklu umferðarahelgi
og það yrði gert á Vesturlandi um
helgina.
Ómerktir bílar við
hraðamælingar
„Þó lögð sé áhersla á að löggæslan
verði sýnilegri þá verða einnig
ómerktir lögreglubílar við hraða-
mælingar á Vesturlandi. Auk eftir-
lits með ökuhraða verður einnig
fylgst með ljósabúnaði og öryggis-
búnaði fellihýsa, hjólhýsa og tjald-
vagna og komi í ljós að öryggisbún-
aði sé áfátt verður fólki gert að bæta
þar úr, áður en ferðalaginu er haldið
áfram.“
Auk lögreglunnar á Akranesi og í
Borgarnesi taka lögregluliðin á Snæ-
fellsnesi og í Dölum þátt í samstarf-
inu og einnig lögreglan í Reykjavík
og Umferðardeild ríkislögreglu-
stjóra.
Samstarf um löggæslu
Umferðar-
eftirlit
aukið á
Vesturlandi