Morgunblaðið - 29.07.2004, Side 40
Bryan og William KcKinley öttu
kappi í kosningabaráttu til emb-
ættis forseta Bandaríkjanna.
Uppruni hugmyndarinnar er óljós
en barmmerkin urðu feikivinsæl
til að koma á framfæri hvers
konar pólitískum áróðri sem og
öðrum skilaboðum.
Á sjöunda áratug síðustu aldar
tók ungt fólk við sér og notaðist
við barmmerkin til að mótmæla
ráðandi valdi eða einstaka
ákvörðunum yfirvalda. Frið-
arboðskapurinn, umhverfisvernd,
ást og kærleikur voru í algleym-
ingi og slagorð á borð við „Make
love, not war!“ og „Atomkraft,
Nej tak!“ sáust víða á barm-
merkjum nældum í fatn-
að, höfuðföt, bakpoka
eða annað.
Frægasta barm-
merki allra tíma,
Smiley eða Bros-
kallinn, kom fram
á sjónarsviðið árið
1963. Hann er hug-
arfóstur Harvey
nokkurs Ball, graf-
ísks hönnuðar sem
fenginn var til að hanna
merki til að efla starfsanda í
tryggingafélagi nokkru í
heimabæ sínum, Massachusetts
í Bandaríkjunum.
Á síðustu áratugum
hafa barmmerkin fest
sig í sessi, bæði í til-
gangi ákveðinna
stefnuyfirlýsinga eða
eingöngu til gamans.
Sífellt eykst flóran og
yfirlýsingarnar
„Clone the Pope“
(Klónið Páfann)
og „I Love
Sheep“ (Ég elska
kindur) eru merki
um gamanmál og
aðra steypu sem
einkennt hefur stóran
hluta merkjanna undanfarin ár.
Á áðurnefndri sýningu eru svo
jafnframt barmmerki sem deila á
barmmerkin sjálf. Slagorð á borð
við „Badges are not enough“
(Barmmerki eru ekki nóg) og
„Gay Whales Against Racism!“
(Samkynhneigðir hvalir gegn
kynþáttafordómum) skopast að
yfirlýsingagleði og baráttuvilja
barmmerkjasmiða.
Flest okkar hafa einhvern-tíma gengið með barm-merki í barminum. Til-
gangur þess hefur trúlega verið
misjafn, kannski vorum við að
lýsa yfir stuðningi við ákveðna
stjórnmálahreyfingu, styðja ein-
hvers konar réttindabaráttu eða
merkin hafa einfaldlega verið
ætluð til skreytingar.
Ég sótti á dögunum agn-arsmáa en stórskemmtilega
sýningu í British Museum í Lond-
on þar sem voru til sýnis hin
ýmsu barmmerki.
Merkin voru
flokkuð í tíu
flokka sem
báru yf-
irskriftir á
borð við Trúarbrögð, Rétt-
indabarátta, Goðsagnir, Grín
og gaman og Stjórnarand-
staða. Tíu merki voru í
hverjum flokki og
voru þau eins ólík og
þau voru mörg.
Mörg komu kunn-
uglega fyrir sjónir,
svo sem krepptur
hnefi kvenrétt-
indabaráttunnar,
röndótt einkennismerki
samkynhneigðra og Bros-
kallinn góði.
Önnur komu spánskt fyrir sjón-
ir. „Dońt do it, Di!“ (Ekki gera
það, Díana!) var slagorð sem
dreift var á barmmerkj-
um þegar Díana Spenc-
er gekk að eiga Karl
Bretaprins. „Nuclear
Power, Yes Please!“
(Kjarnorkuveldi, Já
takk!) nældu svo-
nefnd öfgasamtök í
barminn á sér á átt-
unda áratugnum.
Philip Attwood, deild-
arstjóri orðudeildar safnsins,
hefur yfirumsjón með sýning-
unni. Hann hefur starfað við
safnið í 25 ár og hefur að eigin
sögn gengið lengi með þessa
hugmynd í kollinum. Hann fór
því á stúfana og viðaði að sér
merkjum úr öllum áttum auk
þeirra sem safninu höfðu áskotn-
ast í áranna rás. Afraksturinn má
svo sjá í sal 69-a á British Mus-
eum fram í janúar á næsta ári.
Saga barmmerkja í áróð-ursskyni nær aftur til ársins
1896 þegar þeir William Jennings
Barmmerkin og
boðskapurinn
’Samkynhneigðir hvalir gegn kynþátta-
fordómum.‘
AF LISTUM
Birta Björnsdóttir
birta@mbl.is
MENNING
40 FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
MADRIGALAKÓR Kielarborgar
er staddur hér á landi um þessar
mundir og mun halda tvenna tón-
leika í ferð sinni hérlendis, í Ak-
ureyrarkirkju næstkomandi
sunnudag kl. 17 og í Hallgríms-
kirkju á mánudagskvöld kl. 20.
Friederike Woebcken er stjórn-
andi kórsins og hefur gegnt þeirri
stöðu frá stofnun hans árið 1990,
en hún er jafnframt prófessor í
kórstjórn við Bremenháskóla. „Ég
lærði tónlistarkennslufræði og
ensku í Freiburg og Glasgow. Árið
1980 fór ég í framhaldsnám í kór-
stjórn hjá sænska kórstjóranum
Erik Eriksson í Stokkhólmi,“ seg-
ir hún í samtali við Morgunblaðið.
Nám hennar hjá hinum virta Er-
iksson þróaðist síðar út nánara
samstarf, því síðan þá hafa þau átt
í miklum samskiptum og á ár-
unum 1996 til 2000 aðstoðaði
Woebcken hann við meist-
aranámskeið hans í kórstjórn í
Þýskalandi. „Eriksson var og er
Leonard Bernstein kórtónlist-
arinnar. Hann starfar raunar enn,
ég heimsótti hann fyrir stuttu í
París þar sem hann vinnur um
þessar mundir. Hann var kveikjan
að eldmóði mínum í kórtónlist.“
Hreyfingar hafa áhrif
Woebcken þykir standa mjög
framarlega í þýskum kóraheimi og
blaðamanni leikur forvitni á að
vita meira um tækni hennar í kór-
stjórn. Madrigalakórinn syngur til
dæmis alltaf af blaði, og stendur í
röddum, konur í fremri röð og
karlar í þeirri aftari. „Svo finnst
mér mjög áhugavert að uppgötva
alltaf betur og betur hvernig
hreyfingar geta haft áhrif á hljóm-
inn. Kórstjórn snýst ekki bara um
að gefa tóninn og slá taktinn, hún
snýst um hvaða andrúmsloft mað-
ur skapar með hreyfingum og per-
sónuleika sínum, og líka hvaða sýn
maður hefur á verkið sem verið er
að flytja. Ég kenni auðvitað sjálf
kórstjórn og það hefur líka kennt
sjálfri mér margt í faginu.“
Sjálfstæður kór
Þó Madrigalakór Kielarborgar
sé kenndur við tónlistarformið
madrigala, veraldleg kórverk sem
þróuðust á Ítalíu og í Englandi 16.
öld, er langt í frá að hann ein-
skorði sig við flutning slíkrar tón-
listar. Kórinn syngur a capella
tónlist frá ýmsum tímum og svæð-
um, en leggur sérstaka áherslu á
nýja tónlist og tónlist frá Norður-
Evrópu. „Næsta ár munum við í
fyrsta sinn flytja íslenskt verk,
Óttusöngvar að vori eftir Jón Nor-
dal. Ég kynntist verkinu gegn um
Hörð Áskelsson og við erum mjög
spennt að takast á við það,“ segir
Woebcken. Madrigalakór Kiel-
arborgar er algjörlega sjálf-
stæður, er hvorki hluti af starf-
semi kirkju né skóla. Það vekur
forvitni blaðamanns hvernig þann-
ig starf geti gengið fyrir sig, af
praktískum ástæðum. „Það er góð
spurning, því það er mikil vinna.
Við reynum að finna okkur styrkt-
araðila og fáum auðvitað ágóðann
af aðgöngumiðum þegar við höld-
um tónleika. Við leigjum okkur
gott æfingahúsnæði í kirkju, þar
sem leigan er sem betur fer nokk-
uð lág. En ferð eins og þessi til
Íslands er auðvitað mjög kostn-
aðarsöm, og því fengum við styrki
frá hinu opinbera í Þýskalandi og
Goethe-stofnuninni,“ segir
Woebcken.
Áhersla á kirkjulega tónlist
Á tónleikum kórsins hér á landi
eru kirkjuleg verk eftir Buxte-
hude, Reger, Brahms, Mendels-
sohn og sænska tónskáldið Sven-
David Sandström á efnisskránni.
„Við leggjum yfirleitt meiri
áherslu á flutning kirkjulegrar
tónlistar en veraldlegrar. Ég held
að það sé einfaldlega hluti af
þýskri kórsöngshefð,“ segir
Woebcken. Kórinn ætlar enn-
fremur að spreyta sig á sálminum
Heyr, himna smiður eftir Þorkel
Sigurbjörnsson. „Kórnum finnst
sálmurinn afar fallegur, enda er
hann mjög tjáningarríkur. Ég
vona bara að við getum borið orð-
in rétt fram,“ segir Friederike
Woebcken, kórstjóri Madrigala-
kórs Kielarborgar að síðustu.
„Kórstjórn er meira
en að gefa tóninn“
Madrigalakór Kielborgar heldur tvenna tónleika á Íslandi um helgina. Á
sunnudag í Akureyrarkirkju og á mánudagskvöld í Hallgrímskirkju.
Morgunblaðið/Þorkell
„Spreytum okkur á Heyr himna
smiður eftir Þorkel Sigurbjörns-
son,“ segir Friederike Woebcken.
ingamaria@mbl.is
Sumarkvöld við orgelið
í Hallgrímskirkju
29. júlí kl. 12.00:
Magnús Ragnarsson orgel
31. júlí kl. 12.00:
Kári Þormar orgel
1. ágúst kl. 20.00:
Kári Þormar, organisti Áskirkju,
leikur verk eftir Bach, Jón Nordal,
Vierne og Messiaen.
2. ágúst kl. 20.00:
Kórtónleikar:
Madrigalchor Kiel.
MIÐASALAN er opin á fame.is,
á þjónustuborði Smáralindar
og í síma 528 8008
JÓNSI
SVEPPI Yfir 12.000 miðar seldir
ÓSÓTTAR PANTANIR SELDAR DAGLEGA
Fös. 6. ágúst kl. 19.30 Lau. 7. ágúst kl. 19.30
Fim. 12. ágúst kl. 19.30 Fös. 13. ágúst kl. 19.30
Lau. 14. ágúst kl. 18.00 Fim. 19. ágúst kl. 19.30
Fös. 20. ágúst kl. 19.30 Sun. 22 ágúst kl. 19.30
Fös . 06 .08 20 .00
Fös . 13 .08 20 .00
Lau . 14 .08 20 .00
ATH ! ATRIÐ I Í SÝNINGUNNI
ERU EKKI FYRIR V IÐKVÆMA
ÓSÓTTAR PANTANIR SELDAR DAGLEGA