Morgunblaðið - 29.07.2004, Qupperneq 28
MINNINGAR
28 FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Eiríkur Örn Stef-ánsson fæddist í
Reykjavík 24. mars
1956. Hann lést 5. júlí
síðastliðinn. Foreldr-
ar hans eru Stefán
Eiríksson, fyrrver-
andi aðstoðar-
slökkviliðsstjóri á
Keflavíkurflugvelli,
og Ástríður Guð-
mundsdóttir, fyrr-
verandi starfsmaður
Flugleiða. Eiríkur
var elstur fimm
systkina en hin eru:
Guðmundur Már, f.
1959, Helga Björk, f. 1961, Stefán
Hrafn, f. 1963, og
Ásta Hrönn, f. 1967.
Börn Eiríks og
Hrefnu Stefánsdótt-
ur eru: Stefán, f.
20.7. 1990; Brynja, f.
2.6. 1992, og Eiríkur,
f. 9.10. 1996.
Eiríkur Örn starf-
aði við ýmis störf til
sjós og lands, aðal-
lega í verslunar-
störfum og við mat-
argerð.
Útför Eiríks Arn-
ar fer fram frá Selja-
kirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
Í hæsta dómi um vilja og verk
þar verður jafnað um stórt og smátt.
Ef hvötin er aðeins há og sterk,
hinzt, og að réttu, þú sigur átt.
Þá torrek vors stríðs er talið að kveldi,
er trúin málmgildi, brennt að þess eldi.
Til þess er hvert tap og tjón, sem oss
skapast,
að treysta til þrautar vorn fórnandi mátt.
Ljós yfir vegum hvers lýðs og manns,
vér leggjum með þér út á tímans straum.
Þú beitir í strenginn, en stefnir til lands
þó stríkki og dýpki og vöð séu naum.
Og skriki fótur og falli yfir,
í fjarlægð, í hæðum minningin lifir.
Merkið vort bjarta,
þig heimtar hvert hjarta,
því hvað er vort líf, ef það á engan draum.
(E. Ben.)
Kveðja frá
móður.
Víst er þetta löng og erfið leið,
og lífið stutt og margt, sem útaf ber.
En tigið gegnum tál og hverskyns neyð
skín takmarkið og bíður eftir þér.
Hve oft þú hrasar, oft þig brestur mátt,
hve undarlega er gott að sitja kyrr.
Samt kemstu á fætur, réttir höfuð hátt,
og hraðar þér af stað sem áður fyrr.
Svo styttist þessi ganga smátt og smátt,
og seinast stendurðu einn við luktar dyr.
Þannig orti Steinn Steinarr um
lífið og tilveruna.
Elsku bróðir minn, svona er lífið í
hnotskurn. Nema hvað í þetta sinn
náðir þú ekki að komast á fætur og
halda áfram. Hversu sárt sem það
er verðum við sem eftir lifum að
sætta okkur við að þinn tími hafi
verið kominn. Þú sást ekki ljósið,
sama hvað allir sem þér unnu
reyndu að beina þér í áttina að því.
Þú varst fyrst og fremst góður
drengur, vel gefinn og skemmtileg-
ur karakter og þannig mun ég
minnast þín. Greiðvikinn varstu
með eindæmum og alltaf til staðar
ef maður þurfti á þér að halda. Þú
varst einstaklega laginn maður og
þá sérstaklega þegar kom að elda-
mennskunni. Þau voru ófá skiptin
sem maður hringdi í þig, „Eiki bró“,
til að fá uppskriftir, tillögur eða
bara þig sjálfan til þess að elda í
smærri og stærri veislum. Það
klikkaði aldrei. Þú varðst þeirrar
gæfu aðnjótandi að eignast þrjú
yndisleg börn sem ég veit að voru líf
þitt og yndi. Þú vildir veita þeim allt
það besta sem þú gætir, og gerðir
það svo lengi sem þú gast veikinda
þinna vegna.
Ég kveð þig að sinni, kæri „Eiki
bró“, og óska ég þess að allt hið
besta og fegursta fylgi þér á nýjum
slóðum.
Þín litla systir,
Ásta Hrönn.
Elsku Eiki bró.
Aldrei hefði ég ímyndað mér að
ég ætti eftir að skrifa kveðjuorð til
þín. Þú sem alltaf varst svo hress og
kátur og fannst alltaf réttu orðin um
hlutina.
Glaður, blúsaður, bjartsýnn,
svartsýnn en umfram allt hlýr og
góður.
Við brölluðum nú ýmislegt saman
í gegnum tíðina. Man alltaf þegar ég
var menntaskólamær og til í allt.
Fannst svo spennandi að vera með
Eika stóra bróður. Þú kynntir mig
fyrir mörgu skemmtilegu fólki. Við
djömmuðum mikið saman; Klúbb-
urinn, Óðal og Borgin. Það voru
staðirnir okkar. Alltaf fékk ég að
hanga með, litla systir hans Eika.
Vinir þínir urðu mínir og mínir þín-
ir. Ein mín besta vinkona varð svo
síðar þín kona og barnsmóðir.
Ýmsar minningar skjóta upp koll-
inum. Man hvað þú varst stoltur
þegar þú sagðir mér að von væri á
fyrsta barni ykkar Hrefnu. Þú varst
líka svo einstaklega barngóður. Svo
urðu börnin þrjú og þú lifðir fyrir
þau. Elskaðir börnin þín meira en
allt annað. Það veit ég. Gaman að
koma í veislur til þín, Eiki. Alltaf
kræsingar á borðum enda þú frá-
bær kokkur af guðs náð. Ég man
varla eftir veislu í fjölskyldunni sem
þú varst ekki beðinn að hafa hönd í
bagga með. Enda klikkaði ekkert.
Ég get haldið endalaust áfram að
dásama hæfileika þína, en til hvers?
Þetta vita allir.
Ein minning um þig stendur allt-
af fremst í mínum huga. Það er þeg-
ar þú varst á sjónum og ég smápeð,
þrettán ára. Þú komst heim rétt fyr-
ir jólin og bjóst í Goðó hjá ömmu og
afa. Við vorum fimm systkinin en ég
alltaf í mestu uppáhaldi hjá þér.
Komst með fullt af súkkulaði handa
liðinu en eina stóra jólagjöf handa
mér, bara mér. Það fannst mér
toppurinn.
Elsku Eiki. Síðustu mánuðir hafa
verið þér sérstaklega erfiðir. Eftir
skilnaðinn var eins og þú misstir
endanlega fótfestuna í lífinu. Sjúk-
dómurinn sem þú hafðir barist við
svo lengi ágerðist dag frá degi. Svo
var komið að þú réðst ekki við hann
lengur. Þegar ég keyrði þig í bæinn
síðasta kvöldið þitt var þjáningin í
augum þínum ólýsanleg. Við vorum
samt sammála um að næsti dagur
yrði betri. Einn dag í einu töluðum
við um. Það var markmiðið.
Þú fannst þér líka fallegan næt-
urstað sem ég hef séð og mun alltaf
varðveita og heimsækja svo lengi
sem ég lifi. Því lofa ég þér, Eiki
minn.
Mér finnst heiður að því að þú
verðir jarðsunginn á afmælisdegin-
um mínum. Sá dagur mun aldrei
gleymast.
Ég kveð þig í bili, elsku bróðir.
Helga.
Eiki bróðir er dáinn, svo furðu-
legt sem það hljómar. Stóri bróðir
er farinn frá okkur en minningin um
góðan dreng lifir.
Það er margt sem flýgur í gegn-
um hugann á stund sem þessari.
Eiki bróðir, þessi stóri og mynd-
arlegi maður sem ætíð var hrókur
alls fagnaðar, mun ekki lengur eiga
salinn með sögum og upphrópunum
en vonandi er hann kominn á betri
stað núna þar sem hann getur miðl-
að af frásagnargáfu sinni.
Eiki var einstakur maður, hans líf
var fjörugt, stórt og fullt af óvænt-
um uppákomum. Eiki var gleðimað-
ur og þótti vínið gott eins og títt er
um Skagfirðinga. Margir kostir
fylgdu Eika, hann var ótrúlega bón-
góður, nei var ekki til í hans orða-
safni og ef slá átti upp veislu var
treyst á Eika með matseld og hug-
myndir. Hann Eiki var frábær
kokkur og var oft leitað til hans með
ráð og uppskriftir. Ekki má gleyma
helsta áhugamálinu hans sem var
stangveiðin. Hve oft fórum við
bræður ekki að ræða Norðurártúra
okkar um hver áramót þrátt fyrir að
þeir væru ekki fyrr en í júníbyrjun
hvert ár. Ég held að við höfum veitt
í sama holli í ein sextán ár og er
skarð fyrir skildi í þeim félagsskap
núna. Eiki átti frábæra sambýlis-
konu, hana Hrefnu, en þeirra leiðir
skildi. Þau áttu saman þrjú falleg og
gáfuð börn sem núna sakna pabba
óskaplega mikið. Söknuður þeirra
allra er mikill og sár.
Eiki minn, komið er að leiðarlok-
um, ég vona að þú sért núna glaður
og ánægður á hinum eilífu veiði-
lendum og er ábyggilegt að við
bræður munum hittast þar síðar.
Guð almáttugur varðveiti þig og
minningu þína.
Stefán Hrafn.
Ég sest niður og hyggst setja
nokkrar minningar á blað um
frænda minn, Eirík Örn. Í sjálfu sér
er það mér mjög erfitt.
Hraustlegur og djarfur ungur
maður er horfinn sjónum. Þegar svo
snöggt er rofin lífsins keðja veldur
það tómleika og söknuði.
Ég man frænda minn vel frá ýms-
um tímabilum í ævi hans og get séð
það í huganum. Hann var uppfinn-
ingasamur, með margt á prjónunum
í einu og alltaf tilbúinn að prófa eitt-
hvað nýtt. Oft var eins og það vant-
aði svigrúm fyrir allar hugmynd-
irnar, sem var svo jafnóðum hrint í
framkvæmd. Þá var ákafinn og eft-
irvæntingin og erfitt að bíða eftir að
draumarnir rættust. Aldrei voru
dauðir punktar í hans hugarheimi.
Sífellt glampi í augunum og ný hug-
mynd að fæðast. Af nógu var að
taka, en svo kom að því að vandi var
að velja og setja takmörkin. Allt var
svo spennandi.
Hann lifði lífinu af miklum móð
og stundum erfitt fyrir hans nán-
ustu og aðra að fylgja eftir, en í
mikilli einlægni og trú á hið góða og
gjöfula. Erfiðast var að átta sig á
öllum þröskuldum og jafnvel gildr-
um sem alls staðar leynast. Eiríkur
hafði þó alltaf tíma til að líta í kring-
um sig og koma til hjálpar og að-
stoðar ef með þurfti og leggja þeim
lið sem minna máttu sín. Svo komu
góðu árin. Hann kynntist fallegri og
góðri stúlku, Hrefnu Stefánsdóttur.
Þau stofnuðu heimili og eignuðust
þrjú börn, mikla gleðigjafa. Þá var
sól í heiði og bjart yfir.
Ég ætla að rifja upp smáatvik úr
sveitinni. Eiríki var boðið í sveita-
sæluna. Nóg var við að vera. Ragn-
ar frændi hans var búinn að full-
vissa Eirík um að í sveitinni væri
svo gaman að leika sér og manni
væri aldrei bannað neitt. Eiríkur
undi sér vel, og þeir frændur notuðu
sér óspart „frelsið“ sem Ragnar
hafði lýst svo fagurlega fyrir hon-
um. Ragnar fann upp á ótal við-
fangsefnum sem öll gengu út á fim-
leika og alls lags þolraunir sem
skildu eftir rifnar buxur og renn-
blaut föt. Það var klifrað yfir marg-
þætta gaddavírsgirðingu niður und-
ir Héraðsvötnunum, sem var mjög
rammger og hluti af sauðfjárveiki-
vörnum og átti helst enginn nema
fuglinn fljúgandi að komast þar yfir.
Svo voru æfð alls kyns stökk yfir
nokkuð breiðan skurð neðan við
túnið sem bæjarlækurinn rann eftir
og oft bar kappið raunveruleikann
ofurliði og ekki náðist upp á bakk-
ann hinum megin. Ragnar stjórnaði
æfingunum og var ekki banginn
þótt eitthvað færi úrskeiðis.
Núna í hásumardýrðinni dimmir
skyndilega í lofti. Eiríkur Örn er
horfinn á braut og heldur til
ókunnra stranda. Ennþá finnst
manni sjást eftirvæntingin í aug-
unum og hratt er stefnt á vit birt-
unnar og hins eilífa friðar.
Ragnheiður Jónsdóttir.
Mér er ljúft en erfitt að minnast
fyrrverandi tengdasonar míns Ei-
ríks Arnar Stefánssonar sem er lát-
inn langt um aldur fram.
Fyrst kemur upp í hugann mynd
af myndarlegum ungum manni,
glaðbeittum, skapstórum og nokkuð
hrjúfum. Hann var allnokkru fyr-
irferðarmeiri og háværari en ég var
vön enda fannst mér oft nóg um.
Fljótt kom þó í ljós að Eiríkur
hafði að geyma óvenjulega við-
kvæman og stórgreindan mann,
mjög músíkalskan, vel að sér um
bókmenntir og ljóðlist og voru Ólaf-
ur Jóhann og Snorri Hjartarson
hans menn.
Ótrúlega var hann fróður um hin
ýmsu málefni og fjölmenntaður þótt
skólagangan væri ekki löng, snill-
ingskokkur eins og allir vita sem til
hans þekktu, og alltaf var leitað til
Eika þegar stórveislur voru í nánd.
Hjálpsemi, greiðvikni og örlæti
hans voru þannig að það gleymist
aldrei.
Hann elskaði ferðalög, veiði og
útivist og síðast en ekki síst elskaði
hann börnin sín þrjú og Hrefnu, þó
svo að leiðir þeirra hlytu að skiljast.
Líf hans fannst mér einkennast af
hamingjuleit og djúpum tilfinninga-
legum sárum úr bernsku sem
mynduðust áður en ofvirk börn
hættu að flokkast undir vandræða-
börn og fengu því sjaldnast nokkra
hjálp sem slík, sárum sem náðu
aldrei að gróa og komu meðal ann-
ars í veg fyrir að honum tækist að
hemja sjálfan sig og höndla ham-
ingjuna þegar tækifæri gáfust.
Ég held að öllum sem kynntust
Eika náið hafi þótt vænt um hann.
Annað var ekki hægt.
Öllum aðstandendum votta ég
innilega samúð mína og kveð Eika í
djúpri sorg.
Farðu í guðs friði.
Bergljót Gunnarsdóttir.
Ég vil minnast vinar míns, Eiríks
Arnar, sem féll frá með sviplegum
hætti langt fyrir aldur fram.
Við Eiríkur kynntumst fyrir rúm-
um tuttugu árum og örlögin, dynt-
ótt eins og þau geta verið, urðu til
að hann varð mágur minn um
margra ára skeið.
Það er erfitt en þó ekki að lýsa
Eiríki. Það fyrsta sem manni kemur
í hug er líf. Eiríkur var mjög hæfi-
leikaríkur, eðalkokkur, skarp-
greindur, ágætis gítargutlari en
fyrst og fremst frábær sögumaður.
Hann gat sagt frá hversdagslegum
atburðum og skáldað allhressilega í
eyðurnar þannig að viðkomandi sög-
ur urðu bæði spennandi og
skemmtilegar. Það mátti einu gilda
hvort sannar væru eður ei. Áheyr-
endur hrifust með og skemmtu sér
vel.
Eiríkur var góður við börn. Hann
var hrókur alls fagnaðar þar sem
hann kom og hreif fólk með sér.
Nú er hann allur.
Eiríkur hafði mikið til brunns að
bera sem hann nýtti sér ekki til fulls
eins og stundum vill verða. Alla þá
orku sem í honum bjó nýtti hann
ekki alltaf sjálfum sér til góðs.
Við Eiríkur urðum vinir, nánast
um leið og við kynntumst, og hugsa
ég að það hafi verið sameiginlegur
grallaraskapur og smáskammtur af
villimennsku sem tengdi okkur sam-
an.
Það er erfitt að sætta sig við að
hann sé látinn, svo ungur sem hann
var. Enn verra er að horfast í augu
við hversu veikur hann var orðinn.
En almættið spyr ekki um stund né
stað.
Eitt bros – getur dimmu í dagsljós breytt,
sem dropi breytir veig heillar skálar.
Þel getur snúist við atorð eitt.
Aðgát skal höfð í nærveru sálar.
Svo oft leyndist strengur í brjósti, sem brast
við biturt andsvar, gefið án saka.
Hve iðrar margt líf eitt augnakast,
sem aldrei verður tekið til baka.
(Einar Benediktsson.)
Elsku Stebbi litli, Brynja og Ei-
ríkur, Hrefna, Ástríður, Stefán eldri
og systkini: Við hjónin biðjum Al-
mættið að styðja ykkur í sorginni og
ganga með ykkur í gegnum þennan
erfiða tíma.
Einar Vilberg og Jenny Anna.
Góður félagi er genginn.
Fyrir rúmum tuttugu árum
kynntist ég Eiríki og eins og öllum
öðrum sem lærðu að þekkja hann
varð hann mér afar kær.
Hann var örlátur vinur og
skemmtilegur. Þegar hann tók flug-
ið töfraði hann alla sem á hlýddu
með frásagnargleði sem fáum er
gefin. Sjónarhorn hans á lífið var
jafnan skemmtilegt og skoðanir
hans á hlutunum ætíð ferskar.
Spaugilegri hliðar tilverunnar voru
honum oftast vel sýnilegar.
Hann hafði unun af veiðum og
matargerð og margan galdurinn
lærði ég af því að fylgjast með hon-
um við pottana. Veislurnar hans
voru frægar og þar kom hið örláta
eðli hans iðulega vel í ljós.
Ég votta öllum aðstandendum
samúð mína.
Eiki var góður vinur og ég sakna
hans sárt.
Ég kveð hann með trega.
Hjörtur Gísli Sigurðsson.
Góði Jesú, læknir lýða,
líkna mér, sem flý til þín,
þjáning ber ég þunga og stríða,
þreytt er líf og sálin mín.
Sjá, mitt tekur þol að þverra,
þú mér hjálpa, góði herra,
mín svo dvíni meinin vönd,
milda þína rétt mér hönd.
Sjá, hve langvinn þraut mig þjakar
þyrnavegi bröttum á,
heyr, mín örmædd öndin kvakar
upp til þín, sér hjálp að fá.
Syndabönd af sekum leystu,
sjúkan lækna, fallinn reistu,
leið mig heilan lífs á stig,
ljúfi Jesú, bænheyr mig.
En ef það er ei þinn vilji
aftur heilsu að gefa mér,
veit mér þá ég viti og skilji,
vizka þín að eilíf sér
minni sál það bezt til bóta,
betra lífs svo fái njóta
hún í fögrum himnasal
hafin yfir táradal.
Sendu mínu særðu hjarta
sannan frið í lífi og deyð,
lát þitt náðarljósið bjarta
lýsa mér á hættri leið.
Lát þitt ok mér indælt vera,
auk mér krafta það að bera,
unz ég fæ þitt auglit sjá
og þér sjálfum vera hjá.
(Brandur Ögmundsson.)
Það eru fáir sem gera sér grein
fyrir þeim erfiðleikum sem Eiríkur
Örn fékk að finna fyrir á lífsleiðinni
þar sem hann bar sig ætíð svo vel,
svo myndarlegur og léttur í fasi.
Það er trú okkar að honum líði vel
þar sem annar heimur hefur tekið
við honum eftir hans jarðnesku vist.
Þegar fram líða stundir munum
við hjónin minnast Eiríks Arnar
með bros á vör þar sem hann var
ætíð hrókur alls fagnaðar, svo
skemmtilegur að unun var að hlusta
á vel skreyttar frásagnir hans sem
hann fór óspart með.
Við erum svo sannarlega með
hugann hjá hans nánustu ættingjum
og sendum þeim öllum innilegustu
samúðarkveðjur með ósk um styrk
og huggun.
Ásta og Bjarni Thoroddsen.
Í hálfan annan áratug var Eiki
hennar Hrefnu fastur punktur í fé-
lags- og fjölskyldulífi okkar á Ís-
lensku auglýsingastofunni. Þessi
glaðsinna og góði félagi tók þátt af
lífi og sál, jafnt í árshátíðum, utan-
landsferðum, þorrablótum, afmæl-
um, fjölskylduferðum og garð-
veislum. Eiríkur lét hendur jafnan
standa fram úr ermum og gekk af
krafti í það sem gera þurfti. Grillaði
léttilega ofan í fjörutíu–fimmtíu
manns, sagði stórskemmtilegar sög-
ur, lék við börnin sín og annarra,
tók hraustlega til matar síns og lét
svo uppvaskið ganga. Eiríkur var
áhugasamur um menn og málefni,
jákvæður og glaðvær. Hvers manns
hugljúfi.
Þannig munum við og kveðjum
góðan dreng. Blessuð sé minning
hans.
Hrefnu, börnunum og öðrum að-
standendum sendum við innilegar
samúðarkveðjur.
Starfsfólk Íslensku
auglýsingastofunnar.
EIRÍKUR ÖRN
STEFÁNSSON