Morgunblaðið - 29.07.2004, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 29.07.2004, Qupperneq 14
ERLENT 14 FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ UM 70 manns létu lífið og fjöldi manna særðist í Baquba í Írak í gær er bíll var sprengdur upp við lögreglustöð í bænum. Var þar fjöldi manna saman kominn til að sækja um starf hjá lögreglunni. Þá féllu einnig sjö íraskir öryggislög- reglumenn í átökum við skæruliða í sjítabænum Sueira suður af Bag- dad. Haft er eftir vitnum, að um sjálfsmorðsárás hefði verið að ræða og að sögn lækna á sjúkrahúsi bæj- arins var búið að flytja þangað lík 68 manna og 56 særða. Meðal þeirra, sem létust, var 21 maður í fólksflutningabíl, sem átti leið hjá er sprengjan sprakk. Skelfilegt var um að litast eftir sprenginguna. Látið og illa sært fólk lá um allt í blóði sínu og alls konar braki og jafnvel líkamshlut- um rigndi yfir nágrennið. Svo öflug var sprengingin, að fjöldi nálægra bíla eyðilagðist, rúður brotnuðu í húsum í allmikilli fjarlægð og fram- hlið sumra húsa hrundi. Ekið inn í mannþröngina Foringi í írösku lögreglunni sagði, að von hefði verið á 600 um- sækjendum um störf í lögreglunni í gær og hefði sjálf lögreglustöðin verið yfirfull og margir beðið utan- dyra. „Við reyndum að fá marga til að fara og koma síðar en það var ekki til neins,“ sagði lögreglufor- inginn. Annar lögreglumaður kvaðst hafa séð bílinn koma, fara fram úr fólksflutningabílnum og keyra síðan beint inn í mannþröng- ina. Allt að 120 manns í valinn á einum degi Átökin í Sueira í Kut-héraði þar sem sjö öryggissveitarmenn féllu koma nokkuð á óvart en þar hefur allt verið með kyrrum kjörum síðan sjítaklerkurinn Moqtada Sadr hætti andófi sínu gegn Bandaríkja- mönnum. Talið er, að um 35 skæru- liðanna hafi verið felldir. Í Balad Ruz, norður af Bagdad, féll einn bandarískur hermaður og þrír særðust er ráðist var á bílalest þeirra og tveir Írakar létust í sprengingum í Bagdad og þrír í ol- íuborginni Kirkuk í norðurhluta landsins. Eitthvert mannfall var í átökum annars staðar í landinu. Sprengingin í Baquba er sú mannskæðasta í Írak frá 24. júní síðastliðnum er 89 manns týndu lífi í samræmdum aðgerðum skæruliða í norður- og miðhluta landsins. Ljóst er þó, að óöldin í Írak kostaði allt að 120 manns lífið í gær. Tugir manna féllu í sjálfsmorðsárás Blóðvöllur eftir öfluga bílsprengingu í Baquba í Írak Baquba. AFP. % )$ *+,-./01 2,3./01 4,/0 *516- /,/74/ 389:6 &'() %*+ ;( $  ! <  = '& >)=$'!(  = ?  @    &    + , -.+   /    0+ +00   + .  1+, %*+ & 1 STJÓRNVÖLD í Portúgal hafa ósk- að eftir aðstoð Evrópusambandsins, einkum Spánverja, við að slökkva skógarelda sem geisa víða í landinu. Um 1.300 her- og lögreglumenn taka þátt í slökkvistarfinu í Portúgal og nota 340 bíla og 39 flugvélar. Stjórn- in óskaði eftir fleiri flugvélum frá Spáni. Stærstu eldarnir geisa nálægt Braga og Braganca í norðanverðu landinu, Viseu í miðhlutanum og Faro og Beja í suðurhlutanum. Einn stærstu eldanna er í Geres-fjöllum í norðanverðu landinu, nálægt stærsta þjóðgarði Portúgals, en þar eru margar fágætar plöntu- og dýra- tegundir. Áætlað er að allt að 30.000 hektarar skóglendis hafi eyðilagst í Portúgal. Mikill skógareldur geisar einnig nálægt Huelva í suðvesturhluta Spánar og tveir menn létu þar lífið í fyrradag þegar bíll þeirra varð eld- inum að bráð. Yfirvöld í Frakklandi sögðu í gær að tekist hefði að hefta útbreiðslu skógarelds sem hefur valdið miklum spjöllum á náttúrunni nálægt borg- inni Nimes í sunnanverðu landinu. Óska aðstoðar vegna skógarelda Lissabon. AFP.      2, # 3 4   +, 5         6.  7.  1   ++,   A'  .  68'9:(; )$ *A500 ( / 4 + <=*+ > *'>'=    YFIRVÖLD í Suður-Kóreu fluttu 227 norður-kóreska flóttamenn með leiguflugi til landsins í gær, til viðbótar við þá 230 sem komu til landsins í fyrradag. Í frétt á vef breska ríkisútvarpsins BBC segir að flogið hafi verið með fólkið frá Víetnam. Samkvæmt þessum tölum hefur 457 norður-kóreskum flóttamönn- um verið hleypt inn í landið en það mun vera stærsti flótti íbúa norð- urs til suðurs í sögu Kóreu. Stjórnvöld S-Kóreu hugðust halda komu flóttamannanna leyndri en sjónvarpsstöð þar í landi náði myndum af fólkinu við komu þess á þriðjudag. Koh Yu-hwan, suður-kóreskur sérfræðingur í málefnum nágrannaríkisins, sagði að fólksflóttinn myndi að öllum lík- indum leiða til þess að kommún- istastjórnin herti takið á þeim landsmönnum sem þættu líklegir til flótta. Fólksflótti hefur aukist gríðar- lega undanfarin ár yfir landamæri landsins að Kína þaðan sem fólk sækir til annarra nágrannalanda. Um 5.000 hafa flúið til suðursins frá því Kóreustríðið geisaði 1950- 53 en tæp 1.300 komu til S-Kóreu í fyrra. Reuters Norður-kóresku flóttamennirnir ganga frá borði er þeir komu til Seoul, höfuðborgar Suður-Kóru, í gær. 227 flóttamenn til við- bótar til Suður-Kóreu SAMTÖKIN Læknar án landa- mæra (MSF) tilkynntu í gær að þau myndu verða á brott frá Afganist- an, þar sem þau hafa starfað í 24 ár. Átöldu samtökin stjórnvöld í land- inu fyrir að hafa ekki veitt hjálp- arstarfsmönnum vernd og ekki reynt að hafa uppi á vígamönnum sem myrtu fimm starfsmenn sam- takanna. Fréttaskýrendur segja að brott- för samtakanna frá Afganistan sýni svo ekki verði um villst í hversu miklum ólestri öryggismál í landinu séu, en forsetakosningar fara þar fram í október. MSF gagnrýndu ennfremur al- þjóðaherliðið í landinu, er lýtur for- ystu Bandaríkjamanna, fyrir að nota hjálparstarfsemi til að ná póli- tískum og hernaðarlegum mark- miðum. Afleiðingin væri sú, að upp- reisnarmenn teldu réttmætt að ráðast á hjálparstarfsmenn. Breytir engu um friðargæslu Gunnar Snorri Gunnarsson, ráðuneytisstjóri í utanríkisráðu- neytinu, segir brottför MSF ekki hafa áhrif á veru íslensks friðar- gæsluliðs í Kabúl. MSF störfuðu víða um landið og það hefði alltaf verið vitað að utan borgarinnar Kabúl væri nánast stjórnlaust land þó löggæsla væri þokkaleg á ákveðnum stöðum. Læknar án landamæra fara frá Afganistan Kabúl. AFP. JAPÖNSK yfirvöld ákváðu í fyrradag að hafna áfrýjunarbeiðni Bobbys Fischers, fyrrum heims- meistara í skák, og framselja hann til Bandaríkjanna. Ákvörðunin var tekin eftir tveggja daga yfirheyrslur yfir skákmeistaranum, að sögn John Bosnitch, kanadísks blaðamanns, sem var ráðgjafi Fischers meðan á yfirheyrslunum stóð. „Hann lítur á þessa þrekraun í heild sinni sem hreinasta mann- rán, algjörlega ólöglega aðgerð bæði af hálfu Bandaríkjanna og Japana,“ sagði Bosnitch. Fischer haldi því fram að hann hafi verið beittur ofbeldi. „Hann var marinn í andliti og það sáust bólgurákir á handleggjum hans,“ sagði Bosn- itch. Fischer hefur rétt á því að áfrýja öðru sinni, að þessu sinni til dómsmálaráðherra Japans og rennur frestur til þess út á föstu- dag. Hann var handtekinn á al- þjóðaflugvelli í Japan fyrir tveim- ur vikum með ógilt vegabréf. Fischer er eftirlýstur í Banda- ríkjunum fyrir að hafa teflt við Boris Spasskí í Júgóslavíu árið 1992 og þar með brotið alþjóðlegt viðskiptabann sem hvíldi á land- inu. Stjórn Skáksambands Íslands skoraði á forseta Bandaríkjanna að fella niður ákærur á hendur Fischer föstudaginn s.l. og bað ut- anríkisráðuneyti Íslands að koma sjónarmiðum sambandsins á framfæri við Bandaríkjastjórn. Gunnar Snorri Gunnarsson, ráðuneytisstjóri í utanríkisráðu- neytinu, segir bestu kveðjum hafa verið komið til Fischers og honum vottuð virðing Íslendinga. Málið sé í þeim farvegi að íslensk stjórn- völd geti ekki gripið inn í það að öðru leyti en því, að koma á fram- færi við bandarísk stjórnvöld og Fischer sjálfan, að hann sé mikils- virtur af Íslendingum fyrir fram- lag sitt til skáklistarinnar hér á landi. Fischer háði frægt skákein- vígi við þáverandi heimsmeistara, Borís Spasskí, í Reykjavík árið 1972 og bar sigur úr býtum. Gunnar bendir á að Sameinuðu þjóðirnar, og þ.a.l. Ísland, hafi staðið að viðskiptabanninu á Júgóslavíu á sínum tíma og það beri að virða. Ekki sé flötur á frekari aðgerðum af hálfu utan- ríkisráðuneytisins. Málið sé í höndum Bandaríkjanna og þeirra því svigrúmið að taka tillit til breyttra aðstæðna og sýna Fischer ákveðna mildi. Áfrýjun Bobbys Fischers hafnað Tókýó. AP.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.